Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Síða 11

Skessuhorn - 06.11.2019, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 2019 11 Nú er veturinn genginn í garð og því mikilvægt að huga að öryggisbúnaði við útiveru. Í Líflandi færðu mikið úrval af öryggisfatnaði og vörum bæði fyrir menn og dýr. Til þess að styðja við notkun öryggisbúnaðar ætlum við að vera með Öryggisdaga í verslunum okkar og bjóða allt að 20% afslátt af öryggisvörum dagana 7. – 16. nóvember. Þitt öryggi skiptir okkur máli FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2019 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf., Vesturbraut 20 Fimmtudagur 14. nóvember Föstudagur 15. nóvember Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE SS U H O R N 2 01 9 S K E S S U H O R N 2 01 9 ÚTBOÐ – Sala ljósleiðarakerfis Sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit áformar að selja ljósleiðarakerfi sem sveitarfélagið á og rekur og nær til um 240 notenda í Hvalfjarðarsveit. Um er að ræða ljósleiðarastrengi í jörðu, tilheyrandi búnað í dreifistöðvum, tengiskápa, jarðvegsbrunna o.fl., sem nánar er lýst í útboðsgögnum vegna sölunnar. Sveitarfélagið óskar eftir verðtilboðum frá áhugasömum aðilum, í samræmi við Útboðsgögn 2019-SL1, „Sala ljósleiðarakerfis“. Væntanlegir bjóðendur geta óskað eftir að fá útboðsgögnin afhent sér að kostnaðarlausu frá og með 4. nóvember nk. með því að senda tölvupóst til Guðmundar Gunnarssonar á netfangið gg@raftel.is og óska þess að fá gögnin send. Tilboðum skal skila á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit fyrir kl. 11:00, mánudaginn 18. nóvember nk. og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta. F.h. Hvalfjarðarsveitar, Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Ásmundur einar Daðason félags­ málaráðherra talaði í síðustu viku fyrir frumvarpi á Alþingi um breyt­ ingu á lögum um almennar íbúð­ ir. Þar eru lagðar til breytingar sem sníða af agnúa sem í ljós komu eft­ ir gildistöku nýrra laga um almenn­ ar íbúðir frá 15. júní 2016. Breyt­ ingunni nú er ætlað að ná betur því markmiði að bæta húsnæðisöryggi og lækka húsnæðiskostnað tekju­ og eignalágra leigjenda. Í frumvarp­ inu er lögð til hækkun á tekju­ og eignamörkum leigjenda almennra íbúða þannig að hærra hlutfall landsmanna eigi kost á almennum íbúðum. Þá er lagt til að unnt verði að veita sérstakt byggðaframlag til byggingar eða kaupa á leiguíbúð­ um á svæðum þar sem verulegur skortur er á leiguhúsnæði og mis­ vægi er á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs íbúðarhúsnæðis. Lagt er til grundvallar að sérstakt byggðaframlag standi einungis til boða sveitarfélögum, félögum, þar með talið húsnæðissjálfseign­ arstofnunum, og félagasamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og hafa það sem langtímamarkmið að eiga og hafa umsjón með rekstri leiguíbúða. Þá eru í frumvarpinu einnig lagð­ ar til ýmsar breytingar til að lækka fjármagnskostnað stofnframlags­ hafa. Lagt er til að við mat umsókna um stofnframlög hjá Íbúðalánasjóði verði veitt heimild til að líta til al­ menningssamgangna á viðkomandi svæði í því skyni að umsóknum um stofnframlög sem varða verkefni þar sem góðar almenningssam­ göngur eru fyrir hendi verði veittur forgangur við afgreiðslu. einnig er lagt til að lögfest verði tímabundin forgangsregla þess efnis að Íbúðal­ ánasjóður skuli við afgreiðslu um­ sókna miða við að að minnsta kosti tveir þriðju hlutar þess fjármagns sem til úthlutunar er hverju sinni renni til íbúða sem ætlaðar eru tekju­ og eignalágum leigjendum á vinnumarkaði. mm Mæðrastyrksnefnd Akraness stefn­ ir á að árleg jólaúthlutun fari fram föstudaginn 13. desember næstkom­ andi. nú vinna konur í nefndinni að söfnun styrkja og leitar aðstoð­ ar frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum til að gera úthlut­ unina mögulega. „Við stefnum á að styrkir að þessu sinni verði að mestu leyti í formi gjafakorta í matvöru­ verslunum,“ segir María Ólafsdótt­ ir , formaður nefndarinnar, í sam­ tali við Skessuhorn. Þegar nær dreg­ ur úthlutun verður nánar sagt frá hvernig umsóknum um styrki verð­ ur háttað. Þeir sem vilja styðja við bakið á Mæðrastyrksnefnd Akraness er bent á að reikningur er: 0552­14­402048 og kt. 411276­0829. mm/ Ljósm. jho. Mæðrastyrksnefnd stefnir á úthlutun fyrir jólin Lagðar til breytingar á almenna íbúðakerfinu Hús í reisingu á Akranesi í sumar.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.