Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Page 15

Skessuhorn - 06.11.2019, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 2019 15 litur Áform um friðlýsingu Umhverfisstofnun, ásamt landeigendum og sveitarfélaginu Skorradalshreppi, kynnir hér með áform um friðlýsingu votlendissvæðis Fitjaár í Skorradal. Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferð 2. og 3. mgr. 36. gr. náttúruverndar- laga, sbr. 2. mgr. 38. gr. laganna en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki er á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skuli kynnt sérstaklega. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 3. janúar 2020. Athugasemdum við áformin má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvu- pósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Frekari upplýsingar er að finna á heimsíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is ! Starfskraftur í eldhús óskast Laust er starf í eldhúsi Brákarhlíðar frá 1. janúar 2020. Um er að ræða 67% starf á vöktum við ýmis störf í eldhúsi, vinnutími er frá kl. 8:00 til 15:30 og aðra hvora helgi. Æskilegt að viðkomandi hafi einhverja starfsreynslu úr eldhúsi og tali og skilji íslenskt mál. Nánari upplýsingar um starfið veitir Halla Magnús- dóttir, forstöðumaður þjónustusviðs, í síma 692-1876 eða senda póst á netfangið halla@brakarhlid.is SK ES SU H O R N 2 01 9 Þekking Gæði Þjónusta Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388 Síðastliðinn mánudag voru rétt 120 ár síðan drengur fæddist á Godda­ stöðum í Laxárdal, síðar skírður Jó­ hannes Bjarni Jónasson. Á Facebo­ ok síðu Byggðasafns Dalamanna er skáldsins Jóhannesar úr Kötlum minnst. „Það er vel þess virði að staldra við í dag og rifja upp eins og eitt af ljóðum hans í huganum og/ eða uppgötva eins og eitt nýtt ljóð eftir hann,“ segir í frétt safnsins. Mælt er með að áhugasamir kíki á vefinn johannes.is þar sem Svanur Jóhannesson og fleiri hafa gert ævi hans og verkum góð skil á áhuga­ verðri síðu. Þar minnist Silja Dögg Aðal­ steinsdóttir bókmenntafræðingur Jóhannesar úr Kötlum: „ef velja ætti eitt skáld sem fulltrúa 20. ald­ ar á Íslandi yrði það nærri því óhjá­ kvæmilega Jóhannes úr Kötlum. Hann lifði mikla umbrotatíma í sögu og bókmenntum og um eng­ an samtímamann hans í skáldahópi verður sagt með jafnmiklum sanni að hann hafi fundið til í stormum sinnar tíðar. enginn fylgir heldur eins nákvæmlega þróun ljóðlistar­ innar á öldinni. Hann hóf feril sinn sem nýrómantískt skáld á þriðja áratugnum, innblásinn af löngun til að efla hag landsins og ást þegn­ anna á því. Hann var líka einlægur trúmaður og þó að hann yrði síð­ ar gagnrýninn á guð almáttugan hélt hann alla tíð vinskap sínum við Jesú Krist, eins og launkímni ljóða­ flokkurinn Mannssonurinn (1966) er dæmi um. Á kreppuárum fjórða áratugarins var hann í broddi fylk­ ingar róttækra skálda, knúinn áfram af löngun til að efla sjálfstraust al­ þýðunnar og örva hana til að berj­ ast fyrir bættum kjörum,“ skrifar Silja Dögg. Katlarnir Á síðunni johannes.is er sagt frá til­ urð þess að Jóhannes tók upp skáld­ anafnið úr Kötlum: „Laxveiðiáin Fáskrúð, sem margir kannast við, á upptök sín langt inni á Gaflfells­ heiði og rennur skammt frá Ljár­ skógaseli. Í grenndinni er eitt fal­ legasta svæðið við ána, Katlarnir. Þar er fegursti foss árinnar, ásamt tilheyrandi hyljum, stöpum, klett­ um og gljúfrum. Þetta er friðsæll, fagur og hrífandi staður, ævintýra­ heimur sem Jóhannes leitaði oft til á sínum uppvaxtarárum. Þegar Jó­ hannes gaf út sína fyrstu bók Bí, bí og blaka tók hann sér skáldanafnið Jóhannes úr Kötlum eftir þessu ör­ nefni við ána Fáskrúð. einnig var sú skýring sögð af þessari nafnbreyt­ ingu að annað skáld hefði kom­ ið fram á þessum tíma með mjög áþekku nafni og hefði Jóhannes viljað auðkenna sig greinilega með þessum hætti.“ mm Flutningaskipið Hohe Bank lagði að bryggju í Grundarfjarðarhöfn seinnipart þriðjudagsins í liðinni viku. Farmurinn samanstóð af stál­ þiljum sem nota á í hafnarfram­ kvæmdirnar sem senn fara að hefj­ ast. Starfsmenn Borgarverks eru byrjaðir að vinna í námunni við Gröf þaðan sem stórgrýti verður flutt í höfnina og eftir að þessum farmi hefur verið skipað upp verð­ ur hægt að hefjast handa við að slá niður stálþilin í nýju viðbótina á norðurgarði. tfk Unnið við námuna við Gröf. Uppskipun stálþilja í Grundarfjarðarhöfn Hér er verið að hífa stálþilin upp úr flutningaskipinu Hohe Bank við Norðurgarð. Jóhannes úr Kötlum. Myndin er tekin 1932. Ljósm. johannes.is 120 ár frá fæðingu Jóhannesar úr Kötlum Á myndinni heldur Jóhannes úr Kötlum ræðu á samkomu ungmennafélagsins Ólafs páa í Laxárdal. Ljósm. af vef Byggðasafns Dalamanna.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.