Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Page 30

Skessuhorn - 06.11.2019, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 201930 MT: Stefán Gísli með verðlauna­ gripinn síðastliðinn sunnudag. Hver er uppáhalds drykkurinn þinn? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Georg Guðmundsson Kristall með bláa tappanum. Jóhanna Gestsdóttir og Tómas Pálmi Freysson Malt og appelsín. Gylfi Karlsson Vatn. Jónasína Oddsdóttir Íslenskt vatn. Katrín Þóra Víðisdóttir Bernd- sen Vatn. Knattspyrnumaðurinn Ívar Reynir Antonsson hefur skrifað undir nýj­ an samning við Víking Ó. út tíma­ bilið 2021. Ívar er fæddur árið 2000 og er uppalinn hjá félaginu. Und­ anfarin tvö ár hefur hann leikið 39 fyrir lið Ólafsvíkinga í deild og bik­ ar. „Það er mikið gleðiefni að Ívar hafi ákveðið að framlengja við okk­ ur enda mikla vonir bundnar við hann í framtíðinni,“ segir í tilkynn­ ingu á Facebook­síðu Víkings Ó. kgk Knattspyrnufélag Kára á Akranesi hefur samið við Jón Kristjánsson um þjálfun liðsins í 2. deild karla í knattspyrnu næsta sumar. Jón þjálf­ aði lið elliða í 4. deild síðasta sum­ ar og undir hans stjórn tryggði lið­ ið sér sæti í 3. deildinni. Áður hefur hann þjálfað meistaraflokka kvenna hjá Val og Fylki, KF og Hamar í 2. deild og einnig Skallagrím, Þrótt Vogum, ÍH og Reyni Sandgerði. kgk Skallagrímskonur gerðu góða ferð til Keflavíkur síðasta miðvikudag, þegar þær sigruðu lið Keflvíkinga, 70­75, í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Skallagrímskon­ ur höfðu yfirhöndina lungann úr leiknum, en Keflvíkingar voru ná­ lægt því að vinna upp afgerandi for­ skot í lokafjórðungnum. Leikurinn var því æsispennandi undir lokin, en fór svo að lokum að Borgnes­ ingar höfðu betur. Jafnt var á með liðunum í upp­ hafi leiks. Skallagrímskonur náðu yfirhöndinni seint í fyrsta leikhluta og með 9­0 kafli síðustu mínúturn­ ar skilaði þeim ellefu stiga forystu eftir upphafsfjórðunginn, 10­21. Keflvíkingar virtust aðeins vera að vakna til lífsins í öðrum leikhluta, en Skallagrímskonur létu það ekki á sig fá og héldu í kringum tíu stiga forskoti nær allan leikhlutann. Allt þar til undir lok fyrri hálfleiks, að þær tóku smá rispu og fóru 15 stig­ um yfir inn í hálfleikinn. Skallagrímskonur komu mjög ákveðnar til síðari hálfleiks, bættu við forskot sitt og leiddu mest með 24 stigum um miðjan þriðja leik­ hluta, í stöðunni 34­59. Þá svör­ uðu Keflvíkingar aðeins fyrir sig og náðu að laga stöðuna í 46­63 fyrir lokafjórðunginn. Þar voru heima­ konur sterkari og litlu mátti muna að þær næðu að vinna upp 17 stiga forskot Borgnesinga. Keflvíkingar spiluðu þétta vörn og héldu Skalla­ grímskonum stigalausum fyrstu þrjár mínúturn leikhlutans. Hægt en örugglega komu þær sér nánast alveg upp að hlið Skallagríms og áðu að minnka muninn í tvö stig þegar ein og hálf mínúta lifði leiks. en Skallagrímskonur stóðu sína plikt það sem eftir lifði og sigruðu að lokum með fimm stigum, 70­75. Keira Robinson var atkvæðamest í liði Skallagríms með 29 stig, níu fráköst, fimm stoðsendingar og þrjá stolna bolta. emilie Hesseldal skor­ aði 19 stig, tók tólf fráköst og gaf fimm stoðsendingar og Sigrúm Sjöfn Ámundadóttir var með ellefu stig og tíu fráköst. Árnína Lena Rúnarsdótt­ ir skoraði átta stig, Maja Michalska var með sex og Gunnhildur Lind Hansdóttir skoraði tvö stig. Daniela Morillo var atkvæða­ mest í liði Keflavíkur með 25 stig og tíu fráköst, Anna Ingunn Svans­ dóttir skoraði 15 stig og emilía Ósk Gunnarsdóttir var með tólf. Skallagrímskonur lyftu sér með sigrinum upp í fjórða sæti deildar­ innar. Þær hafa sex stig eftir fimm leiki, stigi meira en Keflavík en tveimur stigum á eftir næstu lið­ um fyrir ofan. næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki í Borgarnesi í kvöld, miðvikudaginn 6. nóvem­ ber. kgk/ Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Dregið var í 16­liða úrslit karla og kvenna í Geysisbikarnum í gær. Kvennalið Snæfells fær Íslands­ og bikarmeistara heim í Stykkis­ hólm en Skallagrímskonur sitja hjá í fyrstu umferð. Alls voru tólf lið í hattinum en einungis átta lið dreg­ in upp. njarðvík fær nágranna sína í Keflavík í heimsókn, Haukar fara norður og spila gegn Tindastóli og loks munu KR­ingar keppa gegn Fjölni í þessari umferð. Breiðablik, ÍR og Grindavík sitja hjá ásamt Skallagrími. Leikið verður dagana 5.­7. desember næstkomandi. glh Keppni hófst í 2. deild kvenna í körfuknattleik um síðustu helgi. Metþátttaka er í deildinni þenn­ an veturinn, en alls eru skráð til keppni 13 lið frá 11 íþróttafélög­ um svo að skipta þurfti deild­ inni upp í tvo riðla. Þeirra á með­ al eru Skallagrímur B og Snæfell B. Fyrsta umferðin var leikin um helgina í Hafnarfirði annars vegar og á Hvammstanga hins vegar. Snæfellskonur léku norður á Hvammstanga þar sem þær byrj­ uðu á að vinna stórsigur á Hetti, 44­13. Þær máttu síðan sætta sig við tap gegn Stjörnunni B1 í öðr­ um leik dagsins, 33:50. Snæfell hefur því tvö stig og situr í þriðja sæti riðils 1. Skallagrímskonur gerðu sér lít­ ið fyrir og sigruðu báða leiki sína í Hafnarfirðinum þessa helgina. Þær lögðu Hauka B með 24 stigum gegn 22 og sigruðu síðan Sindra örugglega, 48­26. Liðið hefur því fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina og situr á toppi riðils 2. kgk Jón Kristjánsson, nýr þjálfari Kára og Sveinbjörn Geir Hlöðversson, formaður félagsins, handsala samninginn. Ljósm. Knattspyrnufélag Kára. Kári semur við þjálfara Ívar áfram hjá Víkingi Jóhann Pétursson, formaður meistara- flokks Víkings Ó. og Ívar Reynir Antonsson. Ljósm. Víkingur Ó. Sigur eftir spennandi lokamínútur Hart tekist á í leik Skalla- gríms B og Sindra um liðna helgi. Ljósm. Skallagrímur. Vesturlandslið fara vel af stað Skallagrímsstúlkur sitja hjá í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins. Ljósm. Skallagrímur. Snæfell fær Val í Geysisbikarnum

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.