Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2019, Síða 31

Skessuhorn - 06.11.2019, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 6. nÓVeMBeR 2019 31 Aníta Ólafsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Knattspyrnufélag ÍA og mun því leika með liðinu út árið 2021. Aníta er fædd árið 2003 og leikur stöðu markvarðar. Hún á að baki ellefu deildarleiki með ÍA, auk þess að hafa leikið með bæði U16 og U17 ára landsliðum Íslands. „Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún sýnt fram á að hún er öflugur markvörður sem á framtíðina fyrir sér,“ segir á vef KFÍA. kgk Leikur 2. flokks karla hjá ÍA og Derby Country í Unglingadeild UeFA fer fram í kvöld, miðvikudaginn 6. nóvember. Leikið verður á Víkings­ velli í Reykjavík og mun dómarinn flauta leikinn á kl. 19:00. Um er að ræða fyrri leik ÍA í annarri umferð evrópudeildarinnar. Liðið vann sem kunnugt er sigur á Levadia Tallin frá eistlandi, samanlagt 16­1, í fyrstu umferð keppninnar. er það stærsti sigur í sögu Unglingadeildar UeFA og stærsti sigur íslensks félagsliðs í sögu evrópukeppninnar. Síðari viðureign ÍA og Derby Co­ unty fer fram á Pride Park miðviku­ daginn 27. nóvember næstkomandi. kgk Snæfellskonur máttu játa sig sigr­ aðar þegar þær mættu Haukum í Domino‘s deild kvenna í körfu­ knattleik. Leikið var í Stykkis­ hólmi á miðvikudagskvöld og lauk leiknum með sigri Hauka, 56­61. Snæfell byrjaði leikinn betur og komst í 12­7 áður en Haukar jöfn­ uðu metin í 12­12 seint í fyrsta leik­ hluta. Snæfellskonur áttu lokaorð­ ið í upphafsfjórðungnum og leiddu með þremur stigum að honum loknum, 18­15. Hólmarar leiddu framan af öðrum fjórðungi, en um hann miðjan sneru gestirnir tafl­ inu sér í vil. Haukakonur jöfnuðu í 22­22 og góður leikkafli undir lok fyrri hálfleiks skilaði þeim sjö stiga forskoti í hléinu, 26­33. Haukakonur héldu um það bil sama forskoti framan af þriðja leik­ hluta. Seint í leikhlutanum náðu þær síðan góðri rispu og 18 stiga forskoti. Snæfell svaraði fyrir sig og minnkaði muninn í ellefu stig fyrir lokafjórðunginn, 40­51. Þar sýndu Snæfellskonur mikla baráttu og færðust stöðugt nær Haukalið­ inu eftir því sem leið nær leikslok­ um. en þær komust aldrei nær en sem nam fimm stigum og máttu að lokum sætta sig við tap, 56­61. emese Vida var stigahæst í liði Snæfels með 15 stig en auk þess reif hún niður 22 fráköst og stal fjórum boltum. Rebekka Rán Karlsdóttir skoraði tólf stig og Chandler Smith var með ellefu stig og 13 fráköst. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði níu stig, Rósa Kristín Indriðadóttir skor­ aði fimm stig og tók fimm fráköst og Veera Pirttinen lauk leik með fjögur stig. Í liði Hauka var Sigrún Björg Ólafsdóttir stigahæst með 14 stig, Lovísa Björt Henningsdóttir skoraði 13 stig og tók níu fráköst, Jannetje Guijt var með tólf stig og fimm fráköst og Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði ellefu stig og tók sex fráköst. Snæfell hefur fjögur stig í sjötta sæti deildarinnar eftir fyrstu fimm umferðir vetrarins. Snæfellskonur mættu KR í Stykkishólmi í gær­ kvöldi, þriðjudaginn 5. nóvember. Sá leikur var hins vegar ekki haf­ inn þegar Skessuhorn fór í prent­ un. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Leikið var í 32 liða úrslitum Geysis bikars karla í körfuknattleik um helgina. Snæfell og Skallagrím­ ur léku á sunnudagskvöld og máttu bæði lið sætta sig við tap í sínum viðureignum. Borgnesingar töpuðu fyrir Sindra í Borgarnesi og Snæ­ fell beið lægri hlut gegn Þór Ak. í Stykkishólmi. Spennuleikur í Borgarnesi Skallagrímsmenn höfðu yfir­ höndina gegn Sindra í fyrri hálf­ leik, komust mest 14 stigum yfir áður en gestirnir minnkuðu mun­ inn í sex stig fyrir hléið, 37­31. Sindri minnkaði muninn í eitt stig snemma í þriðja leikhluta áður en Borgnesingar tóku góða rispu og leiddu með sjö stigum fyrir loka­ fjórðunginn. Gestirnir komu sér upp að hlið heimamanna á fyrstu mínútum fjórða leikhluta og við tóku æsispennandi lokamínútur. Þar hittu gestirnir einfaldlega betur úr skotum sínum en Borgnesingar og því fór sem fór. Sindri vann með 80 stigum gegn 71 og Skallagrímur hefur því lokið keppni í Geysisbik­ arnum að þessu sinni. Kenneth Simms var atkvæða­ mestur í liði Skallagríms með 16 stig, 16 fráköst og átta stoðsending­ ar, Kristján Örn Ómarsson skoraði 14 stig og tók tíu fráköst og Hjalti Ásberg Þorleifsson skoraði 13 stig. Árni Birgir Þorvarðarson var stigahæstur í liði Hornfirðinga með 15 stig og sex fráköst að auki. And­ rée Fares Michelsson skoraði 13 stig, Ignas Dauksys var með 12 stig og sex fráköst, Arnar Geir Líndal skoraði ellefu stig og tók sjö fráköst og Stefan Kriezevic skoraði tíu stig, tók ellefu fráköst og gaf sjö stoð­ sendingar. Einstefna í Stykkishólmi Snæfellingar mættu ofjörlum sín­ um þegar Þór Ak. heimsótti þá í Hólminn. Jafnræði var með liðun­ um framan af fyrsta leikhluta og um hann miðjan leiddu gestirnir með tveimur stigum. Þá náðu Ak­ ureyringar smá rispu og höfðu sjö stiga forskot eftir upphafsfjórðung­ inn, 20­27. eftir það skildu leiðir. Þórsarar settu í fluggírinn og náðu 30 stiga forskoti eftir miðjan annan leikhluta. Snæfellingar komu að­ eins til baka en 25 stigum munaði í hléinu, 33­58 og Þórsarar í einkar vænlegri stöðu. Þeir bættu lítið eitt við forystu sína í þriðja leikhluta en Snæfellingar komu aðeins til baka í lokafjórðungnum. Þegar loka­ flautan gall munaði 22 stigum á liðunum. Þór sigraði með 92 stig­ um gegn 70 og Snæfell hefur lok­ ið þátttöku í bikarkeppninni þetta árið. Guðni Sumarliðason var stiga­ hæstur í liði Snæfells með 15 stig, Brandon Cataldo skoraði 13 stig og tók fimm fráköst og Anders Gabriel Andersteg skoraði tíu stig. Í liði gestanna var Jamal Palmer atkvæðamestur með 16 stig og níu fráköst, erlendur Ágúst Stefáns­ son skoraði 15 stig, Pablo Hernan­ dez Montenegro var með tólf stig, Baldur Örn Jóhannesson ellefu og Júlús Orri Ágústsson skoraði tíu. kgk Töpuðu heima Aníta áfram í marki ÍA ÍA piltar fagna marki í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar. Ljósm. úr safni/ gbh. ÍA og Derby mætast í kvöld Úr leik í bikarnum Skallagrímur og Snæfell töpuðu bæði Marinó Þór Pálmason í leik Skallagríms og Sindra í Borgarnesi. Ljósm. Skallagrímur/ Gunnhildur Lind.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.