Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Qupperneq 4

Skessuhorn - 20.11.2019, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 20194 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Víða leynast samherjar Liðin vika reyndist erfið mörgum sem annt er um almennt velsæmi og heil- brigt viðskiptasiðferði. Hið mjög svo áhugaverða samstarf Ríkisútvarps- ins og Stundarinnar við rannsókn á meintri mútustarfsemi Samherja í Afr- íkulöndum tók verulega á hjá fólki sem enn hefur eitthvað afgangs af rétt- lætiskennd. Það eru sem betur fer flestir. Í það minnsta leið mér illa við að horfa á þennan ítarlega fréttaskýringaþátt. ekki ósvipuð tilfinning og hellt- ist yfir mig þegar íslenski stjórnmálamaðurinn var „böstaður“ í beinni út- sendingu af Sven Bergman, útsendara sænska sjónvarpsins og íslenskum rannsóknablaðamanni, eða þegar komið var upp um viðskiptahætti fyrr- um þingmanns við byggingu Þjóðhildarkirkju í Bröttuhlíð á Grænlandi hér um árið. Gott ef mér leið ekki svipað á degi hrunsins haustið 2008. Það er óþægileg tilfinning að upplifa þegar menn ganga of langt í að skara eld að eigin köku. Og auðvitað á kostnað annarra, jafnvel heilla þjóða. Áskell Þórisson, fyrrum kollegi minn hjá Bændablaðinu, ritaði áhuga- verða hugleiðingu á snjáldurskinnu sína. Hann bendir réttilega á að fram- undan er mesti mútutími ársins. Þegar sendibílstjórar munu banka á dyr verktaka, bankastjóra og framkvæmdastjóra með koníak eða matvæli í gylltum öskjum. Þetta eru gjafir frá þeim sem vilja að munað verði eftir þeim við ákvarðanir sem taka þarf á næsta ári. „Ég þekki mann sem fær svo mikið af fínustu vínum um jólin að hann á í vandræðum með allar mútu- gjafirnar. Hvers vegna hafnar hann ekki fjórtándu flöskunni? Tja, það er nú það,“ spyr Áskell. Sendibílstjóri einn ræddi við Áskel. Sá hafði gott upp úr því að þeytast um höfuðborgarsvæðið með mútugjafir rétt fyrir jólin. Hann var nokkuð klár á því að í pökkunum væri ekki einvörðungu kerti og spil. „Hvenær breytist gjöf í mútur,“ veltir Áskell fyrir sér. Ég tek undir það. Við þekkjum alltof mörg dæmi um slíka frænd- eða vinahygli. Í ýmsum löndum þar sem viðskiptasiðferði er á hærra plani en hérlendist er stjórnmálamönnum, forsvarsmönnum fyrirtækja og jafnvel almennum starfsmönnum einnig bannað að þiggja gjafir hverju nafni sem þær nefnast, stórar sem smáar. Jafnvel í ferðum viðskiptalegs eðlis er þeim bannað að þiggja mat sem greiddur er af viðskiptavini, birgja eða öðrum sem tengjast rekstri og viðskiptum. Þeir mega heldur ekki fjárfesta í hlutabréfum í fyrir- tækjum sem gætu haft hag af viðskiptum við hlutaðeigandi, ekki heldur maki þeirra eða börn. Reglurnar eru kristalskýrar og einfaldar - í útlönd- um. Í ljósi tíðinda síðustu daga þarf engum að koma á óvart að Ísland er kom- ið á gráan lista yfir lönd sem grunuð eru um peningaþvætti og óheiðarlega meðferð fjármuna. Peningaþvætti er náttúrlega ekkert annað en leið ein- hvers til að nota fé, sem stungið hefur verið undan sköttum og skyldum til samfélagsins, í eigin þágu. Máltækið af aurum verði menn apar kristallast þar. Annar angi þessa máls, og ekki síður stór, er þátttaka stórfyrirtækja og hagsmunaafla í rekstri fjölmiðla. Ég tel mig þekkja dæmi þess að fjölmiðl- um er haldið á floti til að gæta hagsmuna eigenda, að skrifaðar séu „réttar“ fréttir eða þá að þær eru alls ekki skrifaðar. Fjáraustur í annarlegum tilgangi þegar fjölmiðlar eru annars vegar er einfaldlega hættulegra lýðræðinu en flest annað. Slíka „samherja“ eiga þó ýmsir fjölmiðlar. Magnús Magnússon Álagningaprósenta á atvinnuhús- næði á Akranesi verður lækkuð frá næstu áramótum, verður 1,4% í stað 1,5804% áður. Þetta er meðal þess sem kom fram þegar fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020 var til fyrri umræðu í bæjarstjórn á fundi 12. nóvember. „Þetta fel- ur í sér raunlækkun fasteignaskatta og lækkun tekna Akraneskaupstað- ar því fasteignamat er að hækka lítið í atvinnulóðum. Við erum jafnframt að lækka lóðarleigu til fyrirtækja um 5,22%,“ segir Sævar Freyr Þráins- son bæjarstjóri um málið á Facebo- ok-síðu sinni. „Akraneskaupstaður sýnir með þessu í verki að við for- gangsröðun í þágu atvinnuupp- byggingar og viljum stuðla að hag- felldu umhverfi fyrir fyrirtæki,“ seg- ir Sævar. Álagningarprósenta vegna íbúð- arhúsnæðis verður einnig lækkuð, úr 0,2865% í 0,2407%, að því er fram kemur kynningu bæjarstjóra fyrir fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Álagt útsvar verður óbreytt, 14,52% sem er hámarksútsvar. Sorp- hreinsunargjald og sorpeyðingar- gjald verður óbreytt en lóðarleiga af nýjum og endurnýjuðum samning- um lækkar frá fyrra ári. Lóðarleiga verður 0,3034% af fasteignamats- verði íbú ðarhúsalóða og 1,199% af fasteignamatsverði atvinnulóða. Fram kemur í kynningu bæj- arstjóra að rekstrarafkoma sam- stæðu bæjarsjóðs sé áætluð 331 milljón króna á næsta ári. Þá má geta þess að útkomuspá gerir ráð fyrir að rekstrarafkoma ársins 2019 verði tæpar 526 milljónir króna. Fjárhagsáætlun næstu ára gerir ráð fyrir því að rekstraraf- koma lækki árin 2020 til 2022, en aukist að nýju á árinu 2023. Bæjarstjórn samþykkti að vísa fjárhagsáætlun ársins 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023, sem og þeim tillögum sem henni fylgja, til síðari umræðu í bæjar- stjórn. kgk/ Ljósm. úr safni. Fjárhagsáætlun ársins 2020 og þriggja ára áætlun var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Stykkishólms á síðasta fundi bæjarstjórnar. Þar kemur fram að búist er við tæp- lega 54,2 milljóna króna afgangi frá rekstri samstæðu bæjarsjóðs á næsta ári. Áætlað er að veltufé frá rekstri verði tæpar 211 milljónir í lok næsta árs og handbært rúmlega 98,1 milljón. Samþykktar voru hækkanir á gjaldskrá sem nema vísitöluhækkun upp á 2,5% milli ára. Útsvar verður óbreytt, 14,52% sem er hámarks- útsvar. Fasteignaskattsprósenta verður 0,41% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, 1,32% á opinberar byggingar (B hluti) og 1,57% á at- vinnuhúsnæði. Lóðarleiguprósenta verður 1,04% í A hluta, 2,15% í C hluta og 6% á ræktunarland. Sorp- hirðugjald hækkar um tvö þús- und krónur, úr 49.600 kr. í 51.600 kr. Fráveitugjöld lækka, úr 0,2% í 0,18% á íbúðarhúsnæði og úr 0,24% í 0,21% á atvinnuhúsnæði. Bæjarfulltrúar Okkar Stykkis- hólms lögðu fram bókun við um- ræðu um fjárhagsáætlun þar sem þeir gagnrýndu meirihluta fyr- ir að hafa aukið lántöku á árinu 2019. Hún var áætluð 45 millj- ónir en var aukin um 58 milljónir og samtals teknar 103 milljónir að láni. Sömuleiðis gagnrýna fulltrú- arnir að frekari lántaka sé áform- uð vegna framkvæmda á kjörtíma- bilinu skv. nýrri fjárhagsáætlun og telja að tekjuaukning bæjarsins á næsta ári sé ofáætluð 8,1%. „Það er einsýnt að fyrir seinni umræðu fjár- hagsáætlunar þarf að draga úr áætl- uðum framkvæmdum á tímabilinu og jafnframt að leita allra leiða til að hagræða enn frekar í rekstri bæj- arins,“ segir í bókun Okkar Stykk- ishólms sem fulltrúi L-listans tók undir. H-listi meirihluta bæjarstjórnar benti í bókun sinni á að fjárhags- áætlun næsta árs væri enn í vinnslu. Þetta væri aðeins fyrri umræða og fjárfestingar yrðu teknar til skoð- unar milli umræðna. „Við viljum benda á að almenn ánægja er með þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á þessu ári,“ segir í bókun meirihlutans. „ekkert gefur tilefni til annars en að bjart sé framundan í fjármálum Stykkishólmsbæjar að öðru óbreyttu, jafnvægi er í rekstri bæjarins og innviðir bæjarfélagsins eru traustir. Þá er jákvætt hversu góð eftirspurn hefur verið eftir lóðum fyrir nýbyggingar og góð- ur gangur hefur verið í atvinnulífi bæjarins.“ kgk Frá Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/ sá. Tekist á um fjárhagsáætlun Raunlækkun fasteignaskatts á fyrirtæki

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.