Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Qupperneq 27

Skessuhorn - 20.11.2019, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 2019 27 Fjárhagsáætlun hverrar bæjar- stjórnar má að sönnu kalla stefnu- mótun til skemmri og lengri tíma í rekstri og framkvæmdum. Á dögunum lagði meirihluti Sam- fylkingar og Frjálsrar Framsókn- ar í bæjarstjórn Akraness fram sína aðra fjárhagsáætlun. Í fyrri umræðu í bæjarstjórn lýsti ég vissum áhyggjum mínum af áætl- uninni, ekki síst þeirri forgangs- röðun sem hún felur í sér í fram- kvæmdum kaupstaðarins. Í kjölfar fundarins urðu tals- verð skrif á samfélagsmiðlum um orð mín og skoðanir á fundin- um og það er af hinu góða. Verra er hins vegar að sú umræða sem fram fór um það sem ég sagði alls ekki á fundinum og skoðan- ir sem ég hef aldrei látið í ljós og eru ekki mínar. einna ómerki- legust var umræðan þegar ég var sakaður um að bera ekki hag og velferð barna og starfsfólks leik- skóla fyrir brjósti. Vilji minn væri að færa klukkuna aftur um 35 ár hvað þennan málaflokk varðar. ekkert er fjarri sanni. Því er rétt að árétta um hvað umræðan í bæj- arstjórn snérist. Á síðasta kjörtímabili mark- aði bæjarstjórn Akraness ákveðna stefnu í uppbyggingu til næstu ára. Fyrst skal þar nefna bygg- ingu frístundamiðstöðvar sem nú er risin. Á eftir kæmi síðan bygging fimleikahúss sem nú rís við íþróttahúsið á Vesturgötu. Þá yrði hafin uppbygging nýrra mannvirkja á Jaðarsbökkum og fyrst yrði þar í röðinni íþróttahús er nýtast mun Grundaskóla. Um þessa forgangsröðun var fullkom- in sátt í bæjarstjórn enda undir- búningurinn vandaður. Þegar fyrsta fjárhagsáætlun nú- verandi meirihluta leit dagsins ljós var horfið frá þessari vönd- uðu forgangsröðun og komin var framarlega í röðina bygging nýs leikskóla þrátt fyrir að niðurstaða fyrirhugaðs skólaþings liggi ekki ennþá fyrir líkt og rætt var um að væri nauðsynleg forsenda slíkr- ar ákvörðunar. Í drögum að fjár- hagsáætlun fyrir árin 2020-2023 sem lögð var fram á dögunum er nauðsynleg uppbygging á Jað- arsbökkum horfin en einblínt á áðurnefnda byggingu nýs leik- skóla og ekki síst vekur athygli að hann skuli eiga að rísa í Skógar- hverfi. Rök meirihlutans fyrir þeirri staðsetningu er sú að þar sé tilbúin lóð og ekki sé tími til þess að finna aðra staðsetningu. Meintur tímaskortur er talinn réttlæta að kasta til höndum við staðarval. Á áðurnefndum bæjar- stjórnarfundi kom ég því á fram- færi á ég hefði af því talsverðar áhyggjur að þarna væri meirihlut- inn í þann mund að taka ranga ákvörðun með breyttri forgangs- röðun og ekki síst staðarval leik- skólans. Fyrir þeirri skoðun minni færði ég eftirtalin rök: Í fyrsta lagi þá er áætlað að veturinn 2020-2021 fækki um 23 börn í þeim árgöngum sem tryggja skal leikskólavist. Í öðru lagi þá er í dag einungis um 17% af leikskólaplássum í því sem við köllum í hverfi Brekku- bæjarskóla á móti 83% í hverfi Grundaskóla. Þetta er í hrópandi ósamræmi við núverandi búsetu barna því 42% af börnum búa í dag í hverfi Brekkubæjarskóla og 58% í hverfi Grundaskóla. Með byggingu nýs leikskóla í Skógar- hverfi skekkist þessi mynd því enn frekar. Í þriðja lagi er ljóst ef þessi vilji meirihluta bæjarstjórnar Akraness með byggingu leikskóla í Skógar- hverfi nær fram að ganga verða 58% af leikskólaplássum á litlum bletti bæjarfélagsins. Sú ráðstöf- un kallar á umtalsverða umferðar- aukningu um Ketilsflöt og Aspar- skóga. Í uppsiglingu er því mikil umferðarteppa þegar öll umferð Skógarhverfis og hluti umferðar frá Flatarhverfi fer um Ketilsflöt á sama tíma að morgni og síðdegis. Við eigum að láta önnur sveitar- félög um umferðarteppur. Í fjórða lagi sú staðreynd að rísi nýr leikskóli í Skógarhverfi verður samhliða byggingu hans að koma vegtenging út á þjóðveg frá Skóg- arhverfi. Í fjárhagsáætlun sjást þess ekki merki að svo verði næstu árin enda mun sú framkvæmd afar kostnaðarsöm, tímafrek og þarf að vinnast í samvinnu og með vilja Vegagerðarinnar. Í fimmta lagi munu tafir á upp- byggingu Jaðarsbakkasvæðis kalla á umfangsmikið viðhald og end- urbætur á húsnæði sem síðar á að rífa samkvæmt tillögum starfs- hóps um þá uppbyggingu. er þá kastað fyrir róða áðurnefndri byggingu nýs íþróttahúss, m.a. fyrir Grundaskóla þar sem væri ný og betri aðstaða fyrir kennara og nemendur auk nýrra búnings- klefa sem nýtast íþróttasvæðinu í heild sinni og tryggja um leið að heimaleikir í efstu deildum knatt- spyrnunnar verði leiknir hér á Akranesi. Með þessum röksemdum tel ég að næsta leikskóla, þegar hans verður þörf, eigi að reisa í hverfi Brekkubæjarskóla. Hins vegar á þegar á næsta ári að hefja vel und- irbúna uppbyggingu Jaðarsbakka- svæðisins og hlúa þannig að starfs- fólki og nemendum í Grunda- skóla. Uppbygging skólamann- virkja hvort sem það á við um leik- eða grunnskóla þarf að fara fram af yfirvegun og rökhyggju. Að hlaupa til slíkra framkvæmda eru ekki ásættanlega vinnubrögð hvort sem horft er til faglegra eða fjárhagslegra sjónarmiða. Það er mikilvægasta hlut- verk okkar bæjarfulltrúa að fara vel með fjármuni okkar og taka ákvarðanir með hagsmuni heild- arinnar að leiðarljósi. Bæjarfulltrúar og íbúar Akra- ness þurfa ekki ávallt að vera sammála. Við megum og eigum að hafa skoðanir og láta þær í ljós. ekki síst þegar við teljum að stefnt sé í ranga átt. Ég frábið mér hins vegar að mér séu gerðar upp skoðanir. Það er öllum vandalaust að kynna sér málin áður en felldir eru dómar um menn og málefni á samfélags- miðlum. Ég er ávallt reiðubúinn að ræða við fólk, hvort sem það er sammála mér eða ekki, þannig að það fái frá fyrstu hendi hverjar mínar skoðanir eru og af hverju ég hef þær. Þó ég sé rúmlega miðaldra íhaldskarlmaður þá er mér nú sem áður annt um velferð allra íbúa á Akranesi og allar mínar ákvarðan- ir/skoðanir miðast við það. ein- mitt þess vegna hef ég verið ákaf- ur talsmaður þess að gerðar séu áætlanir fram í tímann. Höldum okkur síðan við þessar áætlanir. einungis vel ígrunduð nauðsyn réttlætir breytingu þeirra. Aðeins þannig tryggjum við ábyrga með- ferð skattfjár öllum bæjarbúum til heilla. Einar Brandsson Höf. er bæjarfulltrúi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn á Akranesi Síðustu daga hef ég verið afar hugsi yfir þeim endurskoðunarákvæðum sem að ríkisvaldið og Bændasam- tök Íslands undirrituðu þann 25. október sl. um starfsskilyrði í naut- griparækt. eftir fagurorða kynningu á efn- istökum samningsins sem að var í höndum forystu Landssambands kúabænda er ég búin að vera að bögglast með ýmsar pælingar í kollinum sem að mér gengur illa að fá til að ganga upp, öðruvísi en að greinin og margar byggðir landsins hljóti skaða af. Það er mín skoðun. „ef-in“ í þessum nýundirritaða samningi eru fyrir það fyrsta að mínu mati of mörg og er það mín tilfinning að ekki hafi verið gefinn sér sá tími sem að til þurfti til að leggja fyrir okkur bændur fullbú- inn samning, að mestu lausan við þessi blessuðu „ef“. Í einum lið samningsins er t.d. minnst á það að eitthvað eigi að gera til að styrkja stöðu minni bú- anna í landinu. Hvað það er veit enginn. Þessu máli var vísað í nefnd vegna tímaskorts og á nefnd- in að skila niðurstöðu á vordögum. Hver semur um svona óvissu nema honum sé bara sama um minni búin? Að minnsta kosti held ég að ekki nokkur samninganefnd önnur en bænda léti bjóða sinni stétt upp á annað eins. Auk þess fá verðlags- mál sömu meðferð. Kemur í ljós í vor, takk! Og bara allir sáttir eða? Atriði eins og fyrirkomulag greiðslumarks markaðar eru ein- kennilegt og verulega vegið að ný- liðum greinarinnar sem skv. þess- um nýja samningi hafa forgang að 5% þess greiðslumarks sem er á markaði hverju sinni. Fyrirkomu- lag greiðslumarksviðskiptanna þykir mér einnig afar umhugsunar- verð. Það að setja á markað þar sem að verðið á að ráðast af svokölluðu jafnvægisverði en þó með þeim varnagla að hámarksverð verði sett á ef þurfa þykir. Af hverju er þetta hámarksverð ekki sett á strax? Af hverju í ósköpunum mega við- skipti með greiðslumark ekki bara vera frjáls? Þá getur seljandi ákveð- ið það sjálfur hvort hann vilji styðja við sína heimabyggð með því að selja greiðslumarkið á umsömdu verði innan héraðs, nú eða hann selur bara þangað sem að hann vill. Þannig er mögulegt að að koma í veg fyrir að greiðslumark safnist að miklu leyti saman á ákveðin svæði, svæði þar sem aðgengi að fjár- magni er gott. Svæði eins og erps- fjörð í íslensku bíómyndinni Hér- aðinu. Og þá að verðinu. Af hverju er mér sem kúabónda ekki treyst til þess að meta það sjálf, ásamt mín- um lánveitanda, komi til þess að ég þurfi að leita á náðir hans, hvaða verði minn búrekstur hefur bol- magn til að kaupa greiðslumark á? Þessi forræðishyggja er mér óskilj- anleg. Það er gott á þessum tíma- punkti að það komið fram að ég er fylgjandi greiðslumarki og kaus með því fyrr á árinu. Oft hefur verið talað um að ekki sé uppi rétt mynd á því hver eftir- spurn og framboð á greiðslumarki er. Með sanni má segja að frost hafi verið á markaðinum sl. ár. Hvorki kemst fólk út úr greininni sem það vill og svo er ekki mögulegt að kom- ast yfir greiðslumark fyrir þann sem vill kaupa það. Ég hreinlega spyr mig að því hvort að slagurinn um greiðslumark eins og fyrirkomu- lagið er hugsað í þessum samningi, verði ekki svo harður að þeir sem að nægt fjármagn hafa á bakvið sig og eru jafnan kenndir við ákveð- inn fjörð á Íslandi bjóði ekki svo hátt verð að ég verði hreinlega að fara að smala þeim bændum saman sem ekki þurfa eða ætla að kaupa greiðslumark og fá þá til að leggja inn tilboð í þann fjölda lítra sem að sækjast má í hverju sinni og bjóða t.d. 1 kr. á líterinn til að halda verð- inu niðri á þessu jafnvægisverði og að greiðslumarkið dreifist sem best um landið? Þetta er allavega ekki að fara að varpa réttu ljósi á mark- aðsaðstæður hverju sinni. ef að ég eða hver annar kúabóndi get sam- ið sem seljandi og kaupandi, maður á mann þá hlýtur það að vera ein- faldasta leiðin. ef að það er verið að spá í því að markaður þurfi að vera til að nýliðar hafi forgang að sínum 5% sem að í boði eru hverju sinni þá held ég að það mætti nú bara sleppa því. Það er mín trú að í maður á mann viðskiptum sé nýliðum auðveldaður aðgangur að greiðslumarki miðað við þetta kerfi. Mig langar að setja dæmið upp á mjög einfaldan hátt. Í sömu sveit eru tveir framleiðsluaðilar í mjólk- urframleiðslu og þeirra tími til að stíga til hliðar er kominn. Öðrum aðilanum er sama um það hvert greiðslumarkið sem að hann er að selja fer. Hinum aðilanum er mjög umhugað um það að greiðslumark- ið haldist innan sveitar eða héraðs. Ungir bændur búa á þremur bæj- um í nágrenninu við hina tvo og aðstæður eru misjafnar á milli bæja hvað aðstöðu og greiðslumarkseign varðar og vill aðilinn selja þeim sitt greiðslumark, á því verði sem að hann að sjálfsögðu sættir sig við, til að styrkja stöðu ungu bændanna og stöðu samfélagsins um leið. Báðar aðferðir við sölu eru góðar og gild- ar og gerðar í takt við hugsun hvers seljanda. Af hverju má kerfið okkar ekki vera frjálst? Dagsetningin 25. október spil- ar stóra rullu í efnistökum samn- ingsins. Hann var jú undirritaður þennan dag en þar var líka dreg- in lína sem lokar fyrir tilfærslu greiðslumarks á milli lögbýla í eigu sama aðila. Búið var að taka fyrir þessa flutninga fyrr á árinu en svo var þessi dagsetning fundin til að „skera einhverja kúabændur niður úr snörunni“, eins smekklega og það nú hljómar, og komist var að orði í kynningunni á samningnum. Ég set verulega stórt spurningar- merki við þessa dagsetningu og spyr mig hreinlega að því, eins og örugglega margir aðrir, hvort það sé möguleiki á að stórir greiðslu- markseigendur eigi þar hlut að máli og hafi jafnvel getað haft áhrif á að þessi lína sem að dregin var í júní fyrr á árinu var færð aftur til 25. október og þeim þar af leið- andi gert það kleift að geta gripið til einhverra aðgerða sér og sinni byggð í hag, á bak við luktar dyr. Það er eitthvað verulega loðið við þetta að mínu mati. Ég hvet alla kúabændur til að íhuga það vandlega hvort að þetta sé virkilega það sem við viljum láta bjóða okkur uppá. Byrjum á því að fá botn í það um hvað er verið að semja. Ég ætla að segja nei við þessum hálfkláraða samningi í komandi at- kvæðagreiðslu. Sigurbjörg Ottesen Höf. er kúabóndi á Hjarðarfelli í Eyja- og Miklaholtshreppi Pennagrein Satt og ósatt, sagt og ósagt Pennagrein Ég kýs á móti hálfkláruðum samningi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.