Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Síða 29

Skessuhorn - 20.11.2019, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 2019 29 Hvalfjarðarsveit – miðvikudagur 20. nóvember Hunang, te og kertaljós kl. 20:00 á Bjarteyjarsandi. Álfheiður Marinós- dóttir býflugnabóndi kynnir hunangs- framleiðslu í máli og myndum. Lífrænt te og hunang á boðstólnum. Stykkishólmur – fimmtudagur 21. nóvember Lúðrasveit Stykkishólms heldur sína árlegu hausttónleika í Stykkishólms- kirkju kl. 18:00. Bæði Litla og Stóra Lúðró koma fram og hafa sjaldan ver- ið betri. Stjórnendur eru þau Martin Markvoll og Anastasia Kiakhidi. Allir eru hjartanlega velkomnir og enginn aðgangseyrir! Borgarnes – fimmtudagur 21. nóvember Skallagrímur fær Sindra í heimsókn í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikið verð- ur í Borgarnesi kl. 19:15. Grundarfjörður – fimmtudagur 21. nóvember Leshópskonur í Grundarfirði verða með bókaspjall í Sögumiðstöðinni frá kl. 20:00 til 22:00. Þar verður úrval af nýjustu jólabókunum til sýnis, kafað verður örlítið í nýútkomin Bókatíðindi og Sunna á bókasafninu verður með glænýjar bækur til útláns. Jólaglögg og kaffi á vægu verði og heimabakað- ar smákökur. Endilega látið sjá ykkur. Akranes – föstudagur 22. nóvember ÍA og ÍR B mætast í 2. deild karla í körfu- knattleik. Leikurinn fer fram í íþrótta- húsinu við Jaðarsbakka og hefst kl. 19:15. Rif – föstudgaur 22. nóvember Villi Neto og Stefán Ingvar gera upp æsku sína, menntun og uppeldi í nýrri uppistandssýningu í Frystiklefanum frá kl. 20:00-23:00. Villi ólst upp í hitan- um í Portúgal í heitu loftslagi og heitu félagslífi. Flutti síðan til Íslands 14 ára gamall í kuldann, kalt loft og fáa vini. Hann hefur verið í menningarsjokki síðan. Stefán Ingvar var skakkur frá því að hann var 16 ára þangað til að hann rankaði við sér 22 ára gamall, í sviðs- listanámi, og dreif sig í meðferð. Síð- an þá hefur hann reynt að vinna úr gremjunni sinni en það gengur ekk- ert vel. Kynnir kvöldsins er Hákon Örn Helgason, hann er sviðslistamaður og spunaleikari í Improv Ísland. Miðasala á tix.is. Grundarfjörður – laugardagur 23. nóvember Berjumst með Beggu. Berglind Jós- epsdóttir greindist með krabbamein í júní síðastliðnum og í crossfit stöðinni BOX7 ætla Grundfirðingar og aðrir að sýna samstöðu og róa 500 kílómetra til styrktar Beggu. Crossfit stöðin verð- ur opnuð kl. 8:00 og verður opin þar til búið er að róa 500 kílómetra. Allir sem geta eru hvattir til að koma og róa og leggja málefninu lið. Borgarbyggð – laugardagur 23. nóvember Opnun samsýningar fjögurra kvenna með tengingu í Borgarfjörð: Elísa- bet Haraldsdóttir, Harpa Einarsdóttir, Ingibjörg Huld Halldórsdóttir og Ósk Gunnlaugsdóttir. Þema sýningarinn- ar er Brák, ambáttin, örlög hennar og þýðing sögunnar fyrir ímynd og sjálfs- mynd kvenna á Íslandi, ekki síst í Borg- arfirðinum. Opnun frá kl. 13:00-16:00. Hvanneyri – laugardagur 23. nóvember Íslandsmeistarakeppni í matarhand- verki verður haldið á Hvanneyri. Mat- arhandverksmenn allstaðar af land- inu koma og keppa í ýmsum flokkum. Meðfram keppninni geta gestir og gangandi kynnt sér matarhandverk sem verða til sýnis. Nánari upplýsingar á www.matarhatid.is og í auglýsingu hér í blaðinu. Borgarnes – laugardagur 23. nóvember Skallagrímur B mætir Vestra B í 3. deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í Borgarnesi kl. 17:30. Akranes – sunnudagur 24. nóvember Tónleikar með Hildigunni Einarsdóttur messósópran og Guðrúnu Dalíu Sal- ómonsdóttur píanóleikara í Vnaminni kl. 16:00. Íslenska sönglagið verður skoðað, allt frá fyrsta íslenska sönglag- inu sem vitað er um til tónsmíða 20. aldar, til splunkunýrra tónsmíða Páls Ívans frá Eiðum sömdum sérstaklega fyrir þetta tilefni. Hann mun velta fyr- ir sér arfleið íslenska sönglagsins og enduróma það í samtímanum. Að- gangseyrir kr. 3.000. Miðasala við inn- gang. Hvalfjarðarsveit – þriðjudagur 26. nóvember Súputónleikar frá kl. 18:00-20:00 á Bjarteyjarsandi. Söngnemendur Tón- listarskóla Akraness heimsækja sveit- ina. Einbýlishús til sölu Til sölu einbýlishús við Lækjarhvamm 13 í Búðardal. Upplýsingar á gullhamr- ar@hotmail.com. Borgarnes dagatalið 2020 Veggdagatal með 13 myndum úr Borgarnesi. Skoða má myndirnar og fá upplýsingar á slóðinni: www.hvitatra- vel.is/dagatal. Dagatalið fæst nú líka á OLÍS í Borgarnesi. Kettlingur óskast Óska eftir kettlingi á gott kattvænt heimili. Uppl. í síma 618-9617. Á döfinni Nýfæddir Vestlendingar Markaðstorg Vesturlands TIL SÖLU 29. október. Drengur. Þyngd: 3.968 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Rakel Ösp Björnsdóttir og Sveinn Rafn Hinriksson, Kópavogi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Vinnur þú við verslun og þjónustu eða hefur reynslu af því? Langar þig til að styrkja stöðu þína á vinnumarkaði eða bæta við menntun þína? Ef þú ert orðin/orðinn 23 ára og hefur unnið verslunar- og þjónustustörf í þrjú ár eða lengur og ekki lokið formlegri menntun? Þá ættir þú að lesa áfram og kynna þér málið. Raunfærnimat er gagnleg leið fyrir fólk til þess að kortleggja færni sína og auka möguleika sína á ýmsum sviðum. Matið fer þannig fram að þátttakendur skrá sig í viðtal hjá náms- og starfs- ráðgjafa hjá SMV þar sem farið er yfir stöðu og færni skráð. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfs- ráðgjafi og verkefnastjóri Símenntunarmiðstöðvarinnar s. 863-9124 eða tölvupósti; vala@simenntun.is Raunfærnimat í Verslunarfulltrúanum Getum bætt við okkur fleirum… SK ES SU H O R N 2 01 9 SK ES SU H O R N 2 01 9 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar Velferðar- og mannréttindasvið Sérhæft úrræði með börnum.• Skóla- og frístundasvið Viltu vinna með börnum? Leitað eftir dagforeldrum til starfa• Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublaði má finna á www.akranes.is/lausstorf. 31. október. Drengur. Þyngd: 4.088 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Mar- grét Dagbjört Guðlaugsdóttir og Barzan Abdulla, Grundarfirði. Drengurinn hefur fengið nafnið Mikael Snær. 8. nóvember. Drengur. Þyngd: 3.930 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Kristín Bessa Sævarsdóttir og Jó- hannes Stefánsson, Hellissandi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is ÓSkaST keypT

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.