Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2019, Qupperneq 31

Skessuhorn - 20.11.2019, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 20. nóVeMBeR 2019 31 Kylfingurinn Bjarki Pétursson úr Borgarnesi komst ekki í gegnum niðurskurðinn á lokastigi úrtöku- móts fyrir evrópumót karla. Loka- hringurinn var leikinn á mánu- dag. Bjarki var fyrir lokahringinn á tveimur höggum yfir pari og þurfti því á mjög góðum hring að halda til að komast í gegnum niðurskurðinn, sem miðaðist við fjögur högg und- ir pari. Bjarki fór síðasta hringinn á einu yfir pari. Hann lauk því leik samtals á þremur yfir pari og komst ekki áfram að þessu sinni. kgk Skallagrímur tapaði naumlega gegn Hetti, 92-89, í æsispennandi leik í 1. deild karla í körfuknattleik á mánudagskvöld. Leikið var austur á egilsstöðum. Heimamenn byrjuðu leikinn með látum og leiddu með tíu stigum eft- ir fjögurra mínútna leik. Þá tóku Skallagrímsmenn við sér, minnk- uðu muninn snarlega og voru að- eins þremur stigum á eftir þeg- ar upphafsfjórðungurinn var úti, 27-24. Höttur leiddi með nokkrum stigum framan af öðrum leikhluta, en þegar leið nær hálfleiknum tóku Borgnesingar forystuna. Þeir kom- ust mest sjö stigum yfir seint í leik- hlutanum en Höttur lauk fyrri hálf- leik með góðri rispu svo aðeins munaði einu stigi í hléinu. Borg- nesingar leiddu, 46-47. Skallagrímsmenn höfðu yfir- höndina í þriðja leikhluta. Þeir komust í sjö stiga forskot þegar komið var fram yfir hann miðjan, en heimamenn náðu að minnka muninn í fjögur stig fyrir lokafjórð- unginn. Þar gerði Höttur ítrekað atlögu að forystu Skallagríms, en Borgnesingar stóðu hvert áhlaupið á fætur öðru af sér. Þegar rétt rúm mínúta lifði leiks leiddi Skallagrím- ur með einu stigi, þegar heima- menn settu niður þriggja stiga skot og tóku forystuna. Þeir skoruðu næstu tvær körfur til viðbótar áður en Borgnesingar náðu að svara og tókst þannig að stela sigrinum á lokamínútunni. Lokatölur voru 92-89, Hetti í vil. Kristján Örn ómarsson var stigahæstur í liði Skallagríms með 20 stig og hann tók fimm fráköst að auki. Davíð Guðmundsson skoraði 14 stig, Kenneth Simms skoraði 13 stig og tók ellefu fráköst, Marinó Þór Pálmason skoraði 13 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsend- ingar, Isaiah Coddon skoraði ellefu stig, Kristófer Gíslason var með tíu stig og fimm fráköst, Arnar Smári Bjarnason og Ásbjörn Baldvinsson skoruðu þrjú stig hvor og Hjalti Ás- berg Þorleifsson skoraði tvö. eysteinn Bjarni Ævarsson skor- aði 20 stig og tók sjö fráköst fyrir Hött og Matej Karlovic skoraði 20 stig einnig. David Guardia Ramos skoraði 19 stig og tók átta fráköst, Dino Stipcic skoraði 13 stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsending- ar og Marcus Jermaine Van skoraði tólf stig og tók 16 fráköst. Borgnesingar verma botnsæti deildarinnar með tvö stig, jafn mörg og Snæfell og Sindri í sætun- um fyrir ofan en eiga leik til góða á Snæfellinga. næsti leikur Skalla- gríms er gegn Sindra í Borgarnesi á morgun, fimmtudaginn 21. nóvem- ber. kgk/ Ljósm. úr safni/ Skallagrímur Snæfellingar þurftu að lúta í gras gegn Breiðabliki, 116-85, þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á mánudagskvöld. Leikið var í Kópavogi. Blikar voru mun öflugri í upphafsfjórðungnum og náðu snemma leiks afgerandi forystu. Snæfell kom aðeins til baka seint í leikhlutanum en heimamenn áttu lokaorðið og leiddu með 14 stigum þeg- ar leikhlutinn var úti, 30-16. Heimamenn juku forskot sitt hægt en örugglega í öðrum fjórðungi og leiddu með 25 stigum í hléinu, 65-40. Áfram breikkaði bilið milli liðanna efitr hléið. Blik- ar héldu áfram að bæta við í þriðja fjórðungi og voru komnir 34 stigum yfir áður en hann var úti, 94-60. Snæfell- ingar áttu sinn besta leikhluta í þeim fjórða en það hafði lít- ið að segja. Blikar sigruðu með 116 stigum gegn 85. Brandon Cataldo var at- kvæðamestur í liði Snæfells með 30 stig og ellefu fráköst. Anders Gabriel Andersteg skoraði 18 stig og Ísak Örn Baldursson var með 14 stig. Benjamín ómar Kristjáns- son, Pavel Kraljic og Aron Ingi Hinriksson skoruðu sjö stig hver og Viktor Brimnir Ásmundarson var með tvö stig. Árni elmar Hrafnsson skoraði 25 stig, tók fimm frá- köst og gaf sex stoðsending- ar í liði Breiðabliks. Larry Thomas var með 19 stig, tólf fráköst og sjö stoðsend- ingar, Sveinbjörn Jóhann- esson skoraði 13 stig, Alex Rafn Guðlaugsson skoraði ellefu og Dovydas Strasuns- kas skoraði tíu stig og tók sex fráköst. Snæfellingar sitja eftir leik- inn í áttunda sæti, með jafn mörg stig og Skallagrím- ur í sætinu fyrir neðan og Sindri í sætinu fyrir ofan, en hafa leikið einum leik meira en Borgnesingar og tveim- ur meira en Hornfirðingar. næsti leikur Snæfells er úti- leikur gegn Vestra föstudag- inn 29. nóvember næstkom- andi. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Spánverjann Franc- isco Garcia um að taka að sér yfir- þjálfun yngri flokka hjá félaginu. Francisco mun halda utan um allt faglegt starf innan deildarinnar, bæði hvað varðar þróun leikmanna sem og þjálfara, ásamt því að sinna einstaklingsþjálfun og þjálfa yngri flokka Skallagríms. Samið var við Francisco til þriggja ára. Francisco á að baki fjölbreyttan þjálfaraferil. Hann hefur þjálfað bæði meistaraflokka og yngri flokka í heimalandinu Spáni. Hann þjálf- aði í fjögur ár í úrvalsdeild kvenna á Spáni og hefur einnig starfað sem þjálfari í Danmörku og Finnlandi. Auk þess hefur hann þjálfað lands- lið Indlands og U14 og U18 ára landslið kvenna á Spáni. Á Facebook-síðu Skallagríms er haft eftir Francisco að hann sé spenntur að takast á við nýja áskor- un. Hann hafi alltaf verið þeirrar skoðunar að styrkur hvers íþrótta- liðs byggi á sterku yngri flokka starfi og hann muni reyna að leggja sitt af mörkum á þeim vettvangi. Hann sér fram á uppbyggingu í yngri flokka starfinu. Reynt verði að búa til leikmenn fyrir meistaraflokkslið Skallagríms. Slíkt muni kosta tíma, þolinmæði og vinnusemi. Jafnframt er haft eftir Pálma Þór Sævarssyni, formanni yngri flokka ráðs Skallagríms, að hann sé ánægð- ur með komu Franciscos til félags- ins. Hann hafi kynnst Francisco ágætlega í gegnum árin og segir að þar fari léttur og skemmtilegur fír með mikla reynslu og ástríðu fyrir leiknum. „Það er gríðarlega stórt skref fyrir okkur að fá svona mann inn í yngri flokka starfið til lengri tíma og byggja ofan á þá flottu upp- byggingu sem verið hefur hjá okkur undanfarin ár,“ segir Pálmi. kgk Víkingur ó. hefur samið að nýju við enska knattspyrnumanninn James Dale og gildir samningur- inn út keppnistímabilið 2020. Jam- es er 25 ára gamall og leikur stöðu miðjumanns. Hann kom til Víkings í maí síðastliðinum og lék með liði ólafsvíkinga í 1. deild karla síðasta sumar. Þótti hann standa sig vel og hefur félagið því samið við hann að nýju. „Stjórn knattspyrnudeildar Víkings ó. lýsir yfir mikilli ánægju að hafa tryggt sér þjónustu hans eitt ár til viðbótar,“ segir á Facebook- síðu félagsins. kgk Ungmennafélag Grundarfjarð- ar tók á móti Ými í fyrstu deild kvenna í blaki fimmtudaginn 14. nóvember síðastliðinn. Liðin voru í sitthvorum hluta deildarinnar en Ýmir er við toppinn á meðan Grundarfjörður er í neðri hlutan- um. Ljóst var frá byrjun að heima- menn ætluðu að selja sig dýrt og byrjuðu af miklum krafti. Grund- firsku stelpurnar komust í 9-2 áður en gestirnir tóku við sér og náðu að jafna hrinuna 9-9. Liðin skiptust svo á að leiða en UMFG tókst svo að lokum að sigra 25-21 og kom- ast í 1-0 í leiknum. Í annarri hrinu var nokkuð jafnræði með liðunum en gestirnir höfðu þó yfirhöndina í restina og unnu aðra hrinu 25-20 og jöfnuðu þar með leikinn 1-1. Í þriðju hrinu voru Ýmiskonur með yfirhöndina allan tímann og leiddu nokkuð örugglega. Þeirri hrinu lauk með 25-16 sigri gestanna og þær því komnar með forystu 2-1 í leiknum. Í fjórðu hrinu komu Grundfirðingar grimmari til leiks og var hrinan í járnum allt til loka en heimamönnum tókst að jafna metin 2-2 með því að sigra fjórðu hrinuna 25-21 og því þurfti odda- hrinu til að fá úrslit. Oddahrinan var í járnum allan tímann þangað til í lokin er gestirnir voru komnir í 14-10 og þurftu því aðeins 1 stig til að sigra leikinn. Heimamenn reyndu hvað þær gátu og náðu að minnka muninn í 14-12 en þá náðu Ýmisstúlkur að skora síðasta stigið og sigruðu því í æsispenn- andi viðureign 3-2 og skutust því í toppsætið. Ungmennafélag Grundarfjarð- ar er í 9. sæti af 12 og leggur land undir fót um næstu helgi og fer norður til að etja kappi við Völsung á Húsavík 23. nóvember og dag- inn eftir halda þær á Siglufjörð og sækja lið BF heim. Það verður því nóg um að vera um næstu helgi hjá liðinu. tfk Bjarki komst ekki áfram James Dale í leik með liði Ólafsvíkinga í sumar. Ljósm. Víkingur Ó. James Dale áfram hjá Víkingi Borgnesingar rændir sigrinum Körfuknattleiksþjálfarinn Francisco Garcia. Francicso Garcia ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Æsispennandi blakleikur í Grundarfirði Einstefna í Kópavoginum

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.