Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Page 2

Skessuhorn - 11.12.2019, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 20192 Það þarf vart að minna á að jólin eru alveg að koma en þó er gott að minna fólk á að engum þarf að leiðast í aðdraganda hátíðarinnar. Það er margt skemmtilegt í gangi í landshlutanum og má þar sem dæmi nefna Jólagleði í Garðalundi, jólaball á Hótel Glym, jólatónleika í Stykkishólmskirkju og fleira. Upp- lýsingar um fleiri viðburði má sjá í döfinni hér aftar í blaðinu. Á morgun er útlit fyrir norðlæga átt 13-18 m/s og snjókomu eða él, en þurrt að kalla á Suður- og Suð- vesturlandi. Frost á bilinu 2-10 stig. Á föstudag er spáð norðlægri átt og köldu veðri. Sgöku él norð- antil á landinu en að mestu bjart sunnanlands. Á laugardag er spáð norðaustlægri eða breytilegri átt og víða bjart með köflum en stöku él norðvestanlands um kvöldið. Herðir frekar á frosti. Á sunnudag er útlit fyrir norðaustlæga átt og él á víð og dreif og frost 2-12 stig, kaldast í innsveitum. Á mánudag er spáð áframhaldandi norðanátt og snjókomu eða él. en úrkomulít- ið á sunnanverðu landinu. Á vef Skessuhorns voru lesendur spurðir hvort þeir sendi jólakort í ár. Flestir, eða 58%, ætla að sleppa því. 26% sögðust ætla að senda nokkur jólakort og 16% ætla að senda mörg kort í ár. Í næstu viku er spurt: Hvað er það besta við jólin? Þráinn Ólafsson lætur af störfum á áramótum eftir 45 ára starf sem slökkviliðsmaður, þar af 14 ár sem slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akra- ness og Hvalfjarðarsveitar. Þráinn er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Jólablaðið í næstu viku VESTURLAND: Miðviku- daginn 18. desember kemur Jólablað skessuhorns út. Það er stærsta blað ársins hjá útgáf- unni og jafnframt síðasta tölu- blað ársins. Vegna umfangs eru lesendur hvattir til að senda efni tímanlega inn til birtingar, á netfangið skessuhorn@skessu- horn.is. Þarf það að berast í síð- asta lagi föstudaginn 13. des- ember. sömuleiðis þurfa aug- lýsingapantanir að berast fyr- ir sama tímafrest. Netfangið er: auglysingar@skessuhorn.is og síminn sem fyrr 433-5500. Fyrsta tölublað á nýju ári kemur svo út 8. janúar 2020. -mm Ölvun við akstur HVALFJSV: Ökumaður missti stjórn á bíl á Vesturlandsvegi til móts við Lyngholt með þeim afleiðingum að bíllinn valt og loftpúðar sprungu út. Tilkynn- ing barst neyðarlínu skömmu fyrir kl. 18 og fór lögreglubíll og sjúkralið frá Akranesi á vett- vang. Þar hitti lögreglan öku- manninn sem vitist vera und- ir áhrifum áfengis. Gengið var úr skugga um að ökumaður- inn væri ómeiddur og hann svo handtekinn og farþegi í bíln- um var fluttur með sjúkrabíl á HVe. -arg Kúabændur sam- þykktu endur- skoðun LANDIÐ: Mikill meirihluti kúabænda, eða 76% þeirra sem kusu um samkomulag bænda og stjórnvalda um endurskoðun nautgripasamnings, samþykktu samkomulagið. Atkvæða- greiðslu lauk á miðvikudag- inn í liðinni viku. Ríflega 22% bænda höfnuðu samkomulag- inu. „Já“ sögðu 447 eða 76%. „Nei“ sögðu 132 eða 22,5%. Níu tóku ekki afstöðu. ef að- eins eru teknir þeir sem afstöðu tóku þá var samkomulagið sam- þykkt með 77,2% atkvæða. Á kjörskrá voru 1.332 en atkvæði greiddu 588, eða 44,1%. At- kvæðagreiðslan fór fram með rafrænum hætti en upplýsingar um samkomulagið eru aðgengi- legar á vef bændasamtakanna, bondi.is. -mm Veðurhorfur BOSE NC 700 ÞRÁÐLAUS HEYRNARTÓL • Allt að 20 klst. rafhlöðuending • Google Assistant • Útiloka umhverfishljóð 7942970100 7942970300 7942970400 52.895 EÐA 4.967 KR. Í 12 MÁNUÐI Á 0% VÖXTUM - ALLS 59.606 KR. - ÁHK 24.15% ný varaheyrnartólin á elko.is þú færð öll bestu sendum um land allt Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar var til síðari umræðu í sveitarstjórn á fundi hennar 26. september síð- astliðinn. Áætlað er að rekstrarafgangur samstæðu A og b hluta verði 123,5 milljónir króna. eigið fé sveitar- félagsins í árslok er áætlað að verði 3.147,9 milljónir króna og hand- bært fé í árslok 979,9 milljónir. Af- borganir langtímalána eru áætlað- ar 6,5 milljónir á næsta ári, en ekki er ráðgert að taka ný langtímalán á árinu. Útsvarsprósenta var ákveðin 13,69%, sem er talsvert undir há- marksútsvari sem er 14,52%. Lóðarleiga í þéttbýli verður 1,0% af fasteignamati. Álagning fast- eignaskatts í A flokki verður 0,4% af fasteignamati og lækkar úr 0,44% frá fyrra ári. Í b flokki verð- ur hún 1,32% af fasteignamati og 1,65% í C flokki. Gjalddagar fast- eignaskatts og fasteignagjalda verða átta talsins, frá febrúar til og með september og þjónustuskrár hækka miðað við vísitöluhækkanir, þó aldrei meira en 2,5% sbr. lífskjara- samningana svokölluðu. kgk Við bakkahvamm í búðardal stend- ur yfir bygging á fimm íbúða rað- húsi. Fyrirtækið Hrafnshóll ehf. stendur að framkvæmdunum sem hófust um miðjan nóvember. „Þetta verður einingahús sem mun rísa nokkuð hratt svo þetta ætti ekki að taka langan tíma,“ segir Þórður Már sigfússon, skipulagsfulltrui í Dalabyggð. stefnt er að því að íbúð- irnar verði að mestu tilbúnar þegar steinunn Inga Óttarsdóttir hef- ur verið skipuð í embætti skóla- meistara Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranessi. Greint var frá þessu á föstudag. steinunn er skip- uð af svandísi svavarsdóttur, sett- um mennta- og menningarmála- ráðherra í málinu. skipunartím- inn er fimm ár, frá og með 1. janú- ar næstkomandi. Fjórar umsóknir bárust um embættið þegar það var auglýst. steinunn Inga er starfandi fram- kvæmdastjóri Félags framhalds- skólakennara og var áður áfanga- stjóri bóknáms við Menntaskólann í Kópavogi. Hún hefur meistara- próf í hagnýtri menningarmiðlun, diplóma í vettvangsnámi í stjórnun framhaldsskóla, diplóma í mann- auðsstjórnun, MA í íslenskum bók- menntum, M.Paed í íslensku og lauk kennaraprófi b.ed. árið 1991. kgk Raðhús í byggingu í Búðardal líður á næsta vor eða í byrjun sum- ars. Hrafnshóll ehf. úthlutar tveim- ur íbúðum og hinar þrjár verða í eigu Dalabyggðar, en þær tengj- ast landsbyggðarverkefni Íbúða- lánasjóðs. „Tvær íbúðir á vegum Hrafnhóls eru þegar komnar í al- menna auglýsingu á fasteignamark- aðnum. sveitarfélagið hefur fund- ið fyrir miklum áhuga á íbúðunum og Hrafnshóll hefur sýnt áhuga á að koma að öðru svona verkefni í búðardal ef eftirspurn verður mik- il,“ segir Þórður. Í raðhúsinu verða þrjár minni íbúðir, um 75 fermetrar að stærð, og tvær stærri, um 90 fermetrar. „Það er alltaf gaman þegar farið er í svona framkvæmdir og uppbygg- ingu í litlu sveitarfélagi eins og okk- ar,“ segir Þórður og bætir því við að í deiliskipulaginu sem var samþykkt fyrir byggingu hússins séu fleiri lóðir í bakkahvamminum skipu- lagðar undir íbúðarhúsnæði. „Það er því alveg nóg af lóðum tilbúnar í búðardal hafi fólk áhuga á að byggja. eftir áramót gerum við ráð fyrir að annað deiliskipulag öðlist gildi með fleiri lóðum, við borgar- brautina sem er miðsvæðis í bæn- um. Það er því alveg nóg af bygg- ingarlóðum hjá okkur,“ segir Þórð- ur að endingu. arg/ Ljósm. kgk. Raðhús er að rísa við Bakkahvamm í Búðardal. Steinunn Inga stýrir FVA Búist við afgangi frá rekstri Frá Hvalfirði. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.