Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Page 19

Skessuhorn - 11.12.2019, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓbeR 2019 19 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Þaktúður• Hurðastál• Áfellur• Sérsmíði• Viðgerðir• Málmsuða• www.blikkgh.is • blikkgh@blikkgh.is • Akursbraut 11b • 431-2288 FJÁRÖFLUNAR BINGÓ FYRIR ÚTSKRIFTARFERÐ, NEMENDA FVA Jóla 1 SPJALD 1000KR 2 SPJÖLD 1500KR 3 SPJÖLD 2000KR MÁNUDAGINN 16 DESEMBER KLUKKAN. 19:00 Í SAL FVA VEITINGAR VERÐA TIL SÖLU Á STAÐNUM FULLT AF FRÁBÆRUM VINNINGUM slökkviliðsins meira en átta þúsund íbúar og um 500 sumarbústaðir eru í Hvalfjarðarsveit. Iðnaðarsvæðið á Grundartanga er síðan sér kapítuli út af fyrir sig. starfssvæði slökkvi- liðsins er stórt að flatarmáli og á góðum sumardegi gætu verið allt að ellefu þúsund manns innan þess, ef allt er talið. Þá eru ótalin Hval- fjarðargöng, sem meira en sjö þús- und bílum er ekið um á hverjum degi að jafnaði,“ segir slökkviliðs- stjórinn. „Óskastaðan er að slökkvi- lið Akraness og Hvalfjarðarsveit- ar verði gert að atvinnuslökkvliliði fyrr en síðar. Miðað við umfangið þá tel ég að það væri rétt, bæði með tilliti til íbúafjölda, áhættuþátta og stærð svæðisins,“ segir hann. One Seven byltingin Aðspurður segir Þráinn að stærstu atburðirnir í tíð sem slökkviliðs- stjóri hafi báðir átt sér stað árið 2013. Annars vegar þegar Magn- ús sH brann í skipasmíðastöð Þor- geirs og ellerts í júlí og hins veg- ar þegar Trésmiðja Akraness brann nánast til kaldra kola í septem- ber. „Þetta voru tveir stórbrunar á Akranesi á þessu eina ári,“ segir Þráinn. spurður um mestu breyt- ingarnar sem hafi orðið í þróun og búnaði þarf slökkviliðsstjórinn ekki að hugsa sig um. „Tilkoma One seven dælukerfanna, sem hófst hjá okkur þegar við fengum lítinn bíl með slíkum búnaði árið 2008, er eitthvert mesta framfaraskref í slökkvistarfi í lengri tíma. Nýlega létum við setja svona kerfi í Volvo dælubílinn okkar og höfum því tvo bíla með svona kerfum og eitt laust kerfi,“ segir hann. „Undanfarinn áratug höfum við æft okkur mikið og prófað okkur áfram með þenn- an búnað. Hann er gríðarlega góð- ur þegar barist er við gróðurelda, getur kælt rennandi ál, kraumandi magnesíum og er góður til að berj- ast við olíuelda líka. Hann hef- ur gefist mjög vel í húsbrunum og nú er svo komið að við notum One seven kerfin til að takast á við um 95% af öllum okkar viðfangsefn- um. Þegar íbúðarhús á skagabraut- inni brann í fyrra, þar sem logaði út um glugga, vorum við milli 12-15 mínútur að slökkva í öllu með þess- um búnaði. Þetta svínvirkar,“ seg- ir Þráinn. Erfitt að ákveða að hætta Þráinn varð 67 ára fyrr á árinu og telur að nú sé góður tími til að stíga til hliðar. Hann segir að honum hafi þótt erfitt að taka ákvörðun um starfslokin. „Þessu var fyrst velt upp fyrir meira en ári síðan en endan- leg ákvörðun var tekin í júní í sum- ar. Það var erfitt skref að taka þessa ákvörðun, fannst mér, en núna er ég bara farinn að telja niður dag- ana, eins og krakkarnir að bíða eft- ir jólunum,“ segir hann og brosir. „Núna finnst mér þetta góður tími til að stíga til hliðar eftir 14 ár sem slökkviliðsstjóri. Nú er lag að end- urnýja og fá ferskt blóð í starfið til að takast á við þær miklu breytingar sem eru í vændum,“ bætir hann við. „Ég hins vegar ætla að setjast nið- ur 31. desember þegar klukkan slær tólf á miðnætti og fá mér koníak,“ segir Þráinn léttur í bragði. „Hér hef ég verið vakinn og sofinn, á bakvakt meira og minna allar helg- ar ársins. Þetta er mjög bindandi og virkilega krefjandi, en samviskan er þannig að maður reynir að sinna því eftir allra bestu getu. Þó við höfum reynt að vinna hér þannig að menn komist í frí og geti hvílt sig þá er of mikið álag sem fylgir þessu, það verður bara að segjast eins og er,“ segir slökkviliðsstjórinn. Ætla að njóta lífsins en nú styttist í að álaginu verði létt af Þráni og nýr maður taki við stöðunni. Á nýju ári vaknar Þráinn og þarf ekki lengur að leiða hug- ann að eldvarnareftirliti, forvarn- arfræðslu eða slökkvistarfi nema hann langi til þess. Hvað tekur við hjá Þráni eftir starfslokin? „Ég ætla að slökkva á boðkerfinu. Ég held að það verði mestu viðbrigðin að það verði ekki hægt að ná í mig allan sólarhringinn, allan ársins hring,“ segir hann og brosir. „Ég og Helga Jóna, konan mín, erum jafngöm- ul, bæði 67 ára. Hún hættir líka að vinna á áramótum og þá höfum við góðan tíma fyrir okkur. Við eigum þrjár dætur og átta barnabörn og ætlum bara að njóta þess að vera til og gera bara það sem okkur lang- ar til að gera á meðan við getum,“ segir Þráinn Ólafsson að endingu. kgk Slökkviliðsstjórinn með slönguna í fanginu þegar verið var að prófa Volvo dælubíl slökkviliðsins, sem þá var nýbúið að útbúa svokölluðum One Seven búnaði. Ljósm. úr safni/ kgk. Trésmiðja Akraness brennur haustið 2013. Þráinn segir að tveir stærstu atburðirnir í hans tíð sem slökkvliðsstjóri hafi báðir átt sér stað þetta ár. Annars vegar trésmiðjubruninn og hins vegar þegar Magnús SH brann í skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts í júlí. Ljósm. úr safni/ mm. Einbýlushús á Skagabraut á Akranesi brann á síðasta ári. Þar segir Þráinn að One Seven búnaðurinn hafi komið að mjög góðu gagni. Ljósm. úr safni/ mm.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.