Skessuhorn


Skessuhorn - 11.12.2019, Page 22

Skessuhorn - 11.12.2019, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 11. DeseMbeR 201922 Á miðvikudaginn í síðustu viku var jólalegt andrúmsloft á brákarhlíð í borgarnesi þegar íbúar komu sam- an og skáru út laufabrauð. Á með- an gæddu íbúar sér á piparkökum, mandarínum, jólaglöggi og jólaöli og Vignir sigurþórsson spilaði jóla- tónlist. Davíð Árnason, íbúi á brák- arhlíð, sagðist ekki hafa alist upp við laufabrauðsgerð en hann hann og konan hans tóku þennan sið upp þegar þau fóru að búa. „sauma- klúbbur konunnar kom alltaf heim til okkar og við skárum út saman. Við mennirnir þeirra fengum að vera með líka,“ segir Davíð og hlær. Þá sagðist Davíð vera ánægður með þessa stund á brákarhlíð. „Þetta er svo notalegt og ég dáist að starfs- fólkinu hér sem leggur sig alltaf fram við að gera eitthvað svona fyr- ir okkur,“ segir hann. Magnús Guðbjarnarson frá straumfirði var að skera út laufa- brauð í fyrsta skipti. „Ég hef aldrei gert þetta áður og kann þetta ekk- ert,“ segir hann og hlær, en bætir við að það sé gaman að fá að prófa þetta. Guðríður Jónsdóttir lærði að gera laufabrauð þegar hún var í húsmæðraskóla á Varmalandi árið 1946. „Ég var ekki alin upp við þetta. en á Varmlandi var forstöðu- kona að norðan og hún kenndi okkur að gera laufabrauð. Ég gerði svona fyrir mömmu og henni þótti þetta svo gott svo að ég hélt því áfram,“ segir Guðríður sem hélt áfram að steikja laufabrauð fyrir jólin alla sína búskapartíð. arg Laufabrauðsgerð á Brákarhlíð Davíð Árnason bakaði laufabrauð með saumaklúbbi konunnar á sínum tíma. Magnús Guðbjarnarson var að skera út sín fyrstu laufabrauð í síðustu viku. Guðríður Jónsdóttir lærði að gera laufabrauð þegar hún var á Varmalandi 1946. Starfsfólk á Brákarhlíð var í jólaskapi. Vignir söng og spilaði jólalög. Það fengu allir jólaglögg eða jólaöl í glas. Sumir gæddu sér á mandarínum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.