Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 15

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2018/104 443 Um landfarsóttir á Íslandi hefir lítið verið ritað. Það er alt órann- sakað mál að mestu. Jón Þorsteinsson* landlæknir og PA Schleisner** hafa ritað yfir- lit yfir landfarsóttir, sem gengið hafa á Íslandi frá elstu tímum, Jón Þorsteinsson fram að árinu 1834, en Schleisner fram að 1845. Hafa þeir stuðst við ýmsa íslenska annála, einkum Espólíns árbækur, annál Björns á Skarðsá, ritgerð Hannesar Finnssonar biskups „um mannfækkun af hallærum á Íslandi“, íslensk sagnablöð, og fleiri rit, svo og ársskýrslur lækna, það sem þær ná. Yfirlit þetta er góð undirstaða fyrir þá, er síðar kynnu að vilja rannsaka landfarsótt- arsögu landsins, en er eðlilega mjög ónógt og ófullkomið, sérstak- lega að því er fyrri aldir snertir. Að því er inflúensu-sóttir snertir, er lítið á þessum ritum að græða. En það virðist engum efa undir orpið, að inflúensa hefir geisað hér á landi oft og tíðum á fyrri öldum, þó að sögur fari ekki af; því að það þykjast fræðimenn vita, að inflúensa er æfagömul sótt í heiminum. Víða í annálum er þess getið, að sóttir eða land- Inflúensan fyrrum og nú Þórður Thoroddsen læknir farsóttir, taksóttir eða þess konar, hafi gengið um landið, án þess nánar sé tilgreint hvers kyns þær sóttir hafi verið, og er ekkert efamál, að undir þeim nöfnum felast ýmsar sóttir, er vér nú vitum deili á, og þar á meðal inflúensa. Schleisner segir í bók sinni, að telja megi víst, að inflúensa hafi fram að 1845 gengið sem almenn farsótt 6 sinnum yfir alt landið, svo að sögur fari af, og 7 sinnum yfir nokkra hluta þess. Segir hann, að sóttin hafi gengið hér á landi í fyrsta sinn árið 1706. Jón Hjaltalín landlæknir hefir ritað um inflúensu-sóttir á Ís- landi, sérstaklega um sótt þá, er gekk 1862, í Edinb. medic. Journal 1863. Telur hann, að inflúensa hafi fyrst gengið hér á landi árið 1627. En það er efasamt, hvort sótt sú, er þá gekk, hefir verið in- flúensa. Í annálum stendur, að „landfarsótt“ hafi þá gengið á Norðurlandi og margir dáið. Sótt, sem aðeins heldur sér við part af landinu, getur naumast hafa verið inflúensa, enda telur Jón Þor- steinsson landlæknir í ritgerð sinni sótt þessa hafa verið „febris nevrosa maligna“. Hirsch telur í hinni stóru handbók sinni um landfarsóttir enga sönnun færða fyrir því, að inflúensa hafi gengið á Íslandi fyr en árið 1730. Sótt, er þá gekk um landið, byrjaði á Suðurlandi og færð- ist norður og austur. Inflúensa gekk þá sem alheims-sótt um alla Norðurálfu, og því líklegt, að hún hafi borist hingað þetta um- rædda ár. En, eins og eg áður hefi tekið fram, eru öll líkindi til, að inflú- ensa hafi gengið miklu fyrr hér á landi, enda má af frásögnum ýmsra annála, bæði útlendra og innlendra, ráða, að svo hafi ver- ið. Þannig má lesa í annálum um árið 1388: „Þá fór kynjasótt um landið og dóu margir“. Árið áður, 1387, gekk inflúensa um alla Norðurálfuna og sérstaklega er þess getið að hún hafi gengið í Hamborg og Lübeck*** það árið og er ekkert líklegra, en að sóttin hafi borist til Íslands frá þeim borgum, því að mikil mök höfðu Íslendingar við þá staði í þann tíð, svo sem kunnugt er. Það er og sannreynt, að sóttir, sem gengið hafa á meginlandi Norðurálfunn- ar á fyrri öldum, hafa ekki borist til Íslands fyr en árið eftir. Hinar strjálu samgöngur hafa verið þess valdandi. Þá stendur í Espólíns árbókum við árið 1537 (III. 114): „Gekk kvefsótt mikil og dóu margir.“ Líklegt er, að það hafi verið inflú- ensa. Loks er þess getið um árið 1580 í annálum að hér hafi gengið sótt um landið, sem kölluð var „engingar-sótt“ og dóu margir úr henni. Schleisner segir, að inflúensa hafi þá víða gengið í útlöndum, en íslenska nafnið bendi á, að það geti ekki hafa verið sú veiki. Tel- ur hann líklegra, að það hafi verið „Kriebel-krankheit“ (ergotism- us). En að mínu áliti hefir það einmitt verið inflúensa. Þetta ár fór inflúensu-pandemi yfir alla Norðurálfu, Austurlönd og Suðurálfu. L Æ K N A B L A Ð I Ð 1 9 1 9 *Tractatus de morbis in Islandia frequentissimis. Paris 1840. **Island undersögt fra et lægevidenskabeligt Synspunkt. Kbh. 1849. ***Handbuch d. historisch-geograph. Patologie. Stuttgart 1881. Þórður Thoroddsen (1856-1939) var sonur Jóns Thoroddsen sýslumanns og skálds í Haga á Barðaströnd. Hann var læknir í Reykjavík, prófdómari í Læknaskólann, þingmaður um skeið og gjaldkeri í Íslandsbanka. Þórður skrifaði þessa grundvallarúttekt á inflúensum og spænsku veikinni sjálfri í Læknablaðið 1919 og var greinin birt í þremur hlutum. Að mestu eftir erindi fluttu í Lækna- fél. Rvíkur 12. jan. 1919. Hún er nú birt að nýju 100 árum eftir að spænska veikin lagðist yfir land og þjóð haustið 1918 ásamt annarri óáran. Greinin er í einu lagi og með myndum sem tengjast efninu. Stafsetningu hefur lítillega verið breytt og samræmd.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.