Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 21

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2018/104 449 eða ,,spanska veikin‘‘ svonefnda barst hingað fyrst til Reykjavíkur í júlímánuði. Hinn 9. kom íslenskur botnvörpungur frá Englandi. Eg var beðinn að koma út í skipið, og kom það í ljós, að 9 manns voru sjúkir af reglulegri inflúensu. Fleiri höfðu haft veikina á leiðinni frá Englandi, en var nú batnað. Allir voru þessir menn lítið veikir, en voru með talsverðum hita sumir, einn hafði rúm 40 stig. – Eg gerði þegar landlækni aðvart – héraðslæknirinn var veikur – en hann sá sér ekki fært að gera neinar sóttvarnarráð- stafanir. – Um sama leyti kom annar botnvörpungur frá Englandi. Höfðu skipverjar verið lasnir á leiðinni, en einn var enn sjúkur og var hann fluttur á land til heimilis síns (Grettisgötu 30). Eftir þetta fór að brydda á inflúensu hér og hvar í bænum í júlí, ágúst og september, og veikin var mjög væg á flestum, og hægt fór hún, tók óvíða nema mann og mann á stangli, einn eða tvo á heimili. Þó var það hjá þrem fjölskyldum, sem ég var sóttur til, að hún tók alla. Að þetta var sama veikin og seinna barst hingað í október- mánuði, ber það atvik ljósan vott að mínu áliti, að enginn af þeim, sem veiktust um þetta leyti, fengu veikina þegar hún síðar komst í algleyming. Eg hefi gert mér far um að grenslast eftir þessu. – Á einu heimili t.a.m. fengu allir veikina í þetta eina sinn nema 1 piltur. Í seinna skiftið veiktist enginn nema þessi eini piltur. – Á öðru heimili lagðist enginn nema ein stúlka í fyrra skiftið, og varð mjög veik. Í seinna skiftið allir nema hún. – Á 3. heimilinu veikt- ist húsbóndinn sjálfur og 1 stúlka í fyrra skiftið. Í seinna skiftið sluppu þau, en konan, 2 börn og gamalmenni veiktust. – Í einu húsi eru 2 fjölskyldur. Í fyrra skiftið veiktust allir hjá annari fjöl- skyldunni nema 1 drengur, hjónin og 5 börn. Í seinna skiftið veikt- ist enginn hjá þessari fjölskyldunni nema drengurinn, og allir hjá hinni fjölskyldunni og urðu sumir þungt haldnir. Hvort veikin hafi borist víðar að landinu um þetta leyti, er mér ókunnugt um. Allar skýrslur um það efni vantar og yfirleitt um gang þessa faraldurs hér á landi. Get ég því ekki annað um veikina sagt, en það, sem mér bar fyrir sjónir. Aðalveikin barst hingað til Reykjavíkur, eins og kunnugt er, með ,,Botníu‘‘ 20. október. Eftir nokkra daga fer hún að breiðast út. Eg sá fyrsta sjúklinginn 28. október. Um sama leyti barst og sóttin hingað með íslenskum botnvörpung, sem kom til Hafnarfjarðar L Æ K N A B L A Ð I Ð 1 9 1 9 Líkfylgd í Reykjavík, myndina tók Sigfús Eymundsson 1882, - Kirkjustræti séð til austurs, Dómkirkjan og Alþingishúsið til hægri. Birt með leyfi Þjóðminjasafnsins. Inflúensan 1918

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.