Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 41

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2018/104 469 skil ekki tilganginn.“ Tilgangur hans sé að horfa fram á við. „Okkar markmið er að skilja málið og skilgreina raunverulegan sjúkdóm út frá þeim einkennum sem fólk hefur. Þróa líf- merki, skilja og þróa meðferðarúrræði og sækja fram,“ segir Tompkins. „Ég veit að það eru örugglega einhverjir sem telja sig vera með þennan sjúkdóm en eru það ekki. Ég get sagt að þeir sjúklingar sem ég þekki og hef talað við er fólk sem nánast allt var mjög virkt en er það ekki lengur og hefur misst þrek. Allt að fjórð- ungur er bundinn heimili sínu, jafnvel rúmi. Allt sem þetta fólk vill er að verða aftur virkt, eða ofvirkt, eins og það áður.“ Tompkins segir að einn vandinn sem við sé að glíma sé að einkenni sjúkdóms- ins líkist mörgum öðrum. „Einkennin koma fram hjá fólki sem hefur verið afar virkt, hefur æft mikið og aðeins sú stað- reynd að það getur það ekki lengur hefur gríðarleg áhrif á hvern einstakling. Þessi áhrif eru vegna ME, en um leið mjög hefðbundin viðbrögð meðal manna,“ segir hann. „Ef við lítum til hugmynda Platons hvetur hann fólk til að stunda líkamsrækt. Það eru fræði frá örófi alda, en menn þurfa einfaldlega að hreyfa sig í hófi. Þess- ir sjúklingar geta það ekki og verða vegna lífsstíls síns fyrir áhrifum ME. Það er ekki endilega lífmerki fyrir ME, heldur nátt- úruleg mannleg viðbrögð.“ Tompkins segir ný lyf í þróun. „Lyfin eru ekki ætluð ME en þau slá á einkennin. Þetta er ekki ósvipað því að fólk tekur mörg lyf við kvefi sem láta því líða bæri- lega á meðan líkaminn vinnur á vírusn- um,“ segir hann. Spurður hvað hann telji að rannsóknin taki langan tíma, segir hann það velta á umfanginu. „Þetta er mjög flókinn sjúk- dómur. Þetta er ekki einföld genaröskun eða lífeðlisfræði. Ef svo væri, væri lausnin löngu fundin,“ segir hann. „Ef við horfum ekki á sjúkdóminn á heildrænan máta, skiljum undirliggjandi lífeðlisfræði og hvað á sérstaklega við um ME munum við ekki komast til botns í þessum sjúkdómi. Þess vegna segi ég að þessi sjúkdómur sé afar flókinn.“ Skurðlækningar sport unga fólksins Tompkins leggur um leið áherslu á að hann ætli að finna lausn. „Það er ekki minn stíll að lofa einhverju sem ég get ekki staðið við.” Það er harla óvanalegt að skurðlæknir helgi sig rannsóknum á svona óræðum sjúkdómi, sjúkdómi sem ekki er hægt að skera burt. Sjálfur bendir hann á fjölbreyttan feril sinn í gegnum tíðina. Rannsóknarstarf hans sé í raun þroskasaga einstaklings. „Ég hef víðtæka reynslu og þetta tel ég til skilvirkni. Ég hef unnið á mörgum ólíkum sviðum og er fullkomlega viljugur að bjóða og nýta sérfræðiþekkingu mína á þessu sviði. Ég tel mig ekki hafa breyst mikið, er 66 ára gamall og hættur skurð- lækningum, enda tel að þær séu sport unga fólksins,“ segir hann kankvís að lokum. Ronald G. Tompkins var gestur á ráðstefnu í Hörpu um miðjan septembermánuð. Mynd/Sigurjón Ragnar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.