Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 26
454 LÆKNAblaðið 2018/104
Læknablaðið kallaði eftir greinum um menntun lækna
í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands.
Það er útbreidd skoðun að kennsla í greinum þar sem verklegur
þáttur er stór, sé hann eitthvað sem gerist af sjálfu sér, það lærist
sem fyrir lærlingunum sé haft. Því þurfi ekkert sérstakt skipulag
eða stjórnun þar sem þannig háttar til. Þar sem kennsla er heldur
ekki sérlega hátt skrifuð í Háskóla Íslands (lítill merit í sjálfu sér)
og stjórnun enn síður, er eðlilegt að stjórnun og skipulagning
læknanemakennslu „gefi ekki marga punkta“ í starfsmati. Það er
því með ákveðinni auðmýkt sem ég skrifa þennan pistil.
Við Óttar Guðmundsson rituðum saman í Læknablaðið (2014;
100: 152-6, 159-65) um læknanám í 100 ár, Óttar um þau fyrstu 70
af sinni alkunnu ritsnilld og sagnfræðiþekkingu, en ég reyndi
síðan að gera grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á
síðustu 30 árum. Í pistlinum var gerð grein fyrir upptöku nýs
inntökuprófs, vísindaverkefnum á 3. námsári, valtímabili á 6. ári,
eflingu samskiptafræði, upptöku CCSE (Comprehensive Clinical
Science Examination) frá National Board of Medical Examiners
(NBME, Bandaríkjunum) auk smærri lagfæringa í námsskrá
læknadeildar HÍ.
„andlega og líkamlega hraustir“
Í „Lestrar- og kennsluáætlun fyrir Læknadeild Háskóla Íslands“
frá 1913 má finna nokkrar almennar leiðbeiningar. Þar segir:
„Stúdentar, sem hafa í hyggju að nema læknisfræði ættu að gera
sér það ljóst að læknisstarf er þeim einum hent, sem eru andlega
og líkamlega hraustir.“ Síðar eru ábendingar um hvernig vinna
megi úr tímaskorti, sem þá þegar virðist hafa valdið nokkrum
áhyggjum. „Úr tímaskortinum má nokkuð bæta hvað þetta snert-
ir, ef aldrei er annað lesið en ágætis bækur“. Og að lokum er tekið
fram að: „Nauðsynlegt er að taka sjer nokkrar frístundir á degi
hverjum. Nokkrum hluta þeirra ætti að verja til íþrótta, og í leyf-
um er þeim tíma vel varið, sem gengur til þeirra.“
Frá 1987 hefur þetta breyst svolítið og síðan þá segir í
Kennsluskrá: „Við útskrift skulu læknakandídatar búa yfir nýj-
ustu þekkingu í læknisfræði (knowledge), hafa tileinkað sér
fagmannlega afstöðu (attitude) til starfs síns og sjúklinga sinna
og hafa öðlast færni til að hagnýta þekkingu sína til hagsbóta
fyrir skjólstæðinga sína (skills). Þeir skulu geta tekist á við frek-
ari þjálfun sem læknar og/eða vísindamenn með skipulagðri
leiðbeiningu og eftirliti og hafa ekki glatað neinum möguleikum
hvað varðar val á framhaldsnámi.”
International Association for Medical Education
Á síðustu 30 árum hafa samtök læknaskóla um allan heim verið
að eflast og tengjast tryggari böndum. Þar er meira samstarf og
meiri samnýting reynslu og þekkingar. Þessi þróun hefur að-
allega gerst undir forystu AMEE (International Association for
Medical Education). Þá hefur verið einnig mismikið líf í World
Federation for Medical Education (WFME), sem hefur þó á síð-
ustu árum farið vaxandi í góðu samstafi við AMEE. Þriðji stóri
áhrifavaldurinn er bandaríska heilbrigðiskerfið, í nánu samstarfi
við læknaháskólana, þar sem settir hafa verið fram staðlar sem
gilda fyrir bandaríska læknaskóla sem þurfa úttekt frá LCME
(Liaison Committee on Medical Education). Svo hafa verið sett-
ar fram sambærilegar kröfur um getu, kunnáttu og bakgrunn
þeirra lækna sem koma til Bandaríkjanna í framhaldsnám og þar
með óbeint til þeirra skóla og þeirra heilbrigðiskerfa sem þeir
koma frá. ECFMG (Educational Commission for Foreign Medical
Graduates) hefur annast framkvæmd þessa verkefnis.
Nú er stefnt að því að árið 2023 verði komið á alþjóðlegri
viðurkenningu læknaskóla og eru það ofantaldir aðilar sem
standa að því verkefni. Í yfirliti WFME segir að þetta verkefni
gangi vel í Bandaríkjunum og Asíu en Evrópa sé mun skemmra á
veg komin. Er þar kennt um tungumálaerfiðleikum auk þess sem
Af læknanámi
Kristján Erlendsson
læknir
dósent – kennslustjóri
læknadeildar HÍ
krerlend@landspitali.is