Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 49

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 49
LÆKNAblaðið 2018/104 477 L Y F J A S P U R N I N G I N 41 árs gömul kona var með langvarandi járnskort, mögulega vegna magahjáveitu- aðgerðar. Strax að lokinni járngjöf í æð með járn(III)ísómaltósíð fékk hún heiftarleg ofnæmisviðbrögð með blóð- þrýstingsfalli, öndunarörðugleikum og andþyngslum. Hún fékk lyfjagjöf með adrenalíni, hýdrókortísóni og ranitidíni og útskrifaðist við góða líðan en upplifði þetta að sjálfsögðu mjög óþægilega. Við- brögðin voru flokkuð af ofnæmislækni sem bráðaofnæmi (anaphylaxis). Sjúkling- ur hafði áður þolað járn(III)-hýdroxíð- -súkrósakomplex en vegna bráðaofnæmis nú og samkvæmt leiðbeiningum sérfræði- nefndar Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA-CHMP) er járngjöf í æð frábending hjá sjúklingum sem hafa fengið bráða- ofnæmi, án tillits til þess hvaða járnsalt í æð olli viðbrögðunum.1 Líklega vegna magahjáveituaðgerðar skilaði járngjöf um munn ekki árangri. Sex mánuðum síðar kom sjúklingur á bráðadeild með hjartsláttartruflanir. Hún kvartaði einnig undan vaxandi minnisleysi. Í ljós kom að járnskortsblóðleysi var versnandi og talið tengt tíðum aukaslögum. Sjúklingur var settur á metoprolol við aukaslögum og metið að þörf væri á úrlausn vegna járn- skorts hið fyrsta. Sjúklingur mældist með hemoglóbín 99 g/L, járn 2 míkrómól/L, járnbindigetu 74 míkrómól/L og ferritín 3 míkróg/L. Leitað var til Miðstöðvar lyfjaupplýs- inga á Landspítala til að finna lausn á þessu mikilvæga klíníska vandamáli. Ábending er fyrir járngjöf í æð við járnskortsblóðleysi þegar járn um munn þolist ekki eða skilar ekki árangri. Járngjöf í æð er talin örugg en í mjög sjaldgæfum tilvikum geta átt sér stað ofnæmisvið- brögð. Verkunarmáti ofnæmisviðbragða við járni er ekki að fullu þekktur og ýmsar tilgátur þar að lútandi, meðal annars að ofnæmið sé ekki ónæmistengt IgE-ofnæmi og mögulega svonefnt „complement acti- vation-related pseudoallergy“ (CARPA), en hvaða þýðingu það hefur er ekki þekkt.1,2 Ekki verður farið nánar út í það í þessum pistli. Þá er mikilvægt að skilja á milli raunverulegra ofnæmisviðbragða og inn- rennslistengdra viðbragða sem geta tengst of hröðu innrennsli í æð.2 Afnæming er talinn öruggur og áhrifa- ríkur meðferðarmöguleiki fyrir sjúklinga með blóðleysi vegna járnskorts sem hafa ofnæmi fyrir járni, hvort sem er í æð eða um munn. Nokkrar aðferðalýsingar hafa verið birtar um hvernig skuli standa að afnæmingu. Öruggara er talið að afnæma með járni í æð en um munn þar sem lyfjagjöf í æð gefur tilefni til sneggri við- bragða. Chapman og félagar lýstu tveimur til- fellum þar sem sjúklingar fengu bráðaof- næmi eftir lyfjagjöf í æð með járnsúkrósu. Afnæming var reynd samkvæmt meðferð- aráætlun og reyndist árangursrík.3 Sama meðferðaráætlun hafði reynst árangurs- rík hjá Rodriguez-Jiménez og félögum sem höfðu framkvæmt afnæmingu og árangursríka járngjöf hjá sjúklingi sem hafði fengið ofnæmisviðbrögð við járni um munn.4 Sjúklingar lögðust inn á sjúkrahús 48 klukkustundum fyrir afnæmingu til undirbúningsmeðferðar með barksterum, prednisólón 50 mg á dag, andhistamínum, cetrizine 10 mg tvisvar á dag og leukotrí- enblokka, montelukast 10 mg tvisvar á dag. Afnæming var gerð á gjörgæsludeild og klukkustund fyrir inngrip fengu sjúk- lingarnir 80 mg af metýlprednisólon og andhistamín lyf í æð. Alls voru gefnir tíu skammtar af járnsúkrósu, í hækkandi skammti á 15 mínútna fresti. Byrjunar- skammtur var 0,1 mg í æð af 1 mg/ml lausn og samtals náðist að gefa tæp 200 mg í afnæmingu. Sjúklingar fengu áfram cetrizine og montelukast á meðan á með- ferð stóð og dagleg járngjöf hélt áfram eftir afnæmingu. Alls voru 200 mg á dag gefin í 7 daga þannig að 10%, eða 20 mg, voru gefin á 30 mínútum og fylgst með sjúklingi, en síðan 90%, eða 180 mg, gefin á fjögurra klukkustunda fresti. Einn sjúk- lingur fékk viðbrögð eftir þriðju járngjöf í afnæmingu, vanlíðan og roða á andliti og á hálsi. Eftir gjöf með 40 mg metýlpredni- sólon og andhistamínlyfi í æð gengu ein- kenni yfir á 30 mínútum og afnæming gat haldið áfram án vandkvæða. Sjúklingar voru upplýstir um að afnæming þyrfti að fara fram í hvert sinn sem þörf væri á járn- gjöf í æð.3,4 Samantekt Alvarleg ofnæmiseinkenni við járngjöf í æð eru afar sjaldgæf. Afnæmingu og ár- angursríkri járngjöf í æð hefur verið lýst og því mælt með þessu meðferðarúrræði. Heimildir 1. Rampton D, Folkersen J, Fishbane S, Hedenus M, Howaldt S, Locatelli F, et al. Hypersensitivity reactions to intravenous iron: guidance for risk minimization and management. Haematologica 2014; 99: 1671-4. 2. Szebeni J, Fishbane S, Hedenus M, Howaldt S, Locatelli F, Patni S, et al. Hypersensitivity to intravenous iron: classification, terminology, mechanisms and management. Br J Pharmacol 2015; 172: 5025-36. 3. Chapman E, Leal D, Alvarez L, Duarte M, Garcia E. Two case reports of desensitization in patients with hypersensitivity to iron. World Allergy Organ 2017; 10: 38. 4. Rodriguez-Jiménez B, Dominguez-Ortega J, Nunez- Acevedo B, Cava-Sumner B, Kindelan-Recarte C, Montojo- Guillén C. Rapid iron desensitization after generalized urticaria and facial angioedema. J Investig Allergol Clin Immunol 2014: 24: 69-71. Elín I. Jacobsen lyfjafræðingur, verkefnastjóri Miðstöðvar lyfjaupplýsinga Landspítala elinjac@landspitali.is Einar S. Björnsson prófessor og yfirlæknir í lyflækningum við læknadeild Háskóla Íslands og lyflækningasvið Landspítala einarsb@landspitali.is Bráðaofnæmi við járni í æð – úrræði fyrir sjúklinga sem geta ekki tekið járn um munn?

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.