Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2018/104 465
að tryggja þekkingu og skilning á málefn-
inu,“ segir Helga sem sjálf stýrði um tíma
Lyfjastofnun áður en hún tók við stjórnar-
taumum Persónuverndar.
Helga segir Persónuvernd búast við
mikilli samvinnu læknastéttarinnar og
stofnunarinnar enda sé í nýju lögun-
um kveðið á um að ef mat á áhrifum á
persónuvernd gefi til kynna að vinnsla
muni hafa mikla áhættu í för með sér,
nema ábyrgðaraðili grípi til ráðstafana til
að draga úr henni, skuli hann hafa samráð
við Persónuvernd áður en vinnslan hefjist.
„Við höfum ákveðnar áhyggjur af
því að þessi nýja krafa gæti orðið mikill
flöskuháls á starfseminni hér en enn sem
komið er hefur það ekki gerst.“ Hún telur
að margir hafi undanfarið skólast vel í
reglum um persónuvernd og þekki orðið
til krafna laganna en útilokar þó ekki að
enn hafi menn ekki náð að tileinka sér
breytt vinnulag. Fagleg vinnubrögð séu
hins vegar forsenda árangurs.
„Á sama tíma og tækni getur bjargað
lífi fólks verður að vera tryggt að aðgengi
að upplýsingum sé takmarkað og öryggis
gætt, þannig að slíkar upplýsingar verði
ekki aðgengilegar óviðkomandi. Ekki
megi hlaupa upp til handa og fóta og
nota hverja nýju lausnina á fætur annarri
án fullnægjandi prófana,“ segir Helga.
Spurð hvort þessi varfærni í nýju lögunum
hægi á framþróun á læknasviðinu svarar
hún að það þurfi einfaldlega að vinna
heimavinnuna sína.
„Heimild þarf að vera í lögum fyr-
ir hverri vinnslu persónuupplýsinga.
Persónuverndarlögin eru öryggisventill
fyrir heilbrigt umhverfi og góðan rekstur,“
leggur hún áherslu á, og bendir á að ný
skylda um að halda skrá yfir vinnslustarf-
semi hjálpi stjórnendum að hafa yfirlit yfir
rekstur á hverjum vinnustað.
Helga segir að fram að gildistöku nýju
laganna hafi ekki verið skylt að tilkynna
öryggisbresti til Persónuverndar en nú
þurfi að gera það innan 72 klukkustunda
frá því að þeir komast upp. „Það eru strax
farnar að koma til okkar ábendingar, eins
og að hakkarar eru að reyna að brjótast
inn í kerfi hér á landi auk þess sem þó
nokkrir vinnustaðir eru að lenda í því að
persónuupplýsingar berist öðrum en þeim
sem þær eiga að fá,“ segir Helga. Hún
nefnir þó að heilbrigðisgeirinn búi að því
að strangur lagarammi hafi lengi gilt á því
sviði.
„En reynslan í nágrannalöndum bend-
ir hins vegar til þess að margt geti farið
úrskeiðis þegar um vinnslu viðkvæmra
heilsufarsupplýsinga er að ræða og því
þarf ávallt að hafa öryggi í fyrirrúmi.“
Stækkandi stofnun
Persónuvernd hefur verið í ólgusjó undan-
farin ár. Sérfræðingum fækkaði um tíma
vegna skorts á fjármagni og voru þeir
á tímabili einungis þrír en 12 starfa þar
nú. Hátt í sjö hundruð mál bíða úrlausn-
ar nú þegar umsvifin aukast enn vegna
lagabreytinganna. Og vegna þeirra hafa
stærri einkafyrirtæki, sem nú þurfa til að
mynda að hafa persónuverndarfulltrúa
innan sinna raða, sóst eftir sérfræðingum
stofnunarinnar. Hreyfing hefur einnig
verið mikil á toppnum og sátu fjórir í for-
stjórastólnum á tveggja ára tímabili áður
en Helga tók við fyrir þremur árum.
„Starfsmenn hér þurfa að vera um 25 til
að sinna vaxandi þunga í persónuverndar-
málum,“ segir Helga og sér fram á bætta
tíma. Málaflokkurinn hafi ekki aðeins
fengið aukið vægi með tilkomu laganna,
heldur hafi stofnunin einnig flutt upp um
tvær hæðir og í stærra pláss í húsnæði
sínu við Rauðarárstíg. Hún er nú í fyrrum
plássi Sjúkratrygginga sem fluttu og eru
nú við rætur Grafarholts.
„Það er mikill stígandi í málum tengd-
um persónuvernd í Evrópu og í raun í
heiminum öllum og málafjöldinn hefur
næstum fjórfaldast hjá okkur frá upphafi.
Álagið hefur verið gríðarlegt, það er eig-
inlega ekki hægt að nefna það. Fyrst núna
í janúar kom fjárveiting sem máli skipti,“
segir hún. „Við erum mönnuð góðu fólki
– en þurfum fleiri, þekkingarstigið innan
stofunarinnar er hátt og við hlökkum til
samvinnunnar við heilbrigðisstéttirnar
og að takast á við þau álitamál sem upp
koma.“
Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar bendir á að með nú sé óheimilt að fylgjast með gjörðum fólks nema að það viti af því. Nýju persónuverndarlögin séu mun víðtækari en
margur geri ráð fyrir.