Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 28
456 LÆKNAblaðið 2018/104
Rannsóknarverkefni 3. árs hefur verið rekið frá háskólaárinu
1993/1994 með miklum ágætum af rannsóknarnámsnefnd. Þannig
hafa um 750 nemendur kynnt rannsóknarverkefni sín og birt út-
drætti í Læknanemanum. Þessi þáttur læknanámsins er sniðinn að
forskrift Yale-læknaskólans en þar hefur þetta verið gert frá árinu
1839. (Þeir settu að vísu á stofn sérstakt vísindarit til að birta af-
rakstur þessa námshluta; Yale Journal of Biology and Medicine (1928)
(„... a place for medical students to publish their data“.)
Samskipti og siðfræði
Á síðustu árum hafa verið byggð upp námskeið í mannlegum
samskiptum, siðfræði og samskiptum læknis og sjúklings.
Sá þáttur verður mikilvægari með hverju árinu með hröðum
tækniframförum og þjóðfélagsbreytingum. Þar er fjallað um fag-
mennsku og mikil áhersla lögð á teymisvinnu.
Þá hefur deildin verið opin fyrir að prófa nýjungar í kennslu
og námsmati og hafa prófessorar verið í fararbroddi hvað það
varðar. Þannig hefur verið fest í sessi vandamiðuð nálgun (PBL)
og stöðvapróf (OSKE) og vendikennsla og aðferðir gagnvirkrar
kennslu er verið að prófa. Þá eru Landspítali og hjúkrunarfræði-
deildin að byggja upp Færnibúðir (skills labs) sem koma til með að
breyta miklu um klíníska kennslu. Ný námskeið í móttökuvikum
1. árs; „Að verða/vera læknir“ og vika um bráðaviðbrögð (Bjarg-
ráður) lofa góðu. Þar er til dæmis einn dagur helgaður öðrum
heilbrigðisstéttum þar sem koma fulltrúar þeirra, segja frá námi
sínu og starfi og samvinnu þeirra við lækna. Þá hafa samskipti
við fulltrúa stúdenta farið vaxandi, þeir unnið sérstök verkefni og
kannanir og hjálpað þannig til við að gera námið markvissara og
viðráðanlegra.
Á þessum síðustu áratugum hefur læknadeild lagt ríka
áherslu á að laga námið að breyttum þjóðfélagsaðstæðum og
breyttum kröfum til heilbrigðisþjónustu. Kannanir benda til þess
að almennt sé ánægja með fyrirkomulag námsins. Heilbrigðis-
stofnanir njóta bættrar menntunar læknanema og öflug menntun
kandídata kemur heilbrigðisþjónustinni til góða. Það er hins
vegar nauðsynlegt að halda þessu alltaf áfram og bæta í. Nú er
verið að undirbúa fjórðu formlegu breytinguna á þessu tímabili.
Þar verður lögð áhersla á eftirtalda þætti: Læknir framtíðarinn-
ar, Personalized medicine (einstaklingssértæk læknisþjónusta),
þverfaglegt samstarf, menntun og vísindi, menntun og vísindi
sem undirstaða gæða og þróunar heilbrigðisþjónustu, MDPhD og
Alþjóðlegur samanburður.
Mikil umræða er á alþjóðavettvangi um aukin tengsl milli
grunngreina og klínískra greina og verður reynt að sinna þessu
í næstu endurskoðun. Auk þess verður að skapa pláss fyrir
tækninýjungar sem koma fram með ógnarhraða, en jafnframt að
leggja áherslu á hið mannlega og mannlegu samskiptin, sam-
skiptafræði og siðfræði. Öll þessi atriði voru tekin fyrir á nýjasta
AME-þinginu þannig að ákveðið jafnvægi haldist og aukist milli
tæknilegrar þróunar og áherslu á mannleg samskipti í lækna-
náminu.
Skortur á heilbrigðisstarfsfólki
Þegar horft er til spár alþjóðastofnana um það að árið 2030 muni
vanta 18 milljónir heilbrigðisstarfsmanna á heimsvísu, er ljóst
að leggja þarf aukna áherslu á menntun heilbrigðisstarfsmanna
en ekki síður á að halda þeim í störfum sem til þeirra hafa verið
menntaðir. Það er því áhyggjuefni að þegar eru komnar fram
skýrslur um það að íslenska heilbrigðiskerfið sé alvarlega undir-
mannað (McKinsey-skýrslan 2016). Þegar umræða um kulnun
læknanema og kennara þeirra er farin að vera alvöruumræða
á þingum (AMEE 2018), verður að spyrja hvaða áhrif það muni
hafa á menntun lækna, en líka hvort menntun lækna verði ekki
að sinna þessum framtíðarspám. Með þeim breytingum á lækna-
náminu er stefnt að því að fjölga læknanemum úr 48 í 60 á næstu
árum og er víða búið að meta möguleika heilbrigðiskerfisins til
þess að mæta þessari fjölgun. Það eitt og sér er auðvitað ekki
mikið. Það mun þó kalla á nokkuð breytta samsetningu náms, í
Ljósmyndir af kennslu læknanema
við Háskóla Íslands.
Myndir: Kristinn Ingvarsson.