Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 20

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 20
448 LÆKNAblaðið 2018/104 Allir læknar eru sammála um, að sóttin hafi verið að mun verri en sóttin 1890. Þjáningar sjúklinganna voru meiri og lungnabólgur voru mjög tíðar sumstaðar á landinu. Annars var það með þessa sótt eins og aðrar inflúensu-sóttir, að hún lagðist mjög misjafnt á, var væg sumstaðar en skæð á öðrum stöðum. – Lungnabólg- ur voru ýmist bronchopneumoníur eða croupösar. Aðrir algengir fylgikvillar voru angina, otitis og sumir læknar tala um nefritis. Sjúklingarnir voru lengi að ná sér, og oft kom það fyrir, að mönn- um sló niður aftur. Þeir, sem einhverntíma áður höfðu kent blóð- spýtings, fengu hann nú aftur, og læknar þykjast hafa orðið varir við, að brjóstveiki (phitsis) hafi ágerst eftir sóttina. Í öllum héruðum er getið um, að margir hafi dáið úr lungna- bólgunni, enda var hún illkynjuð. Þannig er þess getið, að í Múla- sýslu hafi 20 dáið af 29, sem lungnabólgu fengu. Í mínu héraði var sóttin illkynjaðri en sú, sem gekk 1890. Þó dóu ekki fleiri. Af 817 sjúklingum, sem til mín leituðu, voru 95 með lungnabólgu (11,6%), en þar af dóu ekki fleiri en 12 (1,5%) af öll- um inflúensu-sjúklingum, 12,6% af lungnabólgusjúklingum. Árið 1890 voru 51 með lungnabólgu af 417 sjúklingum (12,2%), en 15 dóu (3,6%) af inflúensusjúklingunum, 29,8% af lungnabólgusjúk- lingunum. Landlæknir álítur, að sóttin hafi orðið fleiri þúsundum í landinu að bana. Það er þó án efa of mælt. Eins og áður er sagt, gekk inflúensan um landið mánuðina jan- úar-júlí. Alls hafa samkvæmt dánarskýrslum, dáið þessa mánuði 1446 manns. Verður það 207 manns að meðaltali á mánuði. Hina mánuði ársins – en þá gekk engin sótt – hafa dáið 77 manns að meðaltali á mánuði. Ættu því ekki fleiri að hafa dáið af völdum inflúensunnar en 7 x 130 = 910 manns. Verður það 12 af hverju þúsundi landsbúa. Inflúensan 1900 fluttist til Ísafjarðar með skipi, sem kom frá Noregi síðasta janúar. Læknir varð hennar fyrst var 9. febrúar, en þá var hún komin um alt héraðið. Skipið, sem flutti sóttina, hélt alla leið til Akureyrar, en sýkti engan þar. Í febrúarmánuði komst sóttin til Eskifjarðar, og í marsmánuði með póstinum til Fáskrúðsfjarðar og Berufjarðar, svo og vestur á bóginn til Austur-Skaftafellssýslu. Þorgrímur Þórðarson reyndi að stemma stigu fyrir henni með samgöngubanni, en það mistókst. Umrenningur stalst á milli bæja og bar hana. Þetta samgöngubann tafði þó nokkuð fyrir sóttinni, svo að hún komst ekki í Vestur- sýslurnar fyr en í maí. Þaðan barst hún alla Rangárvallasýslu og til Vestmannaeyja. Norður á bóginn fluttist sóttin frá Seyðisfirði í mars með strandferðaskipinu ,,Skálholt‘‘, bæði til Vopnafjarðar, Húsavíkur, Akureyrar og yfirleitt til allra hafna, sem skipið kom á, seinast til Reykjavíkur. Þangað kom hún í maí. Guðmundur Björnsson hér- aðslæknir segist hafa orðið var við fyrsta tilfellið 14. maí. 26-28. maí stóð sóttin hæst í Reykjavík; síðasta tilfellið kom fyrir 15. júní. – ,,Um miðbik sóttarinnar lá fólk í hrönnum. Veður var indælt en þó sáust ekki fleiri á ferli um miðjan dag, en ella gerist oft á vorum um miðja nótt; bærinn var sem auðn‘‘, segir hann í skýrslu sinni. Hann telur, að 90% af bæjarbúum hafi fengið sóttina. Úr Reykjavík barst sóttin upp í Borgarfjörð, austur í Árnessýslu og suður með sjó. Í Keflavíkurhéraði kom fyrsta tilfellið fyrir 23. maí, í Garðinum. Var sóttin í umdæminu þann mánuð út og allan næsta. Sótt þessi var yfir höfuð væg, og ekki mikið um lungnabólgur. Mín var leitað til 414 sjúklinga; voru 47 af þeim með lungnabólgu (38 bronchopnumóníur og 9 croupösar); dóu 12 af þeim. Guðm. Björnsson sá 509 sjúklinga, voru 52 með lungnabólgu og dóu 7. Alls telja læknar fram 4904 sjúklinga og segja 88 dána. Er það um 18 af þúsundi og má það ekki mikið kallast. Fleiri hafa auðvitað tekið sóttina, en lækna ekki til annara vitjað en þeirra, sem þyngst voru haldnir. – Sóttin virðist og lítil áhrif hafa haft á tölu dáinna þetta árið, lítið fleiri dáið en á sóttarlausum árum, og má því gera ráð fyrir, að ekki hafi dáið fleiri af hennar völdum en vanalega gerist í vægum inflúensu-sóttum, alt að 5 af þúsundi landsbúa eða 3-400 manns. Þess má geta, að fleiri læknar á landinu en Þorgrímur Þórðar- son reyndu að stemma stigu fyrir veikinni með samgöngubanni. Stefán Gíslason, læknir í Hróarstunguhéraði, reyndi að hepta hana eftir að hún var komin á 6 eða 8 bæi í héraðinu, og virtist það ætla að takast í fyrstu. En eftir ½ mánuð gaus hún upp aftur, hafði þá borist út með manni frá sýktu heimili, þar sem sóttinni hafði verið haldið leyndri. Gekk hún þá yfir mikinn hluta af því svæði, sem varið var. – ¼-1/5 héraðsins gat þó varist alveg. Guðmundur Hannesson læknir á Akureyri, getur og um það í skýrslu sinni, að ýmsir bæir, bæði í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsl- um, hafi reynt að verjast veikinni og tekist það fyllilega með sam- gönguvarúð. Var þó gestum sint á bæjum þessum, kaffi og annar drykkur færður gestum út á hlað, uppbúin rúm og matur hafður í útihúsum handa næturgestum, og þess aðeins gætt, að heima- fólkið hefði engin mök við gesti og gangandi. – Telur Guðmundur læknir það liggja í augum uppi, að verjast megi inflúensu, sem hefir svo örstuttan eyðingartíma, en til þess þurfi ,,samvinnu allra lækna landsins og eina skipun, sem allir hlýða.‘‘ L Æ K N A B L A Ð I Ð 1 9 1 9 Hjarta bæjarins hefur tekið stakkaskiptum gegnum aldirnar en það er þó alltaf á sama stað! Á myndinni eru Reykjavíkurapótek, Íslandsbanki, Stjórnarráðið, Lækjargata og Lækjar- torg, og á Stjórnarráðstúninu standa Jón Sigurðsson forseti og Kristján 9. Danakonungur með nýju stjórnarskrána frá 1874 í framréttri hendi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.