Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 39

Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2018/104 467 Áhættumatið sem einstaklingarnir ganga í gegnum byggist á því að skoða hvort þeir séu í neyslu á örvandi efn- um eða metamfetamíni þegar þeir stunda kynlíf, stundi endaþarmsmök án smokka með einstaklingum með eða í áhættuhópi HIV eða séu á æskilegum aldri til að taka lyfið í forvarnarskyni gegn HIV. Tekin eru HIV-próf og skimað fyrir lifrarbólgu A, B og C og athugað hvort þeir séu bólusettir fyrir A og B. Skimað er fyrir klamydíu, lekanda og sárasótt með endaþarmsstrokum. Tekin eru PCR-sýni og kreatín mælt, sem eru nýrnagildi. Það er gert til að ganga úr skugga um að þeir hafi ekki undirliggjandi nýrnasjúkdóm því tenofovir-hluti lyfsins getur haft áhrif á það. Bergþóra Karlsdóttir og Anna Tómasdóttir hjúkrunar- fræðingar á HIV-deildinni sjá um áhættumat og skimanir. „Skilyrðin eru að vera HIV-neikvæður í upphafi vegna þess að þessi lyfjameðferð er ekki full meðhöndlun á HIV heldur hlutameðhöndlun,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúk- dómalæknir. Sumir taka lyfið eftir þörfum Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdóma- læknir segir að þótt mælt sé með því hér á landi að menn taki PrEP (Pre- Exposure Prophylaxis) daglega gegn HIV-smiti sé einnig hægt að nota það eftir þörfum, eða svokallað PrEP ON- Demand. „Talað er um „Event-based PrEP“. Margir hitta mig á göngunum og spyrja um það. Margir í Evrópu og Bandaríkjunum nota lyfið þannig til að spara töflur. Það hentar þeim sem eru skipulagðir í kynlífi sínu eða djamma tímabundið og stunda svo ekki kynlíf í marga mánuði. Þá tekur sá tvær töflur innan sólarhrings fyrir óvarið kynlíf og svo eina töflu á dag í tvo daga eftir að hætt er að stunda kynlíf.“ Bryndís segir þessa notkun lyfsins samþykkta í Evrópu en ekki Bandaríkj- unum. í forvarnarskyni árið 2012 hafi heyrst að læknar óttuðust að menn hættu að nota smokka og það kynni að leiða til kynsjúk- dómafaraldurs. „Viðhorf þeirra sem óttast óábyrga hegðun manna sem nota forvarnarlyf gegn HIV-smiti minna á margan hátt á hræðslu- áróður gegn pillunni hér á landi á sjöunda áratugnum,“ segir Bryndís. Ekki sé hægt að ætla að áhættuhegðun aukist vegna lyfjainntökunnar. „Við munum skima fyrir kynsjúkdómum og HIV á þriggja mánaða fresti og því má gera ráð fyrir að kyn- sjúkdómum fækki í þessum hópi. Þannig að ef þeir eru með kynsjúkdóm fá þeir meðferð. Ég get læknað sárasótt, lekanda og klamydíu en ég get ekki læknað HIV,“ leggur Bryndís áherslu á. „Við breytum ekki kynlífshegðun svo auðveldlega og verðum því að haga mál- um í samræmi við það hvernig hún er,“ segir hún. Bryndís segir til mikils að vinna að afstýra því að samkynhneigðir menn fái HIV. Tveir sem hugðust fá PrEP hafi þegar greinst jákvæðir. Mynd/gag Áhættumatið fyrir lyfjatökuna víðtækt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.