Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2018/104 461
Samantekt
Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil og hröð þróun í
uppbyggingu framhaldsnáms á Íslandi. Stór hluti þessarar vinnu
hefur átt sér stað í náinni samvinnu við sumar virtustu stofnanir
heims á þessu sviði (tafla I og II). Gæði þessa náms sem hér fer
fram eru þannig síst minni er gerist í nágrannalöndum okkar.
Mikilvægt er að þessi vinna fari ekki í súginn vegna metnaðar-
eða skilningsleysis heldur haldi áfram að þróast á eðlilegan hátt.
Unnið verður áfram að styrkingu innviða og auknum stuðningi
við verkefnið. Gengið verður úr skugga um að allt framhaldsnám
sem hér fer fram standist íslenskar og alþjóðlegar reglugerðir og
lög. Mikilvægast er þó að allir hlutaðeigandi aðilar horfi raun-
verulega til framtíðar með það fyrir augum að tryggja að við get-
um áfram veitt viðeigandi heilbrigðisþjónustu af hæstu gæðum á
Íslandi. Þar verður viðeigandi framhaldsnám algerlega nauðsyn-
legur hlekkur, og verður að skipa tryggan sess í stefnumótun
stjórnvalda varðandi heilbrigðismál til framtíðar. Framhalds-
menntunarráð lækninga vinnur nú að þessu með áframhaldandi
styrkingu og þróun innviða, þar með talið mats- og hæfisnefnd, í
samvinnu við heilbrigðisyfirvöld.
Heimildir
1. Magnússon MK. Læknaskóli í 140 ár. Læknablaðið 2016; 102: 537.
2. Ólafsdóttir IS, Sævarsdóttir S, Pálsdóttir K, Petersen H, Baldursson Ó. Afstaða unglækna
og læknanema til sérfræðináms á Íslandi. Læknablaðið 2005; 91: 511-4.
3. Þjóðleifsson B, Þorsteinsson SB, Benjamínsson E. Greinagerð um framhaldsnám í
almennun lyflækningum á Íslandi. Læknablaði 1980; 66: 85–7.
4. Haraldsson Þ. Framhaldsnám í lyflækningum við Landspítala: Fyrstu deildarlæknarnir
útskrifaðir. Læknablaðið 2004; 90: 856.
5. Sigurjónsson H. Vandað sérnám í heimilislækningum. Viðtal við Ölmu Eir Svavarsdóttur.
Læknablaðið 2008; 94: 222-5.
6. Sigurjónsson H. Breytingar á sérfræðinámi í geðlækningum. Viðtal við Pál Matthíasson.
Læknablaðið 2009; 95: 370-3.
7. Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt
lækningaleyfi og sérfræðileyfi. | Reglugerðir | Reglugerðasafn [Internet]. reglugerd.is/
reglugerdir/allar/nr/467-2015 - ágúst 2018.
8. Líndal Þ. Um stjórnarskrárvernd atvinnuréttinda á grundvelli atvinnufrelsis- og eignar-
réttaákvæða íslensks og dansks réttar. VANTAR ÁRTAL:130.
9. shapeoftraining.co.uk/static/documents/content/Shape_of_training_FINAL_Report.
pdf_53977887.pdf - ágúst 2018.
10. gmc-uk.org/-/media/documents/Promoting_excellence_standards_for_medical_education_
and_training_0715.pdf_61939165.pdf - ágúst 2018.
Unglæknirinn Karl Andersen í sigti Morgunblaðsins árið 1990 og umfjöllunarefnið
of mikið vinnuálag aðstoðarlækna: „Það er erfitt að eiga marga „sjúrnala“ eftir undir
morgun. Maður hugsar ekki skýrt eftir 20 tíma vöku.“
Hjúkrunarfræðingarnir Arndís Jónsdóttir og Kristín Aðalsteinsdóttir spjalla við Sigurð
Guðmundsson lyflækni, og aðstoðarlæknirinn Karl Andersen er í símanum að greiða úr
verkefnum dagsins. Myndirnar tók Sverrir Vilhelmsson fyrir Morgunblaðið.
„Blaðamaður fær sér sæti í afdrepi starfsfólks á slysadeild. Nokkuð sér-
stök aðstaða með sjónvarpi, kaffikrók og sérhannaðri viftu til að nema
tóbaksþefinn á brott frá vitum þeirra sem reykja ekki. Þetta er hinn
huggulegasti staður og nokkurs konar félagsmiðstöð starfsfólksins. Þar
skiptast menn á skoðunum. Þarna eru samankomnir þrír læknar, þar af
einn í kurteisisheimsókn. Blaðamaður kemur sér strax að efninu og spyr
þá út í vinnu ungu læknanna, aðstoðarlæknanna. Það skal viðurkenn-
ast að spurningin var eilítið leiðandi, en gerði sitt gagn og kom af stað
hröðum og hnitmiðuðum orðaskiptum: „Vinnuálagið hefur alltaf verið
svona. Það er bara nýtt að menn kvarti," segir sá fyrsti. „Þeir vinna
sem þrælar núna, en voru guðir í eina tíð," segir annar og er greinilega
ósáttur við harða afstöðu félaga síns, sem minnist þess alls ekki að
hafa verið í guðatölu. „Maður var eins og vinnudýr," bætir sá þriðji við,
en fær ekki fulllokið máli sínu fyrir þeim sem fyrstur var til svars, sem
segist aldrei hafa kynnst annarri eins vinnuþrælkun og í Svíþjóð á sínum
tíma. „En maður fékk þó borgað fyrir," segir sá þriðji og stendur upp.“
Úr grein Kristjáns Þorvaldssonar sem bar heitið
„Svefnvana sinna þeir sjúklingunum“ en yfirskriftin var
„Langþreyttir sjúkrahúslæknar“.
Morgunblaðið 25. febrúar 1990.