Læknablaðið - okt. 2018, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2018/104 445
Inflúensan 1855
Hún byrjaði á Norðurlandi, að öllum líkindum á Akureyri, í júní-
mánuði. Hefir borist þangað með skipum, enda var inflúensa þá
alment útbreidd um alla Norðurálfu. Héraðslæknirinn á Akureyri,
Eggert Jónsson, lagðist í sóttinni og dó, og eru því engar fregnir
um, hvernig sóttin hefir hagað sér þar. – Í miðjum júlí er hún kom-
in um alt Hérað austur, að því er Gísli Hjálmarsson segir, og um
sama leyti vestur í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslur. Seinni part
júlímánaðar er hún komin til Reykjavíkur, eða 3 vikum eftir að
hún kom í land á Eyjafirði, og um sama leyti austur um Árness-
og Rangárvallasýslur. Á Vesturlandi kemur hún í byrjun ágúst-
mánaðar. – Hún virðist vera um garð gengin alstaðar á landinu í
ágústlok eða byrjun september, rúmum 2 mánuðum eftir að hún
kom á land.
Sótt þessi virðist hafa verið væg og fátt dáið nema gamalt fólk
og brjóstveikt. Hjaltalín telur, að ekki hafi dáið yfir 300 manns á
öllu landinu af sóttinni, eða tæpt ½% allra landsbúa, og er það
sennilegt.
Sóttin tók alla jafnt, unga sem gamla; þyngst lagðist hún á gam-
alt fólk, vægast á börn yngri en 16 ára. – Helstu einkenni voru:
Hiti, höfuðverkur, hósti með særindum fyrir brjósti, þyngsli og tök
hér og hvar um brjóstið, að aftan og framan, augnverkir, hlustar-
verkur. Hósti var oft ákafur og uppgangurinn rauðlitaður. Sumir
fengu uppköst, aðrir magaverki og niðurgang. Sumir voru svefn-
lausir, aðrir láu í móki. Oft var útgangur úr eyrum. Máttleysi mik-
ið á eftir og niðurgangur tíður. Sóttin lagðist misþungt á, sumir
lasnir í 3 daga, sumir lágu 3 vikur eða lengur. Lengi á eftir voru
margir óvinnufærir.
Inflúensan 1862
byrjaði í Reykjavík í maímánuði, og viku eftir að hennar varð vart,
er hún komin um alla Reykjavík, nágrennið og suður með sjó.
Berst svo með lokamönnum austur í sýslur, upp í Borgarfjörð og
norður í land með svo miklum hraða, að segja má, að 14 dögum
eftir að hún byrjaði er hún komin nálega um alt land.
Sótt þessi virðist hafa verið mjög illkynjuð og oft hafa fylgt
henni lungnabólgur. Einkum voru það þó gamalt fólk og börn
sem dóu. – Jón Finsen, héraðslæknir á Akureyri, safnaði skýrslum
úr sínu héraði, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, um dauðsföllin af
sóttinni. Í Eyjafjarðarsýslu höfðu dáið 48 karlar og 70 konur, 118
manns alls, af 4479 íbúum. Verður það 2,6%. – Í Þingeyjarsýslu dóu
52 karlar og 71 kona, 123 manns alls, af 5462 íbúum. Verður það
2,4%. – Mestur var dauðinn á ungbörnum á 1 ári, í þessum sýslum.
Það dóu 48 börn af 258, eða hér um bil 6. hvert barn (1860/00); þar
næst á fólk yfir 60 ára, 95 af 986, eða hér um bil 10. hver (9,6%). –
Léttust var veikin á aldrinum 5-40 ára.
Sóttin kom mjög misjafnt niður á héruðunum, var vægari í
sumum en skæð í sumum. Í einu prestakalli Eyjafjarðarsýslu,
Hvanneyrarprestakalli, dó t.a.m. 6,3% af öllum íbúum, í Saurbæj-
arprestakalli í sömu sýslu aftur á móti ekki nema 70/00.
Hjaltalín lýsir sótt þessari svo, að vanalega hafi hún byrjað með
kuldatilfinningu í bakinu og á milli herðanna, svo hafi komið
hiti, máttleysi og nokkur höfuðverkur. Allir kvörtuðu um sárindi
í hálsi og þrengsli fyrir brjóstinu; mikið rensli hafi verið úr nef-
inu, miklir hnerrar, blóðnasir og harður og þurr hósti. Uppgangur
var fyrst glær vökvi, síðar slímkendur. Andþrengsli urðu oft svo
mikil að varirnar blánuðu. Andardrátturinn var tíður og stuttur.
Alment einkenni hjá þeim, sem þyngst voru haldnir, var mikil
,,mental depression’’, sem oft varð að ,,apathiu’’, einkum hjá eldra
L Æ K N A B L A Ð I Ð 1 9 1 9
Magnús Ólafsson tók
myndina um 1918-1919
í rúgbrauðsgerðinni
í Gasstöðinni við
Hlemm. Þrír bakarar
stilla sér upp: Þorgils
Guðmundsson,
Kristinn E. Magnússon
og Kristján Hall. - Birt
með leyfi Ljósmynda-
safns Reykjavíkur.