Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1967, Page 4

Hugur og hönd - 01.06.1967, Page 4
3ÚLÍANA SVEINSDÓTTIR þess hefur verið farið á leit við mig, að ég skýri lesendum tímaritsins Hugur og hönd frá kynnum mínum af vefnaði Júlíönu Sveinsdóttur, en ég var svo lánsöm að vera nem- andi hennar vetrarlangt fyrir u. þ. b. 20 árum. Júlíana leiðbeindi mér við að vefa eftirmynd af hollenzkum gob- elinvefnaði frá 18. öld, en kennsluna greiddi ég með vinnu í vefstofu hennar, og varð sú vinna mér nám öðrum þræði. Júlíana mun upphaflega hafa gripið til vefstólsins sér til lífsviðurværis meðan hún var að ryðja sér braut sem listmálari. Þó hefur það tiltæki ekki verið tilvilj unarkennt, heldur stafað af því, að um leið gat hún uppfyllt sköpun- arlöngun sína og þjálfað hæfileika sína við samsetningu á litum og línum. í námsferðum, sem hún fór til Frakklands og Ítalíu, komst hún í snertingu við háþróaðan heimilisiðnað þessara þjóða og kom þá auga á notagildi íslenzku ullarinnar til listvefnaðar. Hún fékk band frá íslenzkum ullarverksmiðj um og óf úr því eftirsóttar voðir, svo sem værðarvoðir, gardínuefni, dragta- og kápuefni og efni í karlmannaj akka. Mest not- aði hún sauðaliti, en einnig litað band, og litaði þá gjarna sjálf með jurtalitum. Voðir hennar voru léttar og litir þeirra hlýir. Mesta viðurkenningu hygg ég þó, að hún hafi fengið fyrir röggvateppi, stór og smá, en þau voru sýnd á list- iðnaðarsýningum í Danmörku og víðar. Þessi teppi voru notuð til skreytinga, t. d. í stærri vöruhúsum og farþega- skipum. Júlíana óf einnig töluvert úr tuskum, og þótti mér mjög spennandi að aðstoða hana við þá iðju. í þau tuskuteppi, sem hún sendi á sýningar, fékk hún valdar afklippur frá verkstæðum. Hitt þótti mér þó enn skemmtilegra, þegar hún tók við pokum með ósamstæðum tuskum frá fólki, greindi tuskurnar í litaflokka og skilaði þeim aftur sem stílhreinum gólfteppum. Júlíana notaði oft sama uppdráttinn fyrir mismunandi gerðir vefnaðar. Mér er minnistæður einn uppdráttur, sem ég aðstoðaði við að vefa eftir eitt röggvateppi, eitt tusku- teppi og eitt krossvefnaðarteppi. Litir voru mismunandi, en erfitt var að gera upp á milli, hvert teppanna var skemmtilegast. Sáralitla tilsögn mun Júlíana hafa fengið í vefnaði, en þekkingar í þeim efnum aflaði hún sér með sjálfnámi. Júlíana var mjög vel þekktur listmálari í Danmörku, en naut einnig mikillar viðurkenningar sem listiðnaðarkona, og var m. a. ráðgjafi danska heimilisiðnaðarfélagsins Hándarbejdets Fremme. Við íslendingar megum minnast hennar sem merkrar listakonu og brautryðjanda í meðferð íslenzkrar ullar til listiðnaðar. Margrét Ólafsdóttir. 4 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.