Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1967, Page 5

Hugur og hönd - 01.06.1967, Page 5
AUGNOFIN BÖND EÐA TÍGLABÖND í HUGUR OG HÖND 1966 var vinnulýsing á fótofnum bönd- um með einskeftuvend (þráðarbrekánsvend), munstruðum með nokkrum litum, langröndótt eða þverröndótt. I framhaldi af þeirri grein verður nú reynt að lýsa, hvernig vefa má á fæti bönd með margbreytilegri munstrum, svo- nefnd augnofin bönd eða tíglabönd. Fyrstu handtökin eru hin sömu eða þar til lokið er við að gera höföldin og vísast því hér til fyrri greinar. Áður en slangan er tekin niður af rakgrind (eða stólbökum) eru fleiri þræðir dregnir í önnur höföld. Þessi höföld eru búin til á sama hátt og hin og notuð til að gera munsturskil. Verða þau nefnd hér munsturhöföld lil aðgreiningar frá einskeftuhöföldum. Þegar gömul tíglabönd eru skoðuð, kemur í ljós, að í þeim eru sjaldnast færri litir en þrír. Aðeins miðjan er munstruð. Á böndunum er venjulega greinileg rétthverfa og ranghverfa. Er þá munstraði hlutinn upphleyptur á rétthverfu en sléttur á röngu, og sést þar sums staðar í ívafið. Oftast eru notaðir tveir litir í miðjuna, dökkur og ljós. Þeir eru raktir einn og einn til skiptis, þ. e. a. s. eru hækkaðir og lækkaðir til skiptis og mynda tenningu, ef ofin er einskefta, 1. og 2. mynd. Benda skal á, að þegar rakið er á stólbökum má rekja með báðum litum samtímis þannig: Litirnir eru látnir ganga sitt hvoru megin við stól- bakið og liggja í kross milli stólanna. Við slönguendana er þeim brugðið saman og síðan látnir ganga sömu leið til baka. Jaðarsþræðir bindast í einskeftu. Vegna þess, að binding munstraða hlutans er nokkuð laus, er nauðsynlegt að binda jaðarsþræði í einskeftu, helzt ekki færri en 6 hvoru megin. í böndunum voru oft tveir litir í jöðrum. Yztur kom dökki liturinn í munstrinu, en hinn, þriðji litur bandsins, innan við næst munstrinu. Stundum mynda tveir litir fíngerða tenningu næst munstrinu. Fer býsna vel á hvoru tveggja. Ivafið er haft í sama lit og yztu þræðirnir. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, koma í munstr- in m. a. krossar og tíglar eða augu. Munstrið verður til við það, að ákveðnir uppistöðuþræðir liggja ofan á þrem samliggjandi fyrirdrögum, þ. e. a. s. eru hækkaðir fyrir þrjú samliggjandi fyrirdrög. Einskeftuskilin eru alltaf tekin til skiptis. Hér eru ljósu þræðirnir hækkaðir með hö- földunum, 2. mynd H, og þá dökku þræðirnir í fótskili, 2. mynd F. Augljóst er því, að til þess að sömu uppistöðu- þræðir geti legið ofan á þrem fyrirdrögum, þarf að lyfta þeim einu sinni með því einskeftuskili, sem þeir ættu í rauninni að vera lækkaðir með. Hvaða þráðum er lyft og hvenær, fer eftir munstrinu, sem vefa á. Til þess að gera munstrið fyllra, eru tveir og tveir samlitir þræðir ávallt látnir fylgjast að. Þegar hækka á ákveðna munsturþræði, er auðvitað hægt að leita að þeim í hvert skipti og lyfta með fingrunum um leið og einskeftuskil er tekið, en það er tafsamt, ekki sízt vegna þess að ekkert heldur þráðunum greinilega aðskild- um. Því er það, að áðurnefnd munsturhöföld eru gerð til þess að geyma í þessa þræði, síðan er gripið í viðeigandi höföld og þráðunum lyft með þeim, samtímis öðru hvoru einskeftuskilinu, og gildir þar alltaf sú regla, að ljósum þráðum er lyft með því einskeftuskili, sem hækkar dökku þræðina og öfugt, 3. mynd B og C. Áður er þess getið, að munsturhöföld eru búin til á sama hátt og einskeftuhöföld- in. Lykkjurnar mega þó vera styttri og í hverri eru tveir þræðir, 3. mynd A. I því, sem hér er kallað munsturhafald, geta verið allt frá einni lykkju upp í fimm eða fleiri, 2. mynd. Svo virðist sem fjögur munsturhöföld hafi verið HUGUR OG HÖND 5

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.