Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1967, Side 6

Hugur og hönd - 01.06.1967, Side 6
algengust, I, II og IV band, en hitt var líka til, að þau væru fleiri, III ogVband. Band IV er nokkuð frábrugðið öðr- um, sem hér eru sýnd, að því leyti, að dökku og ljósu litirnir eru ekki hækkað- ir og lækkaðir til skiptis með einskeftu- skilunum, heldur skiptast á. í fótskili eru ljósu þræðirnir hækkaðir í miðju, en dökku til hliðar, með höföldum alveg gagnstætt. Á þessu byggist það, að hægt er að láta tíglana myndast á víxl. í rauninni er þetta þrefalt munstrið í handi I. Þó að þau séu teiknuð hér og ofin þannig, að það sem er dökkt í I er Ijóst í IV og öfugt, má auðveldlega með sömu munsturhöföldum vefa, hvort bandið sem er þannig, að litir skipta um sæti, þ. e. a. s. fá tíglana ljósa eða dökka, 1. mynd IV og IVa. Til eru gömul bönd, sem eru munstr- uð beggja megin. Munstrið er hið sama báðum megin, en litir gagnstæðir. Þegar þessi bönd hafa verið ofin, hefur þurft bæði að hækka og lækka vissa, sam- stæða uppistöðuþræði fyrir sama fyrir- drag. Hvernig þetta var gert, er ekki vitað, en beinast liggur þó við að álíta, að lækkunin hafi verið talin út við bandið, en hækkunin gerð með munstur- höföldum eins og þegar sama munstur er ofið með réttu og röngu. ÖIl fótofin bönd munu áður hafa verið notuð á svipaðan hátt, sem axla- bönd, svuntubönd, sokkabönd, o. fl., augnofin bönd þó sennilega fremur, þegar meira var við haft. Nú mun allur fótvefnaður löngu lagður niður hér- lendis og að mestu gleymdur, og er sannarlega skaði að. Aðalorsökin er sennilega sú, að hætt var að nota þess; gömlu bönd sem slík, er annað innflutt kom í staðinn. Vissulega væri ánægju- legt, ef hægt reyndist að endurvekja þessa ágætu vinnuaðferð og hefja á ný til aukinnar virðingar innan íslenzks heimilisiðnaðar. Reyndar er engin á- stæða til að ætla annað, en það sé hægt. Auk þess að vera skemmtilega einföld og auðlærð, er hægt að búa til með henni ótrúlega fjölbreytileg bönd. Á notagildið þarf varla að minnast, bönd má nota á óteljandi vegu. Hér kemur svo dálítill listi yfir nöfn á fótofnum böndum tekinn úr vefnaðar- bók Halldóru Bj arnadóttur: Stóru krossabönd, litlu krossabönd, rósabönd, ásabönd, tennt bönd, augnofin bönd og tíglabönd. Að lokum má geta þess til gamans, að til þess að vefa augnofin bönd í vef- stól þyrfti 6 til 8 hafaldasköft og skammel. S. H. 6 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.