Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1967, Page 8

Hugur og hönd - 01.06.1967, Page 8
KJÓLAR MEÐ BÖNDUM. Kjólaefni. Vend: Einskefta Uppistaða: Hvítt tvinnað loðband Ivaf: Hvítt eingirni Skeið: 45/10, 1 þr. hafaldi 1 þr. tönn Breidd í skeið: 90 cm Þráðafjöldi: 405 Veftur: 7 fyrirdrög á cm Böndin eru fótofin. Efnið í minnsta kjólnum er ofið í sömu uppistöðu og svuntur í Hugur og hönd 1966. ívaf: Hvítt eingirni, mynsturbekkur þrír grænir jurtalitir. 3URTAL1TUN vegna legu lands okkar, með hreinu og tæru lofts- lagi norðursins, og áhrifamiklum geislum hins langa sólargangs sumarsins, nýtur gróðurinn sín vel í fjalldölum og sólbrekkum, þannig að blóm- skrúðið allt og gróður verður dýpra og sterkara í litum sínum, en í suðlægari löndum. Til dæmis sést ekki fagurgrænna gras en það, sem hér vex. Þessvegna gefur íslenzki gróðurinn sérlega sterk- an og blæfagran lit til jurtalitunar. Hið frábæra efni, úrvalstogið, úr okkar ágætu íslenzku ull tekur sérlega vel þessum litum, sem verða djúpir og skærir í því. En vel þarf að vanda til alls frá fyrstu gerð t. d. með þvotti á ull og bandi, bæði hvað þvottaefni snertir og allan framgangs- máta í þvotti. Þá getur þessi íslenzki togþráður, sem er listiðnaður út af fyrir sig, orðið gljáfagur eins og heilsilki, sterkur og traustur, og því hið dýrmætasta efni í allan vandaðan listvefnað. Ég vil leitast við að gefa nokkur ráð viðvíkjandi jurtalitun. Plöntusöfnun. Plöntunum þarf að safna í vor- gróandanum, og framan af sumri í þurru veðri. Þurrka þær í grisju-pokum, helzt í hjöllum eða þar sem loftræsting er ör, en ekki í sterkri sól. Þá þorna plönturnar og skrælna án þess að fölna eða tapa lit sínum. Alún-suða á bandi. Fyrir flesta liti, alla gula og rauða, verður að sjóða bandið eina klukkustund í álúni fyrir litun, til þess að festa litinn í bandið. Álún er ekki notað með Indigo lit, litunarmosa, né sumum gráum litablönd- um. Visst magn af álúni, 40 g á móti 100 g hespu af þræði eða bandi er leyst upp í sjóðandi vatni, blandað upp í ca. 3 lítra af 30° heitu vatni, bleytt bandhespan er svo látin ofan í og hituð hægt upp í suðu, síðan soðin í klukkustund og hreyft í svo álúnið jafnist um hespuna. Hespan er látin kólna í álúnsvatninu og liggja í því til næsta dags, þá er hún skoluð og tilbúin til litunar. Þurrkuðu jurtirnar, sem lita skal úr, eru vigtaðar í því magni og hlutföllum, sem óskað er, til þess að fá rétt lita- stig (Valör), látnar í bleyti til næsta dags og þá soðnar í 1-2 tíma í bleytingarvatninu. Jurtirnar eru síðan síaðar frá og bleytingarvatninu blandað í vatnið, sem lita skal úr. Álúnsoðna bandið látið út í og soðið í eina klukkustund. Litunarílát. Indigo blátt skal lita í emaleruðum pottum eða fötum, með gömlu aðferðinni voru notuð tréker. Litunarmosa er bezt að lita í járnpotti, til annarra lita og álúnsuðu má nota aluminium potta. 8 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.