Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1967, Síða 9

Hugur og hönd - 01.06.1967, Síða 9
Gulir litir. Gott til litunar er gulvíðislauf, Lirkilauf, beytilyng, maríustakkur, bláberjalyng, fjallagrös, snar- rótarpunktur og ýmsar fleiri plöntur. Þessar jurtir gefa allar gula liti og litatóna. Rauðir litir fást úr rót krossmöðrunnar, krapprót (að- flutt) og kochenille (blaðlús, aðflutt). Krossmöðrurót og krapprót gefa hárauða liti. Rót krossmöðrunnar þarf að taka á vorin, áður en plantan blómstrar, af henni þarf mikið magn, jafna þyngd bands- ins, sem lita skal. Miklu minna magn dugar af krapprót- inni. Krossmöðrurótin er þurrkuð og steytt. Krossmöðru- og krapprót má ekki sjóða, þá sloknar litur þeirra og verður brúnleitur. Það magn af rótinni, sem lita skal úr, er vigtað, sett í bleyti og litað úr því næsta dag. Þá er mælt vatnsmagnið, sem lita skal úr, sett í pott og bleyttri rótinni hellt í, og hitað í ca. 35°. Síðan er álúnsoðið og bleytt bandið sett út í, hrevft eða hrært varlega í, hitað upp í 60-70° og haldið í þessum hitastigum í eina klukkustund, og stöðugt hreyft í því, svo það mislitist ekki. Kochenille gefur vínrauðan lit (carmin). Þetta litunar- efni kemur í smákornum, og er steytt í mortéli í fínt duft, vigtað magn lagt í bleyti eins og rótin, en það á að sjóða. Af kochenille þarf lítið magn. Bláir litir fást úr Indigo litnum (aðflutur). Indigo litur- inn er allra lita endingarsterkastur og fallega blár. Með litnum þarf ýmis kemisk efni, og talsvert margslungið er að lita úr honum, og verður e. t. v. vikið að því í næsta blaði. Liablöndur og litatóna er svo hægt að fá úr þessum höfuðlitum, svo sem græna liti, fjólubláa, rauðgula og gul- rauða og mjög fjölbreytilega litatóna þar á milli. En þá verður oftast að tvílita. T. d. fyrst blált svo gult eða öfugt til þess að fá grænan lit. Kochenille og blátt í fjólubláan. Rótarlit og gult í rauðgulu litina o. s. frv. Kopar og járnvitrol er notað til að breyta blæ gulu lit- anna. Koparinn gerir þá bronz brúnni, en járnið jarð- grænna. Þá er álúnsoðna bandið soðið í gula litarleginum ca. % úr klst. vitriol-magnið, sem nota á leyst upp í heitu vatni, bandið tekið upp úr litarleginum, blöndunni hellt út í, kælt niður í ca. 30°, síðan er gullitaða bandið sett út í, smáhitað upp í suðu og þá soðið í stundarfjórðung. Stöðugt hrært í og tekið strax upp úr, hengt upp og látið kólna, skolað og þurrkað. Seinna þvegið. Koparvitriol er eitur og þarf því að fara varlega með það. Vínsteinn (cremotartari) er notaður fyrir rauðu litina, og gerir þá skærari, en lítil aukablanda af álúni gerir kochenille litinn bláleitari. NOKKRAR UPPSKRIFTIR. Milligulur litur a) 250 g band 40 g álún 250 g birkilauf Sterkgulur litur b) 250 g band 40 g álún 500 g birkilauf Gullingult Sama uppskrift, en nú er koparvitriol sett út í. a) 5 g koparvitriol b) 10 g koparvitriol Gulir litir úr bláberjalyngi a) ljósgulur b) gullin c) grængulur a) 250 g band 40 g álún 50 g bláberjalyng. sama uppskrift með kopar- og járnvitrioli b) 5 g koparvitriol c) 2,5 g járnvitriol Rauðir litir 250 g band 250 g band 40 g álún 40 g álún ‘250 g krossmöðrurót 40 g krapprót, HXJGUR OG HÖND 9

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.