Hugur og hönd - 01.06.1967, Side 13
MINNINGARSJÓÐUR ELÍNAR BRIEM VAR STOFNAÐUR ÁRIÐ 1946. STYRKIR IIANN
HANDAVINNU- OG HÚSMÆÐRAKENNARA TIL UTANFARA. GEFNAR HAFA VERIÐ
ÚT NOKKRAR BÆKUR TIL EFLINGAR SJÓÐNUM M. A. STAFABÓK. NÚ ER í UNDIR-
BÚNINGI NÝ STAFABÓK, TEIKNUÐ AF VALGERÐI BRIEM OG VALGERÐI BERGS-
DÓTTUR. ÞAU STAFRÓF SEM HÉR BIRTAST ERU SÝNISHORN ÚR ÞEIRRI BÓK.
elín briem
fullu nafni hét hún Elín Rannveig. Hún var fædd á Espihóli í Eyjafirði 19. okt 1856.
Foreldrar hennar voru Eggert Briem síðar sýslumaður á Reynisstað og kona
hans, Ingibjörg Eiríksdóttir sýslumanns Sverrissonar. Var hún tíunda barn
foreldra sinna og tvíburi við Pál Briem amtmann. En þau Reynisstaðahjón áttu 19
börn.
Mikið þótti koma til systkinanna á Reynisstað, þegar þau voru að alast upp heima í
Skagafirði. Bræðurnir gengu menntaveginn og urðu lærðir menn og merkir, hver á
sínu sviði, en á þeim tímum var ekki siður að setja stúlkur til mennta. Systurnar á
Reynisstað voru betur settar en stallsystur þeirra í Skagafirði, því þær fengu tilsögn
hjá bræðrum sínum heima á höfuðbólinu og nutu þess, því ekki voru þær síður
gefnar en bræðurnir. - Vafalaust hefur þeim gramist hve ungu stúlkurnar voru hafðar
útundan þegar um lærdóm var að ræða og vaknaði snemma löngun þeirra til að bæta
úr þeim misrétti. - Reynisstaðahjón riðu með börn sín til Þingvalla á þjóðhátíðina
1874, þá fór hlýr og sterkur straumur um þjóðina. Menn vöknuðu af blundi, ný alda
hugsjóna og frelsis gagntók fólkið. - í allri fátæktinni og umkomuleysinu var mönnum
þá lj óst að menntun er máttur. Það varð að koma upp skólum og það einnig handa
stúlkunum. - Þegar heim kom af þjóðhátíðinni var hafizt handa víða norðanlands
að safna til kvennaskóla. - í Skagafirði vann Kristín systir Elínar mikið að því að
stofnaður yrði kvennaskóli þar í sýslu. Og var skólinn stofnaður haustið 1877 að Ási
í Hegranesi. Næsta haust var hann fluttur að Hjaltastöðmn í Blönduhlíð og var þar í
tvo vetur 1878-1880, þá vetur báða kenndi Elín Briem við skólann. Talið var að
kennslan hafi farið henni hið bezta úr hendi, þó hún væri byrjandi í því starfi og
aðeins 22 ára er hún hóf kennslustarfið. - í Húnavatnssýslu var einnig mikill áhugi
fyrir stofnun kvennaskóla, voru Húnvetningar seinni til með sinn skóla, en hann var