Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1967, Qupperneq 15

Hugur og hönd - 01.06.1967, Qupperneq 15
Hinn 21. maí 1903 giftist Elín seinni manni sínum Stefáni Jónssyni verzlunarstjóra á Sauðárkróki, en missti hann 1910. - Hún tók ungar stúlkur til náms árin sem hún var á Sauðárkróki. Ein námsmey hennar frá þeim árum skrifar: „Það, sem mér er minnisstæðast í fari frú Elínar Briem, var hin fölskvalausa ættjarðarást hennar og áhugi hennar fyrir öllu, sem til framfara horfði. Hún hafði miklar mætur á ungu fólki og hvatti það til manndáða og framfara. Hún talaði of um það, að troðnar slóðir værú ekki ætíð þær réttu. Um að gera að koma auga á umbætur á sem flestum sviðum. Óbilandi trú á hæfileika og hæfni íslenzkra ungmenna var henni í blóð borin. Hlý- leiki hennar og skilningur á eðli æskumanna var frábær.“ - Eftir að Elín missir seinni mann sinn tekur hún enn við forstöðukonustarfinu á Blönduósi. Hún er forstöðukona þar árin 1912-1915, en þá var heilsu hennar svo komið, að hún treysti sér ekki til að starfa þar lengur. Frú Elínu varð ekki barna auðið, en hún ól upp frænda sinn, Sæmund Helgason, sem lengi hefur verið póstfulltrúi í Rvík. Við Kvennaskólar.n á Blönduósi eru tveir sjóðir, sem minna á Elínu Briem, Elínar- sjóður og Kvenmenntunarsjóður Ytri-Eyjarskóla, sem hún stofnaði sjálf árið 1894. Á 90 ára afmæli hennar stofnuðu ættingjar og vinir Elínar tvo minningarsjóði hér í Rvík, er annar þeirra tengdur Húsmæðrakennaraskóla Islands en hinn Handavinnu- deild Kennaraskóla íslands. Eru verðlaun veitt úr þessum sjóðum duglegasta nemanda hvers skóla þegar nemendur eru brautskráðir. Þá hafa einnig stúlkur úr þessum tveim skólum notið styrks til utanfarar. Hulda Stefánsdóttir.

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.