Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1967, Síða 17

Hugur og hönd - 01.06.1967, Síða 17
kambinum með vinstri hönd og lét tindaröðina vísa upp. Togið setti hún svo ofan eftir kambtindunum enda á milli. Þetta kölluðu sumar konur „að mata kambinn". Þessu var haldið áfram, unz hæfilega mikið þótti komið í kamb- inn í eina kembingu. Við kembingu vísuðu oddar á kambi vinstri handar upp en niður á kambi hægri handar. Kemb- ingin sjálf hófst með því, að haldið var þétt um vinstri kambinn, en með hægra kambi var gripið inn í togið, sem stóð fram úr vinstra kambi, upp að kambinum en aldrei inn í hann. Gekk þetta góða stund, og bráðlega safnaðist tog í hægri kambinn. Kömbunum var því skipt milli handa eftir þörfum, meðan á kembingunni stóð. Þelhnökrar og úrgangstog safnaðist að mestu saman í undirkembuna, sem eftir varð í kömbunum í lok hverrar kembingar. Togakembt tog var jafnan lopað. Nefndist verkið „að lyppa“. Undirbúningur þess og verkið sjálft gerðist með nokkuð misjöfnum hætti. Geirlaug Filippusdóttir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi segir frá því með þessum orðum: „Togið var sett í toglopa, eins og hrosshárslopa, þegar búið var að kemba það, og lyppað úr honum í lár, margar kembingar í einn lopa.“ Helga Pálsdóttir á Grjótá lýsir verkinu á þessa leið: „Togið var lopað niður úr kambinum, tekið í það um þveran kambinn, sitt á hvað. Loparnir voru lagðir saman. Þeir voru síðan kembdir að nýju og svo aftur lopað. Voru loparnir þá enn lagðir saman og síðan undnir upp í hönk, á framanverða vinstri hönd. Hönkin var greidd í sundur, þegar átti að spinna lopana, og var þá lopaður fram hæfilega mjór lopi.“ Ekki munu allar konur hafa lyppað með sömu hand- tökum, en ein aðferð var öðrum algengari. Konan hélt lopanum eða kambinum í vinstri hendi og dró lyppuna fram með þeirri hægri. Endinn á henni gekk niður á milli þumalfingurs og vísifingurs. Þaðan lá hann um vísi- fingursgóm að ofan, niður milli vísifingurs og löngu- tangar og svo upp milli löngutangar og baugfingurs. Lyppan var dregin fram með jöfnu átaki og jafnri áferð og var ýmist látin safnast upp í lófann eða látin renna niður í lár. Samloðun ullarinnar veldur því, að auðvelt var að tengja saman lyppu, sem greiddist í sundur, og minnir á það orðtakið gamla: Það er auðlæknað lyppu- sárið. Togþráður var lengst af spunninn á halasnældu, því minni snældu sem þráðurinn átti að vera fínni: Hlassið af þúfulegg af stórgrip var stundum notað í snældusnúð en þó oftar í árenning til að leika á þræði, sem verið var að tvinna. I Þykkvabæ í Rangárvallasýslu hef ég séð gamlar HUGUR OG HÖND 13

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.