Hugur og hönd - 01.06.1967, Page 18
þráðarsnældur með sökkholtsnúðum, ekki ósvipuðum
gömlu steinsnúðunum, sem víða hafa geymzt á heimilum
fram á þennan dag. Spunakotian vafði lyppuna um vinstri
úlnlið og fram á handarbakið og lét hana renna fram af
höndinni jafnóðum og spunnið var. Hún sat við verk sitt
og lét snælduna vinna með svipuðum hætti og enn gerist,
er snúið er upp á spunavélalopa eða þegar band er tvinn-
að. Tekin var lítil færa fyrir í einu, og við snúning snæld-
unnar rann snúðurinn upp eftir lyppunni, um leið og
fingur vinstri handar færðu sig ofar og létu hana lausa.
Þessi forna spunaaðferð hvarf smátt og smátt úr sögunni
á 19. öld. Hún sést mjög vel á teikningu eftir Sigurð Guð-
mundsson málara frá því um 1860, og gamalt fólk hefur
lýst þessu fyrir mér af eigin raun í æsku.
Þórunn Gestsdóttir frá Króki í Meðallandi sagði: „Þór-
unn amma mín sagði, að það hefði verið spunnið í heila
vefi á snældu, það var þessi feikna vinna og þraut.“ Þór-
unn Gestsdóttir dó á þessu ári 94 ára. Þorgerður Jóns-
dóttir frá Hemru í Skaftártungu, d. 4. ágúst 1967, 88 ára,
mundi vel Guðrúnu Björnsdóttur frá Sauðhúsnesi í Álfta-
veri, sem spann togþráð á halasnælduna sína fram tun 100
ára aldur. Þorgerður sagðist sjálf hafa spunnið togþráð í
uppistöðu í marga vefi heima í Hemru en að sjálfsögðu á
rokk og togið kembt í þelkömbum. Guðfinna Árnadóttir í
Efri-Kvíhólma undir Eyjafjöllum, sem nú er 93 ára, man
gamla konu, sem spann toglyppuna fram af úlnliðnum og
á halasnældu.
Tog í skyrsíur, ostapoka og togsokka t. d. var táið og
svo kembt í þelkömbum. Tásan var undin í vindil, rétt eins
og hrosshár, og klipin úr honum í kambinn (Ath. Vindill
er það, sem Geirlaug Filipusdóttir nefnir lopa, toglopi,
hrosshárslopi). Amma Helgu á Grjótá, Rannveig Snorra-
dóttir, táði tog til þessara nota jafnan um leið og hún tók
ofan af ullinni.
Undir lok síðustu aldar lagðist að mestu niður að vinna
tog til þráðar. Listin að vinna tog var þó áfram ógleymd
á Suðurlandi, og tóvinnukonur þar byrjuðu brátt að vinna
heklaða listmuni úr togi, herðasjöl, hyrnur og horðdúka.
í austurhluta Rangárþings gátu sér frægð á þessu sviði:
Ragnhildur Pálsdóttir á Kirkjulæk, Þórunn Jónsdóttir í
Árkvörn, tengdadóttir hennar, Halla Jónsdóttir, sem fékk
verðlaun fyrir togsjal á heimilisiðnaðarsýningunni 1921,
Anna Sigurðardóttir á Kirkjulæk, Ingilaug Teitsdóttir í
Tungu og Helga Pálsdóttir á Grjótá, allar í Fljótshlíð.
Listgripir úr togi eru til eftir Guðmundu Ólafsdóttur frá
Kirkjulandi í Landeyjum og frænku hennar, Önnu Guð-
mundsdóttur frá Brekkum í Hvolhreppi. Undir Eyjafjöll-
um voru ágætir toghlutir unnir af þeim Þorbjörgu Einars-
dóttur í Efri-Hól og Guðfinnu ísleifsdóttur ljósmóður í
Framhald á bls. 23
14 HUGUR OG. HÖND