Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1967, Page 20

Hugur og hönd - 01.06.1967, Page 20
SKOTTHÚFA Undanfarna áratugi hefur saumuð skotthúfa úr flaueli orðið algengast höfuðfat við íslenzka þj óðbúninginn á kostnað prjónuðu skotthúfunnar. Prjónahúfan hefur þó flesta kosti fram yfir flauelshúfuna. Hún er fallegri í sjálfu sérc klæðilegri og hentugri. Kon- ur, sem eiga eða hafa í huga að koma sér upp íslenzkum búningi, ættu því hiklaust að taka prjónuðu húfuna fram yfir þá saumuðu. Það getur ekki talist mikil þraut fyrir þann, sem hefur sæmi- lega sjón, að prjóna eina skotthúfu. Þó að garnið sé fínt og prjónarnir grannir, er fatið svo fjarska lítið að því verður lokið á fáeinum klukkustundum. Hér fer á eftir uppskrift af prjónaðri skott- húfu. Efnið er fínt, þrinnað, svart garn, 15- 20 g. Sokkaprjónar nr. IVi. Fitja laust upp 220 1. á fjóra prjóna (55 1. á prjón). Prjóna áfram slétt prjón 4% cm. eða meira, ef húfan á að vera djúp. Þá er byrjað að taka úr. Þess er gætt, að sem minnst beri á úrtökunni. Alltaf eru teknar úr 4 lykkjur í einni úrtökuumferð, eða að- eins 1 lykkja á hverjum prjóni. Urtökulykkj- urnar mega ekki koma hver ofan við aðra, heldur er þeim dreift eftir vissum reglum. Úrtökunni er hér skipt í fimm áfanga. I. úrtaka: 1. umferð: 2 1. saman, 53 1. sléttar. 2. umferð: slétt án úrtöku. 3. umferð: 5 1. sl., 2 1. saman, 47 1. sl. 4. umferð: slétt án úrtöku. 5. umferð: 10 1. sl., 2 1. saman, 41 1. sl. Þannig er haldið áfram. Með hverri umferð prjónað 5 lykkjum meira að úrtökulykkjum. Eftir hverja af fyrstu fjórum úrtökuumferð- unum er prjónuð ein umferð án úrtöku, eftir það er tekið úr í hverri umferð. Síðasta um- ferðin og sú 13. í þessum áfanga (9. úrtöku- umf.) verður þá: 40 1. sl., 2 I. saman, 5 1. sl. (46 1. á prjóni). II. úrtaka: 1. umferð: 2 1. saman, 44 1. sl. 2. umferð: 4 1. sl., 2 1. saman, 39 1. sl. 3. umferð: 8 1. sl., 2 1. saman, 34 I. sl. 0. s. frv. 9. urnferð: 32 I. sh, 2 1. saman, 4 1. sl. (37 1. á prjóni). III. úrtaka: 1. umferð: 2 1. saman, 35 1. sh 2. umferð: 3 1. sl., 2 1. saman, 31 1. sh 3. umferð: 6 1. sl., 2 1. saman, 27 1. sl. 0. s. frv. 9. umferð: 24 1. sh, 2 1. saman, 3 1. sl. (28 1. á prjóni). IV. úrtaka: 1. umferð: 2 1. saman, 26 1. sl. 2. umferð: 2 1. sl., 2 1. saman, 23 1. sl. 3. umferð: 4 1. sl., 2 1. saman, 20 1. sl. o. s. frv. 9. umferð: 16 1. sl., 2 1. saman, 2 1. sl. (19 1. á prjóni). V. úrtaka: 1. umferð: 2 I. saman, 17 1. sl. 2. umferð: 1 1. sl., 2 h saman, 15 1. sh 3. umferð: 2 1. sl. 2 1. saman, 13 1. sl. 0. s. frv. 9. umferð: 8 1. sl., 2 1. saman, 1 1. sh (10 1. á prjóni). I næstu þrem umferðum er lykkjum fækkað í 7 lykkjur á prjón. Þá er skottið prjónað jafnlangt húfunni, lykkjum aftur fækkað í 5 lykkjur á prjón í tveim umferðum, 1 til 2 um- ferðir án úrtöku prjónaðar á milli. Síðan er enn prjónað um IV2 cm. Fellt af. Saumaður inn örmjór faldur, húfan pressuð og skottið teygt lítið eitt um leið. Þegar húfan er látin rísa að framan er dregið í blábrúnina og hún aðeins látin hafast við á 8 til 10 cm bili. Hólknum er síðan smeygt upp á og skúfur saumaður við skottið. Skotthúfugarn og prjónar eru til sölu hjá ísh heimilisiðnaði, Laufásvegi 2, Reykjavík. Skúfar fást í Baldursbrá, Skólavörðustíg 4.

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.