Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1967, Page 21

Hugur og hönd - 01.06.1967, Page 21
LISTSAUMUR OG LISTVEFNAÐUR FRÁ TÉKKÓSLÓVAKÍU Hér eru tvö sýnishorn af fögrum listiðn- aði, sem byggir á gömlum merg. Ofna mynd- in er ofin úr óbleiktum bör og á að hanga þannig að ljós skíni í gegn eins og t. d. í glugga- Fuglinn er saumaður í útskorinn pappa eða karton með svörtum hör. Augað er rautt. Smá vinargjöf, sem auðvelt er að senda í bréfi. Kertastjakar smíðaðir úr járni og kopar af Sveini Guðmundssyni. Eins og áður hejur verið getið um í ritinu Hugur og hönd, e.r fyrirhug- að að á nœstkomandi sumri verði 13. sambandsþing norrœnna Heimilis- iðnaðarjélaga haldið í Danmörku. Undirbúningsjundur undir þingið var haldinn í Heimilisiðnaðarskóla Dana í Kerteminde á Fjóni 26. júlí í sumar. A þessum fundi voru lögð lausleg drög að dagskrá þingsins og tilhögun á sýningum, sem alltaf eru í sambandi við þessi þing. I þetta sinn er ákveðið að sýna eingöngu smíðajárn jrá öllum löndum, Það var álitið að þessi iðngrein væri komin í svo mikla niðurlægingu víða, að það yrði að reyna að endurvekja hana á einhvern hátt. Ég áleit að þetta yrði erjitt fyrir okkur jrá lslandi, svo við fengum undanþágu að því leyti, að við megum koma með muni úr öðrum málmi, þó ekki silfri. Þingið verður haldið í Iþróttaháskólanum í Sönderborg á Suður-Jót- landi dagana 5.-7. ágúst 1968. Þátttaka er að sjáljsögðu heimil. öllu heimilisiðnaðarfólki, en þarj að tilkynnast jyrir marzlok. Þátttökugjald er 50,00 kr. danskar. Arnheiður Jónsdóttir. HUGUR OG HÖND 17

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.