Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1967, Qupperneq 26

Hugur og hönd - 01.06.1967, Qupperneq 26
Balderuð kvöldtaska Framhald af hls. 20. lína í mynztrinu. Endi gullsnúru er dreginn yfir á röngu meS grófri nál. Hann er festur vel niður á röngunni með tvinna. Snúran er síðan lögð eftir uppdrættinum, og fest niður með tvinna sainlitum vírnum, gult við gull og ljós- grátt eða hvítt fyrir silfur. Snúðurinn er aðeins linaður á snúrunni þar sem nálinni er stungið upp í gegnum snúr- una, en látin falla í sömu skorður þegar stungið er niður við hlið snúrunnar, þannig að sporin sjáist ekki. Ef mynztr- ið gefur tilefni til er snúran lögð tvö- föld. Nú eru pergamentformin skorin og lögð á viðeigandi stað í mynztrinu. Fest- ið þau niður til endanna með smá spor- um, takið pappírinn undan, þræðið þau vel föst svo þau haggist hvergi. Þræðingin er svo fjarlægð um leið og saumað er. Gullvírinn er notaður tvö- faldur eða þrefaldur, og vafinn saman upp á þar til gerðar spólur eða pappír og þá festur með prjóni svo ekki vindist ofan af. Notið fínar nálar nr. 9-10 og sterkan og góðan tvinna. Algeng- a?t hér var að byrja að sauma blað í oddinn og sauma inn að miðju, byrja svo í hinum oddi og sauma á móti. Var þetta gert til þess að spor- in héldust nógu þétt. En mörgum byrj- endum gengur betur að byrja á miðju blaði og halda til beggja enda og verð- ur hver og einn að hafa það, sem hon- um hentar bezt. Lykkja af gullþræðinum er dregin yfir á röngu alveg við blaðbrún, hann síðan lagður yfir blaðið, nálinni stung- ið upp við brún blaðsins hinum meg- in og tvinnanum brugðið yfir gull- þráðinn, sem á að liggja eins slétt og strekkt og hægt er. Nálinni er stungið á ská niður inn undir hlað- brún, dregið nokkuð þétt, gullvírinn lagður aftur yfir blaðið í hina áttina, nálinni stungið upp við brún þeim meg- in o. s. frv. Ath. að gullþráðurinn legg- ist ekki á misvíxl. Bezt er að pergament- ið sem saumað er yfir sé samlitt vírnum sem saumað er með. Ef æð er í miðju blaði, er skorin rauf í blaðið og vírinn festur með spori þar, þannig að æðin sj áist vel. Palliettur og gullgormar eða cantiller eru festar á síðast. Stungið er upp í gegnum auga palliettunnar og örstuttur gullgormur dreginn upp á tvinnan, síð- an er aftur stungið niður um augað o. s. frv. Líka má nota gullgorma ef sauma skal t. d. stuttan legg á blað. Við gerð upphlutsborða er notaður teiknipappír stundum jafnvel tvöfaldur, eða milli- fóðursstrigi næst flauelinu og síðan lér- eft í fóður og þá allt þrætt vandlega saman og balderað gegn um öll borð. Er þá ekki þörf á útsaumsgrind því pappírinn heldur öllu stífu. Þessi taska er saumuð í silkiflauel með gullvír. Notað er flíselin í milli- fóður ásamt lérefti og balderað gegnum hvortveggja. Hún er 25 cm á hæð og 32 cm víð og deilist í 4 tungur í botni. Taskan er síðan fóðruð og gullsnúra lögð á samskeyti fóðurs og flauels. Dregin saman með snúru. Orkeraðir millidúkar Framhald af bls. 11. Þegar tölustafir eru hafðir t. d. 4-4-4- 4, þá merkir talan fjölda tvöföldu hnút- anna, en strikin á milli þeirra tákna lykkjulaufin. Hér ætti því í raun og veru að standa 4 tvhn. 1 lykkj ul. 4 tvhn. o. s. frv. BLÚNDA Á MILLIDÚK D. M. C. heklugarn nr. 20, 1. hringur: 4-4-4-4 drs. og snv. 2. hringur: x 7-7 drs. og snv. 3. hringur: 4 s. lykkjul. 4-4-4 drs. og snv. 4. hringur: 7 s. lykkjul. 5-2-2-2-2-5-7 drs. og snv. 5. hringur: eins og 3. hringur. 6. hringur: 7 s. lykkjul. 7 drs. og snv. 7. hringur: eins og 3. hringur x. Endurtekið frá x til x þar til blúndan er nægilega löng. Ath.: um 3 mm bil er haft á milli hringja. I dúkinn er notað hörefni, sem er 14 þr. á crn. Stærð dúksins um 11 cm í þvermál, er teiknuð á efnið, síðan er þrætt þétt í brún dúksins fram og til baka. Blúndan saumuð á með þéttu hnappa- gata spori. MILLIDÚKUR Knox’s hörgarn nr. 16. Litur nr. 575. 1. umferð. 1. hringur: 3-3-3-3-3-3 drs. og nú er hin skyttan tengd við, með því að hnýta ör- uggan hnút þétt upp að hringnum snv. Skyttan, sem notuð var til að gera fyrsta hringinn er skytta nr. 1, en sú, sem tengd var við er skytta nr. 2. Þegar boginn er gerður er skytta nr. 1 höfð í h. hendi, en þráðurinn í skyttu nr. 2 er lagður yf- ir fingur v. handar og vafið nokkrum sinnum um litla fingur til þess að festa þráðinn, sjá mynd nr 8. 1. bogi. x 3-3-3-3 snv. 2. hringur: 3-3 s. lykkjul. (í næst sein- asta lykkjul. á 1. h.) 3-3-3-3 drs. snv. x Endurtekið frá x til x sjö sinnum, með þeirri undantekningu að seinasti hring- urinn er tengdur á tveimur stöðum þ. e. í annað lykkjul. á 1. h. líka. Að lokum er seinasti boginn orkeraður. Hnýtt að og klippt frá. Umferðin er þá 9 hringir og 9 bogar. II. umferð 1. hringur: x 3-3-3 s. lykkjul. í mið Ivkkjulaufið í boga 1. umferðar, 3-3-3 drs. hin skyttan tengd við, snv. 1. bogi: 3-3-3-3-3-3-3-3 snv. x Endurtekið frá x til x átta sinnum. Hnýtt að og klippt frá. III. umferð 1. liringur: x 3-3 s. lykkjul. í boga í II. umf. þ. e. í þriðja lykkjul. 3-3 drs. og hin skyttan tengd við, snv. 1. bogi: 3-3-3-3 snv. 2. hringur: eins og 1. hringur, en hann er tengdur í 5. lykkjul. í boga í II. umf. drs. og snv. 22 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.