Hugur og hönd - 01.06.1976, Blaðsíða 4
íslenskt steinsmíði
Menningarsögufræðingar skipta hinum óralöngu for-
sögulegu tímum mannkynsins í tímabil sem þeir kenna
við eitthvert ríkt einkenni í verkmenningu eða listmenn-
ingu á hverju tilteknu skeiði. Sú sundurdeiling af þessu
tagi sem alþekktust mun vera er þrískiptingin í steinöld,
bronsöld (eða eiröld) og járnöld, sem korna hver á fætur
annarri og hafa nöfn sín eftir þeim efnum sem notast var
við í alls konar eggjuð verkfæri og vopn. Þessi skipting
er góðra gjalda verð ef menn aðeins minnast þess jafnan,
hver skilgreiningin er, og svo hins að hér er aðeins um
mjög grófgerða greiningu að ræða og hreinar línur verða
alls ekki dregnar milli þessara menningarskeiða. Stein
héldu menn áfram að nota þó að steinöld væri liðin og
sömuleiðis brons þótt járnöld væri gengin í garð, og öll
þessi efni eru í góðu gildi enn á vorum dögum.
Island byggðist á járnöld og voru þá liðnar aldir og
árþúsundir síðan norrænn kynstofn hafði búið við stein-
aldarstig. Reyndar hefði steinaldarmenning trauðlega get-
að þrifist á íslandi vegna þess að hér á landi finnast ekki
þær steintegundir sem hæfar eru í hnífa og vopn. Tinna
finnst hér ekki og fátt annað sem komið gæti í hennar
stað, nema ef vera skyldi hrafntinna sem raunar er nátt-
urlegt gler, ekki tinna. En ástæðulaust er að fjölyrða um
þetta, því að steinaldarmenn komust aldrei til Islands
hvort eð var. Hafið sá um það.
En það eru fleiri en steinaldarmenn sem þurfa á góð-
um steini að halda til margra hluta annarra en í hnífa og
vopn. Við þurfum þess enn á atómöld. Þegar forfeður
okkar fornir komu hingað til lands og fóru að svipast um
eftir landkostum, hafa þeir fljótlega séð að landið var
grýtt í meira lagi og enginn hörgull var á grjóti sem hægt
var að nota í veggi og garða. Og það gerðu þeir og niðjar
þeirra allar aldir síðan. En þeir hafa líka von bráðar
orðið þess áskynja að ýmsa nytjasteina sem þeir þekktu
úr heimahögum sínum og kunnu vel að meta, var hér
hvergi að finna í landinu. Hér var ekki tinna sem nauð-
synleg var til eldfæra, hér var ekki kléberg eða tálgusteinn
eins og sá norski, sem smíða má úr potta og pönnur og
margt annað þarflegt, en sárgrætilegast var að hér fannst
ekki nothæfur steinn í brýni, þótt farið væri með logandi
Ijósi um landið þvert og endilangt. Járnaldarþjóð með
misgott járn þarf mikið að brýna. Hafa menn hugleitt
hvílík lífsnauðsyn það var Islandingum að hafa jafnan
nóg af brýnum? Án brýna hefðu þeir ekki getað lifað í
4
HUGUR OG HÖND