Hugur og hönd - 01.06.1976, Blaðsíða 11
stundavinna sem þessi er að banda-
rískri fyrirmynd. Verkfærin, munstr-
in og allt, sem til þarf er komið það-
an. Sú vinna er allt annað en þjóð-
leg. „Cowboy”mynstur og amerískar
rósir.
— Þegar þú segir þjóðleg. Telur þú
þín form og mynstur þjóðleg?
— Eg reyni það já. Bæði sæki ég í
norræn og keltnesk mynstur. Foi-m
ræðst af hagnýti hlutarins. Það er
heilmikið mál að hugsa út tösku, ef
hún er stór. Eg hef notað gömul form,
fléttur til dæmis. Það geri ég vegna
þess að það er fallegt, frekar en að ég
vilji vera þjóðlegur. Þessi mynstur
falla líka vel að því sem ég bý til. Eg
þarf bara að komast meir inn í þá
skurðhefð sem er til hér á landi. Þeir
hlutir sem eru til eru margir stórkost-
legir, bæði að formi og gerð.
— Þú drapst á það áðan að eigin-
lega væri leðursmíði tímaskekkja.
Handiðn sem væri verið að vekja upp
að nýju. Hvers vegna tekur þú þér
það hlutverk?
— Þetta er sú vinna sem ég vil
helst vinna. Og meðan ég og mínir
getum lifað á afrakstrinum þá liggur
í augum uppi að enginn kostur er
betri. Hér í kringum mig í Aðalstræt-
inu er margt handverksmanna. Það
veitir vissa öryggiskennd að vita af
fólki eins og systkinunum í Grjóta-
götu 4. Og þar sér maður líka fyrir
sér þann hugsunarhátt sem skilar
vandaðasta verkinu, hlut sem er unn-
in af ýtrustu vandvirkni án nokkurs
asa. Og slíkt dagsverk er gott.
P. B. B.
HUGUR OG HÖND
11