Hugur og hönd - 01.06.1976, Blaðsíða 7
Um. bergfæðingcL
Eirdiskur skreyttur steini. Smíðaður af
Sigríði Guðjónsdóttur handavinnukennara.
í holum og glufum í gömlu blágrýti cru oft allskonar
steinmyndanir sem losna úr þegar bergið í kring molnar
fyrir vatni og frosti. Á Austurlandi hafa þessir steinar
verið kallaðir bergfæðingar sem er réttnefni, því stein-
arnir myndast í berginu og af því, sem hér segir: Hraun
á yfirborði jarðar hverfur á löngum tíma undir fjölda
yngri hrauna uns það er sigið svo djúpt að brennheitt
vatn og gufur seytla um það og leysa upp efni í bcrg-
inu. Uppleystu efnin berast með vatninu til sjávar eða
setjast á ný í bergið og mynda smánr saman ýmsar gerðir
steina (holufyllingar). Þegar eldvirkni lýkur á svæðinu
hefst næsti þáttur í æfi bergsins. Eyðingaröflin, aðallega
vatn og jöklar, ná yfirhöndinni og smáhefla ofan af land-
inu og móta um leið í það fjöll og dali. Þá getur farið svo
að hraun sem hafði grafist hundruð metra í jörðu komi
upp á yfirborðið aftur og er nú býsna ólíkt því sem það
var nýrunnið. Nú er það allt sundurétið, og silfurberg,
geislasteinar eða kvarssteinar sitja í holunum. Smám sam-
an losa vatn og loft um holufyllingarnar og bergfæðing-
ar eins og glerhallurinn sem skreytir bakkann verða til.
Glerhallar (draugasteinar, kalsedón) eru eins og aðrir
kvarssteinar úr hreinum kísil, SÍO2. Þeir „cru oft mjög
stórir með hálfgagnsæjum, litlausum, hvítum, gullgulum
eða rauðum kúpum, stundum eins og gráleitir eða bláleitir
margsamtvinnnaðir þönglar eða garnir, oft með hvössum
kvarskristöllum utan á“ eins og segir í Ferðabók Þor-
valdar Thoroddsen. Þeir geta líka verið fagurlcga litaðir
af aðkomuefnum og nefnast þá ýmsum nöfnum eftir lit
eða munstri. Jaspis t. d. er ýmist grænn, rauðleitur, gulur
eða móleitur; hárauðir glerhallar nefnast karneól, onyx
hefur láréttar rendur, agat hringlaga, eldtinna er grá eða
dökkleit o. s. frv. Aðrir kvarssteinar eru kristallaðir, sex-
strendir á vöxt og dregnir upp í sexstrengdan topp. Sá
algengasti þeirra heitir bergkristall og er vatnstær, en
blandaðir aðkomuefnnm eru þeir litfagrir skrautsteinar.
Helstu afbrigði eru ametyst sem er fjólublár, reylckvars og
rósakvars. Kvarssteinar hafa hörkuna 7 og eru hálfeðal-
steinar, en eðalsteinar hafa hörkuna 8—10.
Þeim sem kunna að lesa í jarðlög gefa holufyllingar
margar vísbendingar um sögu landsins, öðrum eru þær til
yndis og ánægju því þær eru oft mjög fagrar, og þær
fegurstu eru dýrmætir safngripir. Áður fyrr var því trúað
að stcinar hefðu ýmsar náttúrur. Um gerhall var m. a.
sagt að „ef hann er boraður og á hálsi eða fingri hafður
þá mun liafa mál sitt hvatki er hverr á að mæla eða
flytja.“ Sigríður Theodórsdóttir.
HUGUR OG HÖND
7