Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1976, Blaðsíða 43

Hugur og hönd - 01.06.1976, Blaðsíða 43
Leiðbeiningaþjónusta í Hafnarstræti Íslenzkur heimilisiðnaður hefur tekið upp þá nýbreytni að veita ýmiss konar leiðbeiningaþjónustu í verzluninni í Hafnarstræti 3. Ráðunautur Heimilisiðnaðarfélags íslands, Sigríður Halldórsdóttir, mun annast þessa þjónustu, sem er fólgin í því að veita leiðbeiningar og aðstoð við margs konar íselnzkan heimilisiðnað, s. s. ýmsar hekl- og prjóna-að- ferðir og útfærslu þeirra í fatnað og fleira, einnig verður veitt aðstoð við frágang á ullarvörum. Um 30 hekl- og prjóna-uppskriftir, sem hafa verið gerðar á vegum félagsins og fást fjölritaðar hjá íslenzkum heimilisiðnaði, verða kynntar með sýnishornum og leiðbeiningum, ásamt fleiri uppskriftum fyrir ísl. ull, sem fást í verzuninni, þær eru af: lopapeysum, húfum, sokkum, vettlingum, sjölum, hyrnum, dúkum o. s. frv. Einnig verður hægt að fá hvers konar leiðbeiningar um vefnað, aðstoð við að reikna út í vefi. Þá mun útveguð aðstoð vefnaðarkennara við upp- setningu vefja í heimahúsum. Þessi þjónusta er ætluð öllum, sem áhuga hafa á íslenzkum heimilisiðnaði, jafnt þeim sem vinna eingöngu fyrir sig og sína og þeim sem framleiða til sölu. Leiðbeiningar verða veittar alla þriðjudaga frá kl. 9.00—18.00 hjá íslenzk- um Heimilisiðnaði, Hafnarstræti 3, þar sem hægt er að fá aðrar upplýsingar f síma 11784. Fólk er hvatt til að notfæra

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.