Hugur og hönd - 01.06.1976, Blaðsíða 15
Saumab
háismen
Hálsmen saumað í silfurlitt, þétt og
gljáandi efni. Saumað er með hvítu
silkigarni, Ijósgrárri einspinnu og ein-
um þætti úr hvítu hörgarni.
Skreytt er með „oxyderuðum“ silf-
urvír og hvítum steinum.
Að saumi loknum er stykkið strekkt
á þunnt örlítið íhvolft pappaspjald og
vatt haft milli laga. Síðan er bakið
fóðrað með sama efni og saumað var
í. Menið hangir í ,,oxyderaðri“ silfur-
festi.
Hólmfríður Arnadóttir.
fjöldi er hæfilegur þykir fvrir lengd
kragans eða um 40 1. Þegar kraginn er
urn 4 cm á breidd er aukið út með
því að prj br tvisvar í hv br 1 umf á
enda.
Vasar: Fitjaðar eru upp 16 1 eða
sá lykkjufjöldi er hæfir æskilegri
breidd. Prj eru um 16 cm og síðan
tekið úr á þann hátt að prj saman
2 1 í byrjun hv umf þar til hæfilegur
oddi hefur myndast og þá fellt af.
Vasarnir eru síðan staðsettir 15—18
cm frá neðstu brún peysunnar, odd-
inn brotinn niður og hneppslum fest
á sarna hátt og á peysunni.
Hneppslur eru festar á barma
peysunnar, þeirri efstu um 17 cm frá
hálsi, neðstu um 36 cm frá neðstu
brún og tveimur öðrum með jöfnu
bili þar á milli.
Peysan er saumuð saman með sam-
litu tvíbandi hvort heldur hún er
lykkjuð saman frá réttu eða saumuð
með aftursting frá röngu. Axlarsaum-
ar eru lykkjaðir saman og jaðarband
lagt með saumnum svo að þeir togni
ekki.
Þorbjörg Nanna Haraldsdóttir.
HUGUR OG HÖND
15