Hugur og hönd - 01.06.1976, Blaðsíða 29
og fengu þarna nýtt hlutverk. Ullar-
kambar voru kallaðir körrur og mun
það vera vestfirzka. Hrosshárið var
lyppað úr kembunni og síðan spunnið
úr lopanum.
Ur spunnu hrosshári var síðan
unnið með ýmsu móti: Fléttuð reipi,
brugðnar gjarðir og höfuðleður á
beizli og gerðar mottur bæði brugðn-
ar og ofnar. Tátiljur prjónaðar lir
hrosshári þóttu mesta þing í vetrar-
ferðum í frosti vegna þess hve hlýjar
þær voru, þær voru hafðar innan
undir ullarsokkum. Prjónaðar hross-
hársþvögur voru hafðar til að þvo
með potta og önnur ílát. Hrosshár
(taglhár) var líka haft i sópa og
bursta, en þá auðvitað óunnið. Þeir
entust í áratugi.
Ég vissi um biindan mann, sem
vann hrosshár. Hann gerði sópa og
hann spann í reiptögl og fléttaði þau.
Jóhanna Kristjánsdóttir,
Kirkjubóli.
Jóhanna kom í Hafnarstrætið og
sýndi okkur, hvernig spunnið er á
hrosshárssnældu, sem einnig mun
hafa verið nefnd vitlausa snælda eða
vitlausa vingla. Venja var að aðeins
einn ynni verkið sveiflaði snældunni
í vinstri hendi en teygði lopann með
þeirri hægri. Jóhanna notaði sína eig-
in aðferð, hún hafði hjálparmann,
sem sneri snældunni á meðan hann
gekk aftur á bak frá henni eftir því
sem þráðurinn lengdist. Þá var hægt
að nota báðar hendur til að teygja
hrosshárið jafnara og fínna, auk þess
hægt að spinna lengri þráð milli þess
sem undið var á snælduna.
HUGUR OG HÖND
29