Hugur og hönd - 01.06.1976, Blaðsíða 42
Um. fatncib
Allir alþýðumenn voru í heimaunn-
um sparifötum um efri hluta Borg-
arfjarðar, allt fram til 1875, jafnt
konur sem karlar. Brúðgumaföt voru
úr vaðmáli, sömuleiðis samfella og
pils brúðurinnar; en til þess var sér-
staklega vandað.
Eftir 1875 fóru stöku skrautgjarnir
menn að ganga í klæðisfötum, þegar
þeir höfðu mest við. Urðu þeir fyrir
álasi hinna eldri manna, er þótti slíkt
mesti oflátungsháttur, og uppreisn
gagnvart prestunum, að klæðast fínna
en þeir, því að það átti sér jafnvel
stað, að prestar gengju í vaðmáls-
kjólum.
Kvensilfrið var það eina skraut sem
peningar voru lagðir í. Það var líka
hyggilegt, þar sem það entist svo að
segja um aldur og æfi og gekk að
erfðum frá manni til manns. Úr því
fór þó að draga, er nýi búningurinn,
þ. e. skautbúningurinn nýi kom til
sögunnar. Hann fór að breiðast hér
út um sveitir um 1870. Þegar nýja
skautið kom varð það gamla ljótt í
augum yngri kvenna. Hættu þá allar
ungar stúlkur að láta skauta sér með
gamla skautinu.
Vegna þess hve nýi búningurinn
var dýr, gátu ekki nema efnaðri kon-
ur eignast hann. Af því leiddi, að brot-
in var hin gamla venja, að skauta
við öll hátíðleg tækifæri, svo sem
altarisgöngur, giftingar og fermingar.
Var það í frásögur fært, er brúður var
í fyrsta sinn gefin í hjónaband í
Reykholtskirkju í peysubúningi, með
skotthúfu á höfði.
Það var litlu eftir 1870, er þau
giftust Páll Jónasson, bóndi á Norður-
Reykjum og Sigurbjörg Helgadóttir.
Þau voru foreldrar Jónasar söngkenn-
ara í Winnipeg.
(Úr Héraðssaga Borgarfjarðar
eftir Kristleif Þorsteinsson á
Stóra-Kroppi).
Hnéháir
sjónvarpssokkar
Tær stærðir, sú minni er meðal
kvenstærð.
Efni: Þrefaldur plötulopi í 3 litum.
Prjónar nr. 5.
Þétta á slétta prjóninn: 14 1 á 10 cm.
Lengd 50 (58) cm., breidd 11 (12) cm.
Lopinn fær á sig dálítinn snúð, ef
hann er undinn 3-4 sinnum og sokk-
arnir verða sterkari.
Fitjaðar eru upp 50 (60) 1 og prjón-
aðar 5 umferðir slétt j>rjón, byrjað og
endað á brugðinni umferð og fyrsta
lykkjan prjónuð slétt í brugðnu um-
ferðunum.
Aukið út um 1 lykkju í enda
brugðinna umferða og bj'rjun sléttra
umferða, 55 (65) lvkkjur á.
Þá er skipt um lit og prjónað garða-
prjón.
Aukið er út í fyrsta garðinum
þannig:
1. umferð slétt; 2. umferð (frá
ranghverfu) slétt þar til eftir eru 16
lykkjur, þá er 1 lykkju aukið í og 1
lykkja prjónuð slétt til skiptis út
umferðina, 71 (81) lykkja á.
Þegar prjónaðir hafa verið 4 (5)
mislitir garðar, er ilin prjónuð einlit
12 garðar, síðan koma aftur 4 (5)
garðar í sömu litum og áður, en prjón-
aðir í öfugri röð og síðast 5 umferðir
slétt prjón í sama lit og byrjað var á.
Slétta prjónið byrjar og endar á
sléttri umferð, í fyrstu umferð þess
er tekið úr þannig: 2 Ivkkjur saman
17 sinnum. Prjónið slétt út umferð-
ina. Þá er 1 lykkja tekin úr í enda
brugðinna umferða og byrjun sléttra
umferða. Fellt laust af frá ranghverfu.
Saumað saman frá tá og upp úr, þess
gætt að mislitu garðarnir mætist eðli-
lega, og ekki myndist djúpt saum-
far. Garðaprjón er bezt að sauma
saman þannig að tekið er á víxl í
jaðarslykkjurnar. Saumað er saman
með lopanum tvöföldum, snúið upp á
hann með nálinni, svo hann renni
ekki sundur. Síðast er saumað til
skrauts yfir sauminn t. d. með kross-
spori, sem má þó ekki vera of stór-
gert. Þá eru sokkarnir þvegnir, vatn-
ið kreist mjög vel úr þeim og látnir
þorna á handklæði.
42
HUGUR OG HÖND