Hugur og hönd - 01.06.1976, Blaðsíða 20
Barbara Arnason
Miðsíðurnar eru að þessu sinni helgaðar listakonunni
Barböru Arnason sem lést í Reykjavík 31. desember 1975.
Við ætlum að halda okkur að rnestu við þá hlið sem
helst yrði flokkuð undir vefjarlist eða listiðnað og kynna
nokkur flosteppi og skerma. En Barbara var svo fjölhæf
listakona að hún gæti fyllt margar miðsíður með mis-
munandi iistformi. Eða einsog Aðalsteinn Ingólfsson list-
fræðingur segir í formála við myndskrá að minningar-
sýningu hennar sl. sumar að Kjarvalsstöðum: „Ung og
lærð í listsköpun tengdist hún Islandi og einsog margir
aðkomumenn varð hún brátt meiri íslendingur en inn-
fæddir í list sinni og hugsun. Hér bjó hún og starfaði í
nær 40 ár og framlag hennar til íslenskrar listsögu er nú
óumdeilanlegt. Ásamt Jóni Engilberts lagði hún framar
öðrum grundvöllinn að íslenskri grafík, bókaskreytingar
hennar marka timamót í bókaútgáfu hérlendis og mynd-
klæði hennar eru ekki einungis merkileg viðbót við þá
gömlu íslensku hefð, heldur eru síðari verk hennar á þessu
sviði, ójafnhliða klæðin, djarfur leikur með myndrænar
forsendur, sem enginn hérlendur listamaður hefur fylgt
eftir. Má einnig nefna síðustu tilraunir Barböru með nýja
tegund grafíklistar, vatnslitaþrykk, sem vakið hefur
mikla athygli erlendra kunnáttumanna sem innlendra."
Barbara fæddist í Petersfield á Englandi 19. apríl 1911
og hét Moray Williams þangað til hún giftist listamann-
inum Magnúsi Á. Árnasyni og gerðist íslensk. Hún hlaut
almenna menntun í heimahúsum með einkakennurum
ásamt systkinum sínum, en stundaði listnám við lista-
skólann í Winchester og síðar í Royal College of Art í
London og lagði stund á grafik og bókaskreytingar. En
það má segja að hún hafi teiknað, skrifað og skreytt frá
því hún var barn, því hún og tvíburasystir hennar Ursula,
sem nú er víðfrægur barnabókarhöfundur, sátu öllum
stundum, allt frá 7 ára aldri, og skrifuðu sögur og mynd-
skreyttu. Þær sátu sín við hvorn endann á stóru borði
og höfðu skilrúm á milli sín. Enn eru til 7 þykk bindi af
handritum þeirra frá þeim tíma.
Þessi meðfædda og þjálfaða iðjusemi einkenndi Barböru
alla tíð. Hún lagði sig alla fram og sparaði aldrei vinnu
og vinnan gekk fyrir öllu hjá henni. Þó var hún með
afbrigðum félagslynd og vinsæl og vakandi fyrir hug-
myndum og áhugamálum annarra, alltaf tilbúin að prófa
eitthvað nýtt. Hún var til dæmis ekki búin að vera lengi
á íslandi þegar hún sá og fann gæði íslensku ullarinnar.
Þá var nýfarið að nota lopa í prjónles, aðallega í peysur,
en hún tók sig til og prjónaði uppúr sér hvern skósíðan
morgunsloppinn á fætur öðrum úr sauðalitum lopa með
skrautlegum bekkjum og munstrum og sendi vinum og
ættingjum í köldu húsunum í Englandi sem þá voru. Ef
hana vantaði áklæði prjónaði hún bara yfir stólinn eða
dívaninn og á síðustu myndunum sem teknar voru af
henni kemur fram að hún hefur prjónað ermarnar á
kjólinn sinn.
Teppin sem við sýnum hér eru líka úr lopa. Þau eru
gerð með aladínnál á hessían, síðan kembd upp, stund-
um samfellt og stundum er loðnan líka klippt út í munst-
ur einsog á kringlótta teppinu gula. Þessa tækni notaði
hún á vettlínga, skósokka, handskjól, húfur og jafnvel
leggingar á kápur og kjóla.
Fyrir nokkrum árurn hélt hún 3 sýningar með stuttu
millibili í listsýningasal Jacque Anquetil í París við mikla
hrifningu. Til gamans má geta þess að tískukóngurinn
Cardin ætlaði að kaupa flesta sýningargripi Barböru á
einni af þessum sýningum og nota á fatnað sinn, og var
reyndar búinn að því þegar allt strandaði á því að hann
vildi setja sitt nafn á hennar framleiðslu!
Kveikjan að ásaumuðu teppunum og skermunum með
snúruleggingunum var Maríuteppið svonefnda, fornt ís-
lenskt altarisklæði, bótasaumað og applikerað með silki
og flaueli sem fést er á grunninn með mjóum skinnræm-
um, og er alveg einstætt í teppasögu okkar, enda hreifst
Baíbara mjög af því og var ekki í rónni fvrren hún
hafði komið þessari tækni á framfæri að nýju í sínum
stíl.
Barbara hafði mikla og sérstæða kímnigáfu og átti það
til að bregða á leik við gesti sína, sem voru margir og
víða aðkomnir. Þá jós hún af brunni hugmyndanna með
ýmsu móti. Þegar Atómstöðin kom út í fyrsta sinn bauð
hún höfundinum í matarveislu. Þegar allir eru sestir til
borðs kemur ekki nema sjálf bókin í stækkaðri mynd, úr
kjöti, gulrótum, grænum baunum o. fl., en að öðru leyti
einsog kápumyndin sjálf eftir Ásgeir Júlíusson. Annað af
óteljandi gamni hennar að listinni, ef svo mætti orða það,
var þegar hún bauð heim heimsfrægum enskum forn-
handritafræðingi, þeim sem gekk frá handritinu af The
Book of Kells, og framreiddi svo nákvæmt og fínt skirm-
handrit bakað, að alla setti hljóða smástund, en skelltu
síðan uppúr.
Þessi útúrdúr er gerður til að minnast margra og veitulla
samstunda við kæra vinkonu. A. S.
20
HUGUR OG HÖND