Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Side 4

Hugur og hönd - 01.06.1986, Side 4
SIGRUN Imaímánuði 1986 lést að Hrafn- istu í Hafnarfirði Sigrún Stefáns- dóttir á 88. aldursári, fædd 14. okt. 1898 að Eyjardalsá í Bárðardal. Sigrún sat lengi í stjórn Heimilisiðn- aðarfélagsins og var starfsmaður þess hátt í þrjá áratugi. Hún var dugleg, ráðsnjöll og áhugasöm um allt sem hún tók sér fyrir hendur. Viðmótshlý var hún og trygg vinum sínum. Sigrún var að verðleikum gerð að heiðurs- félaga Heimilisiðnaðarfélags íslands árið 1974. Jafnaldrar Sigrúnar áttu ekki auð- veldan aðgang að skólum, allra síst stúlkur; henni tókst þó að afla sér staðgóðrar menntunar. Um tvítugt tók hún gagnfræðapróf á Akureyri, var síðar meðal fyrstu kvenna sem luku námi úr Samvinnuskólanum og sótti eftir það nám í listiðnaðarskóla í Danmörku í tvö ár. En ekki má gleyma þeirri undirstöðuþekkingu og reynslu sem Sigrún hlaut í foreldrahúsum. Þaðan þekkti hún af eigin raun vand- aðan, íslenskan heimilisiðnað í sinni margvíslegustu mynd, tóvinnu, vefn- að, prjónaskap, fatasaum og útsaum. Sú þekking hennar kom mörgum að góðu gagni. Heimilisiðnaðarfélag íslands stend- ur í mikilli þakkarskuld við Sigrúnu Stefánsdóttur. Hún vann fyrir félagið í u.þ.b. 26 ár, var framkvæmdastjóri Is- lensks heimilisiðnaðar fyrstu 16 árin og í áratug eftir það starfsmaður versl- unarinnar, alltaf með sama brennandi STEFANSDOTTIR áhugann fyrir velferð verslunar og félags. Árið 1951 var fyrirtækið Islenskur heimilisiðnaður sett á stofn. Það var fyrir tilmæli Helgu Kristjánsdóttur sem unnið hafði af mikilli elju að því að koma heimilisiðnaðarútsölu á fót að Sigrún Stefánsdóttir tók að sér fyrirtækið. Það varð heilladrjúg ákvörðun. Islenskur heimilisiðnaður óx og dafnaði í höndum Sigrúnar og varð félaginu mikil lyftistöng. Sigrún var vakin og sofin við að ná í vandað- an varning fyrir verslunina. Hún gaf góð ráð og leiðbeindi fjölda manns um framleiðsluna, auk þess sem hún útvegaði efni að vinna úr. Hún hvatti óspart, lét m.a. prenta sérstakt viður- kenningarskjal til að afhenda þeim sem besta gripi gerðu. Um tíma fékk hún ofanaftekna ull og lét spinna sér- staklega fyrir ÍH þellopa og -band. Úr þessu var svo unnin ýmiss konar ullar- vara. Margur dýrgripurinn fór um hendur Sigrúnar á þessum árum og ýmsu hélt hún til haga, sem varð upp- haf að núverandi heimilisiðnaðarsafni HÍ. Á fyrstu árum ÍH var íslensk ull og það sem unnið var úr henni á heimil- um ekki hátt skrifað hjá almenningi, þótti hversdagslegt og ófínt. En Sig- rún þekkti hina mörgu góðu eiginleika ullarinnar, vann ötullega að því að breyta þessu mati og varð vel ágengt. Raunar má segja að vandaður varn- ingur úr íslenskri ull, eins og sá sem seldur var hjá ÍH, hafi átt sinn þátt í að augu manna opnuðust fyrir verð- mæti íslenskrar ullar sem varð svo aft- ur forsenda hins mikla ullariðnaðar í landinu. Má í því sambandi minna á þátt handprjónuðu lopapeysanna með hringmunstri á öxlum. Þær komu reyndar fyrst fram á 6. áratugnum og urðu fljótlega mjög eftirsóttar og eru enn, ekki bara af íslendingum sjálf- um, — margur telur sig ekki geta verið án lopapeysu, — heldur hafa þær ver- ið fluttar út í allstórum stíl. Auk þess eru þær sú vara sem ferðamenn í land- inu sækjast helst eftir. Sigrún Stefánsdóttir sat í stjórn Heimilisiðnaðarfélagsins á annan ára- tug og átti þar oft fyrstu hugmynd og frumkvæði að ýmsu sem hrundið var i framkvæmd, þar á meðal má nefna útgáfu þessa rits. Það var á aðalfundi HÍ 1965 að Sigrún bar fram tillögu um að næsta markmið félagsins yrði að gefa út rit í líkingu við þau sem heimil- isiðnaðarfélögin annars staðar á Norðurlöndum gáfu út. Þó það kæmi ekki út nema einu sinni á ári til að byrja með gæti það vafalaust orðið heimilisiðnaði í landinu til mikils gagns. Ekki voru greidd atkvæði um tillöguna að þessu sinni en Sigrún fylgdi hugmyndinni eftir, og í janúar 1966 voru 4 félagar skipaðir í undir- búningsnefnd sem athuga skyldi möguleika á því að HÍ hæfi útgáfu félagsrits. Nefndin skilaði áliti á að- alfundi 1966 ásamt lauslegri kostnað- aráætlun. Mörgum óx kostnaðurinn í augum en Sigrún Stefánsdóttir hjó á þann hnút með því að leggja til að frá HÍ rynni til útgáfunnar þær 25 þús- undir króna sem þá voru greiddar af ríki til leiðbeiningarstarfsins. Félagsrit myndi sinna því hlutverki. Útgáfan var samþykkt á þessum fundi og und- irbúningsnefnd gerð að ritnefnd. Hafsteinn Guðmundsson prent- smiðjustjóri tók að sér að sjá um útlit blaðsins, teiknaði m.a. merkið sem enn er notað og átti þátt í nafngift- inni. Fyrsta tölublað kom út í des- ember 1966. Það hlaut nafnið Hugur og hönd, var gefið út í 1000 eintökum, 28 blaðsíður í sama broti og það er enn. Því var vel tekið og seldist upp á tiltölulega skömmum tíma, en var ljósritað síðar. Félagar í HÍ voru um þetta leyti um 200. Það tölublað Hugar og handar, sem nú kemur út, er hið 21. í röðinni. Enn kemur það út aðeins einu sinni á ári en hefur þó stækkað og tekið eðlilegum breytingum. Hugur og hönd hefur á æviferlinum getið sér gott orð, bæði fyrir útlit og efni, og á vonandi enn um langan tíma eftir að uppfylla vonir Sigrúnar Stefánsdóttur um að vinna heimilisiðnaði í landinu mikið gagn. Þökk sé Sigrúnu fyrir allt hennar fórnfúsa og árangursríka starf. Sigriður Halldórsdóttir 4 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.