Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 6

Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 6
1. ÞRIR GULLSMIÐIR Oft er talað um handverks- menn annars vegar en hins vegar um listamenn. Og ekki þykir sjálfsagt að þetta tvennt geti átt við um sömu persónuna. En á verk- stæði einu í höfuðborginni eru starf- andi 3 listamenn sem jafnframt eru snilldar handverksmenn. Þar vinnur hver þeirra sjálfstætt að smíðum úr góðmálmi. Og það sem þarna er skap- að er sérstætt, enda einstakt að þrír gullsmiðir, sem hver um sig hefur sinn persónulega stíl, vinni saman eins og hér er gert. Afrakstur starfa þeirra er að finna í tveimur verslunum í Reykja- vik, við Pósthússtræti 13 og í Suður- veri við Stigahlíð, þar sem verkstæðið er einnig til húsa. Verslanirnar og fyrirtækið bera nafnið Jens og eigandinn er Jens Guðjónsson gullsmiður, sem löngu er orðinn vel þekktur fyrir hönnun sína í gull- og silfursmíði. Gullsmiðirnir tveir, sem með honum starfa, eru Jón Snorri Sigurðsson og Hansína Jens- dóttir. Þau eru stjúpsonur Jens og 6 dóttir hans og þrátt fyrir ungan aldur eru þau þegar orðin viðskiptavinum og listunnendum vel kunn. Samstarfið er með ágætum og öll leggja þau af mörkum fullan vinnudag og dugir ekki alltaf til, því að þegar verkstæði er rekið og eftirspurn eftir framleiðsl- unni er töluverð verður að vera til úr- val hinna ýmsu gripa. Sérsmíði eða fjöldaframleiðsla Miklar breytingar hafa orðið á gull- smíði hérlendis undanfarna áratugi. íslenska víravirkið var svotil allsráð- andi lengi vel og varla sást annað. Á eftirstríðsárunum fór að örla á breyt- ingu og efnismeiri gripir komu á markað. Ástand í markaðsmálum hef- ur hér áhrif eins og annars staðar. Þeg- ar olíuverð hækkar, hækkar jafnframt verð á hráefni. Þar sem gull og silfur eru dýrir málmar hefur þetta að sjálf- sögðu áhrif á notkun þeirra. Efnis- minni gripir komast þá í tísku í kjöl- farið. Við verðlagningu smíðisgripa verður vinnukostnaður meiri en efnis- kostnaður og handverkið leggst þar af leiðandi niður að miklu leyti. Menn hætta að smíða og innflutningur á fjöldaframleiddum gripum eykst. Síðasta olíukreppa hefur haft sín áhrif svo að undanfarið hafa litlir skartgripir verið allsráðandi, grannir hringir, smáir eyrnalokkar o.s.frv. Og aragrúi af ódýrum innflutningi verið á boðstólum. Þetta reynir verulega á gullsmiði sem skapandi einstaklinga. Þeir eru og verða háðir því hvað selst af smíðisgripum þeirra. Og eins og gefur að skilja er ekki unnt að verð- leggja handunna muni eins og vélunna fjöldaframleiðslu. Nú er olíuverð aftur lækkandi og áhrifin þegar að koma i ljós: Skartgripirnir fara aftur ört stækkandi. Jens og Jón Snorri segja frá þvi að á þeim tuttugu árum, sem þeir hafi starfað saman, hafi þeir notið þess að menn séu smám saman að átta sig á því að gullsmíði sé listgrein. Lands- menn eru stöðugt að læra betur að meta góða hönnun og vandað hand- HUGUR OG HÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.