Hugur og hönd - 01.06.1986, Síða 16
VARÐVEISLA
MENNINGARARFSINS
róun íslensks þjóðfélags hefur
á undanförnum áratugum haft
mikil áhrif á flesta lífshætti
okkar.
Hlutverk heimilanna hefur breyst.
Hið aldagamla skipulag og hlutverk
fjölskyldunnar hefur tekið stakka-
skiptum. Sambúð þriggja eða fjög-
urra kynslóða tilheyrir undantekning-
um. Algengasta fjölskylduformið er
að foreldri eða foreldrar búi með barni
eða börnum sínum og þurfi þá auk
heimilisstarfa og barnauppeldis að
sinna hlutastarfi eða fullu starfi utan
heimilisins til að afla nægilegra tekna
til framfærslu fjölskyldunnar. Vinnu-
álag á foreldrana verður þá oftlega
mjög mikið og er oft og tíðum varla
mögulegt að þeir geti sinnt öllum þeim
uppeldisþáttum sem áður þóttu
mikilsverðir og sígildir í uppeldi
barna.
Hlutverk skólanna hefur breyst
jafnhliða þeim breytingum sem hér
hefur verið tæpt á. Ýmsir þættir upp-
eldis barnanna hafa færst frá heimil-
unum til skólanna. Kennararnir þurfa
nú, auk venjulegra kennslustarfa, að
sinna ýmsum þroskaþáttum barna-
uppeldis sem áður var sinnt á heimil-
unum af foreldrum, öfum og ömm-
um. Ábyrgð kennaranna og mikilvægi
kennarastarfsins hefur aldrei verið
meiri.
Varðveisla menningararfsins hefur
ávallt þótt mikil nauðsyn í fámennu
þjóðfélagi okkar og reyndar leggja all-
ar sjálfstæðar þjóðir mikla rækt við
menningararf sinn, bæði í orði og
verki. Tunga okkar, saga, bókmenntir
og listir hafa verið og munu ætíð verða
sterkt haldreipi í óendanlegri baráttu
okkar fyrir sjálfstæði og sérstöðu ís-
lenskrar þjóðar.
Fyrir nokkrum áratugum þegar
þjóðfélagsgerðin hér var einfaldari,
atvinnuvegir fábreyttir og hefðbundn-
ir að mestu, lærðu börnin á heimilun-
um undirstöðuatriði þeirra vinnu-
bragða sem algengust voru til fram-
færslu viðkomandi fjölskyldu og
nauðsynlegt var að kunna. Snemma
vöndust börn á að skilja þýðingu og
gildi vinnunnar, útsjónarsemi, vand-
virkni og vinnusemi.
Það er viðurkennt að íslendingar
hafa alltaf trúað meira á gildi bók-
náms en verknáms sem hefur ætíð ver-
ið sett skör lægra í hugum flestra en sú
þekking sem fæst með bóknámi. Sem
betur fer er þetta mat að breytast nú á
allra síðustu tímum.
Verkmenning og verklegir þættir
menningararfsins hafa á ýmsan hátt
átt undir högg að sækja í grunnskól-
um nú á síðari árum. Ekki er það þó
ómerkara en áður að börn kynnist
þeim atvinnuháttum og vinnubrögð-
um sem þjóðfélagið hefur byggt á um
aldir og hafa enn í dag mikið gildi.
Ýmsir kennarar hafa, oft þrátt fyrir
erfiðar aðstæður, reynt að gefa nem-
endum sínum kost á að kynnast
vinnubrögðum sem áður voru algeng-
ir en eru nú æ sjaldgæfari. Einn þess-
ara kennara er Margrét Jakobsdóttir
Líndal sem kenndi í mörg ár við Laug-
arnesskólann í Reykjavík. Hún lét af
störfum snemma vetrar 1984. Margrét
hafði þá i rúman áratug kennt tóvinnu
við Laugarnesskóla auk hefðbundinn-
ar hannyrðakennslu. Tóvinnukennsla
Margrétar hefur vakið sérstaka
athygli. Hugur og hönd falaðist því
16
HUGUR OG HÖND