Hugur og hönd - 01.06.1986, Qupperneq 19
urinn, sem er á hvítum, fremur smá-
gerðum língrunni, er sumpart úr hvítu
língarni, sumpart úr mislitu silki, og
allur tvíhliða eins og algengast var á
handlínum, enda þurftu bæði borð að
vera nokkurn veginn jafnvæg. Hand-
lína þessi er nú í Þjóðminjasafni ís-
lands, þangað komin 1898 frá Kristínu
Vídalín Jakobsson,8 konu Jóns
Jakobssonar, þáverandi forstöðu-
manns safnsins og síðar landsbóka-
varðar. Var Kristín afkomandi Hólm-
fríðar í fimmta lið,l) og mun handlín-
an hafa varðveist með ættinni alla tíð
þar til hún fór á safnið.
II
Handlínan, sem ber skrásetningar-
töluna 4524 í safninu, er 58 X 62 cm
að stærð. Utan um hana á fjóra vegu
er saumað hvítt 1 cm breitt línknipli;
innan við það er um 0,3 cm breiður
faldur, og ber hvergi á jaðri. Léreftið
er nær jafnþráða, með um 18 þræði á
cm þvert yfir dúkinn (í uppistöðu?),
en 16—17 þræði á cm langsum eftir
honum (í ívafi?). Innan við faldinn er
á fjóra vegu saumaður bekkur með úr-
raks- og úrskurðarsaumi með hvítu
língarni; er bekkurinn 5,4 cm breiður
til hliðanna, en 5,8 cm til endanna.
Fimm ferhyrndir reitir eru á handlín-
unni innan við línsaumaða bekkinn:
fjórir hornreitir 8,6 X 7,6cmaðstærð
og miðreitur 12 x 11,5 cm. Eru þeir
saumaðir með nokkrum gerðum af
krosssporum, yfir þrjá grunnþræði
með silkigarni i fjórum litum: ljós-
bláu, bláu, grænu og ljósmóleitu, lík-
lega rauðu upphaflega. Munstur horn-
reitanna eru stílfærð blóm og hjartar-
dýr ásamt skrautbekkjum, en í mið-
reitnum er stilfært blómamunstur sett
átta fuglum, og auk þess upphafsstaf-
irnir fyrrgreindu, sinn í hverju horni.
Einfaldur bekkur úr stakstæðum tví-
hliða krosssporum umlykur miðreit-
inn, stafirnir eru saumaðir með flat-
saumi eftir þræði, en nokkrir smá-
krókar í skrautbekkjum hornreitanna
eru með holbeinsaumi (tvöföldu
þræðispori). Fjórir mislitir skúfar eru
á handlínunni, unnir úr hör- og silki-
garni, þétt settu hnútum; eru skúfarn-
ir teknir saman og tengdir, hver við sitt
horn, rétt innan við faldinn, með
böndum saumuðum úr silki með
kappmelluspori.
III
Eins og sagt var í upphafi eru kross-
sporin á handlínunni sérstæð, ef ekki
raunar einstæð. Virðist mega greina
alls þrjár mismunandi gerðir, en þó
með afbrigðum (I a og b, II a og b og
III a og b). Á rétthverfunni, þ. e. miðað
við falda og bókstafi á dúknum, líkj-
ast tvær fyrsttöldu gerðirnar fljótt á
litið einna helst gamla íslenska kross-
saumnum (fléttusaumi),'» en reyndust
við nánari athugun vera náskyldar
svonefndum montenegrískum kross-
saumi." Þriðja gerðin, einkum fyrra
afbrigði hennar, er hvað líkust ítölsk-
um krosssaumi.12 Ranghverfa allra
sporanna er að sjá sem rétthverfa
venjulegra krossspora, nema hvað
bein spor liggja ýmist milli þeirra eða
utan með einni hliðinni; á einu af-
brigðinu (I b) er þó efri leggurinn í
krossinum auk þess tvísaumaður.
Munsturfletir allir eru með gerð I,
unnir að langmestum hluta með af-
brigðinu I a, en á nokkrum stöðum
hefur þéttara afbrigðið I b verið not-
að. Kann það jafnvel að hafa orðið til
af þeirri ástæðu að sumt af útsaums-
silkinu var það smátt að nauðsynlegt
hefur þótt að taka aukaspor til þess að
fylla betur flötinn. Þá eru allflestar
langar einfaldar beinar sporaraðir
einnig saumaðar með aðferð I a. Að-
2.
ferð II a virðist einungis hafa verið
viðhöfð í tveimur einföldum röðum í
einu horni dúksins, efst til hægri mið-
að við miðreit, og aðferð II b í einni
einfaldri röð, vinstri Ijósmóleitu þver-
álmu miðmunstursins. Aðferð III a er
að finna í hinum þremur krossálmum
miðreitsins, sem og í ýmsum styttri
beinum röðum, en aðferð III b í ská-
röðum með stökum sporum.
Við gerð skýringarmyndanna var sú
aðferð viðhöfð að líkja nákvæmlega
eftir sporunum í saumi og teikna síðan
upp þann gang er gaf rétta útkomu og
reyndist hagkvæmastur í framkvæmd.
Ekki þótti ástæða til að draga upp
fullkomna skýringarmynd af afbrigð-
um I b og II b. í fyrra tilvikinu er hálfu
1. Handlína Þorbjargar Magnúsdóttur
saumuð af dóttur hennar, Hólmfríði Páls-
dóttur. Frá öndverðri 18. öld. Úrraks-
saumur, úrskurðarsaumur og nokkrar
gerðir af tvíhliða krosssaumi. Lín- og silki-
garn í hörléreft. Stærð 58x62 cm. Þjms.
4524.
Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason.
2. Miðhluti handlínunnar. Stærð útsaums
12,6x11,8 cm.
Ljósmynd: Krisíján Pétur Guðnason.
HUGUR OG HÖND
19