Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Side 23

Hugur og hönd - 01.06.1986, Side 23
er spilaborgin hrunin eins og alþjóð veit. „Þar ull skal vinna er vex“ Við byrjuðum snemma að prjóna á íslandi. Ljóst er að þar sem skilyrði voru best til sauðfjárræktar náði prjónið fyrst útbreiðslu á Norður- löndum. Þarna kom fram tækni sem hentaði ullinni sérlega vel og gat á margan hátt leyst hinn erfiða vefnað af hólmi. Dapurlegir annálar greina frá barnaþrælkun og vökustaurum þegar handprjónið var annars vegar fyrr á öldum. En á þessum eymdar- og harð- ræðistímum í sögunni tókst okkur þó að prjóna úr okkar heimafengna hrá- efni, ullinni, vöruskipta- og verslunar- vöru sem verulegt búsílag var í fyrir þjóðina, auk þess að eiga stóran þátt í að halda í okkur líftórunni í óupphit- uðum hreysunum. Sauðfé var undir- staða mannlifs í landinu, við lifðum i nábýli við hrjúfa og sérstæða náttúru landsins og nýttum gæði hennar okk- ur til lífsbjargar. Þá voru hin fjöl- mennu heimili bændasamfélagsins allt í senn, framleiðendur hráefnisins, rannsóknarstofnanir, alhliða verk- menntaskólar, ullarverksmiðjur, neyt- endur og seljendur. íslensk hefð í þráðagerð „Veldur hver á heldur. “ Á öllum tím- um höfum við átt hugvitsmenn og listamenn sem hafa varðað veginn. Það sem varðveist hefur á byggðasöfn- um landsins af gömlum útsaumi, vefnaði og prjóni, ber vitni ótrúlega þróaðri þráðagerð úr íslenskri ull, og er að mati greinarhöfundar hið merk- asta í íslenskri textílhefð en hefur þó ekki verið nógur gaumur gefinn. Fá lönd í Evrópu eiga sér hliðstæða hefð í ullarþráðagerð frá tíma steinaldar- verkfæranna. Að prjóna sig áfram Um tíu ára skeið hefur greinarhöf- undur gert tilraunir á eigin vinnustofu með handprjón úr því efni sem ís- lensku ullarverksmiðjurnar Gefjun og Álafoss hafa framleitt á þeim tíma. Smáverkstæðin eru bráðnauðsynleg svo að samhengi haldist í handverki og þróun. Nýjar hugmyndir koma fram við tilraunir, að reyna að þreifa eftir okkar eigin íslenska veruleika i gegn- um handverkið, smátt og smátt upp- götvast eitthvað nýtt. Upprunaleg náttúruefni eiga sitt sjálfstæða eðli. Prjónatilraunir eru því jöfnum hönd- um tilraunir með þráðagerð, svo sam- ofin eru efni og tækni. Ég viðaði að mér öllum gerðum og litum af lopa og bandi sem verksmiðjurnar framleiddu og blandaði þessu saman á ýmsan hátt til þess að ná fram lífi í lit, áferð og efniskennd. Spurningar varðandi þráðinn urðu æ áleitnari. Hvar er nú hinn hraðfleygi fugl tækninnar? Af hverju fæ ég ekki fína og mjúka þræði í dag eins og konurnar unnu heima hjá sér i torfbæjunum fyrir hundrað ár- um? Ævintýrið á Arnarvatni Það er mikinn fróðleik að finna um prjón og þráðagerð í byggðasöfnum. Ferð um Mývatnssveit sumarið 1983 er greinarhöfundi þó efst í huga. Ásdís Aðalsteinsdóttir, sem fædd er á Húsa- 2. 1. Prjónað á klöpp, 1983. Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason. 2. Peysa og húfa, 1977. Ljósmynd: Leifur Þorsteinsson. vík 1908, hafði sýnt mér mjög fagur- lega unna muni sem móðir hennar, Helga Guðnadóttir, f. 1876 að Vogum í Mývatnssveit, og móðursystur hennar, Hólmfríður og Guðfinna Guðnadætur á Grænavatni, höfðu unnið úr íslenskri ull. Ásdís kom mér einnig í samband við frænkur sínar úr föðurætt, Sigurbjörgu og Bóthildi Benediktsdætur á Arnarvatni. Eftir að hafa skoðað byggðasafnið á Húsa- vík heimsótti ég þær Arnarvatnssyst- ur, en þar gat að líta hið ótrúlegasta safn textílverka, sem þær og formæð- ur þeirra höfðu unnið og vitnaði um mjög þróaða verkmennt. Hespur af mjög fíngerðu og fjölbreyttu bandi, vefnað alls konar og prjón úr hinum ýmsu þráðagerðum og fullunninn fatnað. Þarna var fjársjóður til rann- sókna fyrir þráðaverkfræðinga - ög textílhönnuði nútímans og framtíðar- innar, því við erum aðeins einn hlekk- ur í keðjunni löngu. Stefnumótun — langtímaverkefni Vélvæðingin í ullariðnaði hefur frá því fyrsta átt erfitt uppdráttar hér á landi og sér ekki ennþá fyrir endann á því. Áárunum 1952—1956 vanngrein- arhöfundur að hönnun fyrir vélprjón hjá Feldi hf. í Reykjavík, en þá var ís- lenska verksmiðjubandið varla orðið nothæft í gólfteppi, hvað þá fatnað. Fyrirtækið flutti þá inn ítalskt og franskt iðnaðargarn í mjög háum gæðaflokki, eftir flóknu leyfa- og skömmtunarkerfi sem þá var við lýði. Á þessum árum hóf dr. Stefán Aðal- steinsson rannsóknir sínar á íslenskri ull og gærum og í dag styðjast virtir erlendir háskólar við rannsóknir hans. Einnig hófust tilraunir með að skilja að þel og tog, en þær þóttu of kostn- aðarsamar og lognuðust út af. Þá var farið að flytja inn erlenda ull til þess að blanda saman við þá ís- lensku, það forskot sem konur höfðu i ullarvinnslu gegnum aldirnar nýttist nú ekki lengur. Ullariðnaðurinn til- heyrði hinu svokallaða „kerfi“ — var orðinn hluti af almennum stjórnsýslu- vandamálum og landbúnaðarstefnu á hverjum tima. Menntunarskortur og einangrun Til þess að gera vinnu verðmæta verðum við að afla okkur þekkingar. Prjónaiðnaðurinn er þar ekki undan- tekning. Skólakerfi okkar hefur ekki sinnt prjóni sem skapandi framhalds- námi til þessa. Það hefur verið litið á HUGUR OG HÖND 23

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.