Hugur og hönd - 01.06.1986, Síða 24
það sem eftirlíkingaiðnað og þarfir at-
vinnulífsins hafa ekki verið inni í
myndinni. Gagnrýni, sem skapast í
kringum fagskóla, er því ekki til. Af-
leiðingin er almennt tómlæti og van-
hæfni til þess að velja og hafna og
móta persónulega víðsýni.
Myndlist — hönnun
Kyrrstaða er sama og afturför. Hver
er þá leiðin fram á veg? Með tölvu- og
myndbandatækni, sem nú er að verða
almenningseign, opnast áður óþekkt-
ar leiðir til fræðslu, fjarkennslu sem
náð gæti til hins breiða fjölda og ef-
laust á eftir að koma öllum greinum
sjónmennta til góða, ekki síst textíl-
greinum eins og prjóni og vefnaði.
Þannig gætum við byggt upp fram-
haldsnám með ákveðnu markmiði,
sem virkjað gæti metnað fólks og gef-
ið réttindi í atvinnulífinu. Svo er það
Myndlista- og handíðaskólinn. Þang-
að sækir fólk með hæfileika og áhuga
á hönnunargreinum og stefna hans er
í mótun.
Vökustaurar nútimans
Hin svonefnda íslenska lopapeysa
var sú vörutegund sem best seldist í
verslun Islensks heimilisiðnaðar, sam-
kvæmt ársskýrslu 1985. Nú er það
staðreynd að enginn getur framfleytt
sér af þeim launum sem greidd eru fyr-
ir handprjón á íslandi. Vélarnar hafa
fyrir löngu leyst handprjónið af hólmi
í þeim skilningi. Fólk kaupir innflutt
gæðagarn fráþróuðum iðnríkjum, af-
mælt eftir tísku árstíðarinnar og upp-
skrift með í pakka, fyrir 4 þúsund
krónur og prjónar sjálft. En hand-
prjónaða íslenska lopapeysan er seld á
tvö þúsund krónur. Það lifir heldur
enginn textílhönnuður af þvi að vinna
tilraunavinnu á eigin vinnustofu.
Dæmið gengur ekki upp. Við erum
ennþá á vökustaurastiginu.
Hugað að hönnun í Kuopio
Þessi áhugaverðu málefni voru til
umfjöllunar á 19. þingi norrænu
heimilisiðnaðarfélaganna sem grein-
arhöfundur sótti í Kuopio í Finnlandi
1.—3. júlí s.l. en yfirskrift þingsins
var: „Vöruþróun í heimilisiðnaði, frá
hugmynd til framleiðslu? Um efnið
var fjallað í fyrirlestrum, með sýning-
um allra aðildarlandanna, hópum-
ræðum og víðtækri útgáfu- og kynn-
ingarstarfsemi. Finnar hafa sem
kunnugt er náð mjög langt í hönnun
og staðfestu þeir það rækilega á þessu
þingi. Greinarhöfundur sat fund rit-
nefndafulltrúa frá heimilisiðnaðar-
blöðum allra aðildarlandanna og var
þátttakandi í umræðuhópi þar sem
fjallað var um hönnun og heimilisiðn-
að. Finnland, Svíþjóð og Noregur
sýndu öll vélunna muni á sýningum
sínum og var míkið rætt um notkun
véla við heimilisiðnað.
Hver metur gæðin?
Fram kom gagnrýni á heimilisiðn-
4.
aðarfélögin vegna tortryggni og skiln-
ingsleysis gagnvart nýjungum, ekki
síst vélunum. Rætt var um gæðamat
og gæðamerki á vörum sem seldar eru
í verslunum félaganna, sérstaklega var
rætt um gæðamat á hráefni. Heimilis-
iðnaðarfélög Finna, Norðmanna og
Svía hafa samstarf við ullarverksmiðj-
ur sem framleiða það garn sem þau
selja og var árangur af því samstarfi
sýndur á sýningum landanna.
24
HUGUR OG HÖND