Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 25

Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 25
5. Menning og handverk Svo var það umræðan eilífa um handverkið og verðmæti þess í sjálfu sér. Hvað er það sem borgar sig að vinna í höndunum í dag og í samfélagi framtíðarinnar? Hvað er það sem tölvuvæddur iðnaður getur ekki fram- leitt fljótt og ódýrt? Hin fræga finnska textíllistakona Kirsti Rantanen hefur starfað sem hönnuður fyrir finnska heimilisiðnað- inn. Hún var fyrirlesari á þinginu í Kuopio ásamt landa sínum Bertel Gardberg, en þau hafa bæði sýnt verk sín hér á landi. Kirsti Rantanen ræddi um hlutverk heimilisiðnaðarins og það að færa verkmenninguna fram á veg, varðveita hefðina á réttan hátt og að skilja hana rétt. Það er ekki hefð að stæla gamlar fyrirmyndir eða að nota þau efni sem maður heldur að séu hin réttu. Hefð er ekki heldur eitthvert gam- alt skraut og að ummynda það á rangan hátt er næstum barnalegt. Hefð er eitthvað miklu dýpra. Hún er hluti af því hvernig við lifum, töl- um, syngjum og gleðjumst, grátum og hlæjum. Hún verður að koma fram í því sem við gerum. Við verð- um að skapa nýja hefð núna, í dag, til þess að gefa komandi kynslóð- um mynd af okkur sjálfum og sam- tíma okkar. Þarfir okkar og aðstæður í okkar hrjóstruga landi munu áfram kalla á stöðuga endurnýjun og endurmat. Nýtt líf — ný hönnun. Hulda Jósefsdóttir Heimildir Textílfélagið 1985. Hulda Jósefsdóttir: „Norræn prjónahefð og prjónarannsóknir", Húsfreyjan, 3. tbl. 1985. Stickat och virkat i Nordisk Tradition. Österbottens Museum, Vasa, 1984. Elsa E. Guðjónsson: „Um prjón á Islandiþ Hugur og hönd 1985. Dr. Anna Sigurðardóttir: Vinna kvenna í 1100 ár, Kvennasögusafn Islands, Reykja- vík 1985, bls. 358. 6. Dr. Stefán Aðalsteinsson: „íslenska ullin,“ Búnaðarrit, 69. árg. 1956, bls. 465—499. Dr. Stefán Aðalsteinsson: „Litaerfðir í ís- lensku sauðféþ íslenskar landbúnaðar- rannsóknir, 2. árg. 1970, bls. 3—135. Dr. Stefán Aðalsteinsson: „Yfirlit um rannsóknir á ull og gærum.“ Ráðunauta- fundur 1986, bls. 56—68. Inga Pihlhjerta: Vár hemslöjd, sérútgáfa 1986, viðtal við Kirsti Rantanen. 3. Frá sumarsýningu á Kjarvalsstöðum 1981. 4. Kápa, 1979. 5. Tárið, 1983. Hugmynd að kirkjukrossi, 120x34 cm. 6. Á Sprengisandi, 1984. 140x90 cm. Verkin eru hönnuð og handprjónuð af greinarhöfundi úr ull í sauðarlitunum frá íslensku ullarverksmiðjunum. Ljósmyndir: Leifur Þorsteinsson nr 3 og 4. Kristján Pétur Guðnason nr 5 og 6. 25

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.