Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Síða 34

Hugur og hönd - 01.06.1986, Síða 34
VÖXTUR OG VOR Við hvert fótmál rifjast upp sögulegar staðreyndir. I gömlu hesthúsi á horni Skóla- strætis og Amtmannsstígs stofnaði Marteinn myndskeri myndlistarskóla fyrir löngu síðan. En nú er ég á leið- inni til hennar Steinunnar dóttur hans en hún stofnaði keramikskóla í hlöð- unni á Hulduhólum i Mosfellssveit ár- ið 1967 og þar er enn heimili hennar, vinnustofa og sölugallerí. Steinunn er löngu landskunn fyrir verk sín, bæði vandaða nytjahluti til brúks í okkar daglega amstri á heimilum landsins og verk í opinberri eigu. Kisa tekur á móti mér við garðshliðið. Steinunn þarf að hafa kött til þess að halda músunum frá. Garðurinn er augnayndi — um- hverfislistaverk sem þau skópu í sam- einingu Steinunn og maður hennar, Sverrir heitinn Haraldsson listmálari. Hér unnu þau með mold, möl, grasi og grjóti — og teiknuðu með olíumöl. Sólin skein og naprir vindar blésu. Steinunn Marteinsdóttir er veðruð í lífsins og listarinnar ólgusjó. Hefur unnið við fag sitt leirlistina í rúman aldarfjórðung. Fyrst hjá gamla Gliti, áður en þeir fóru út í stóriðjuna, síðan á eigin vinnustofu. Nýlega var afhjúpað í húsi Krabba- meinsfélags íslands — leitarstöð, verk eftir Steinunni. Eins er stór vegg- skreyting eftir hana í húsi Pósts og síma við Ármúla. „Mér finnst áhugavert og hvetjandi að vinna verk inn í ákveðið rými“, segir Steinunn, „sjá verkið sátt við umhverfið og gagnkvæmt. Við getum sem betur fer nefnt mörg dæmi um þar sem vel hefur tekist til um fegrun opinberra bygginga. Má þar nefna verk Sigurjóns Ólafssonar í Búrfells- virkjun, eins verk Leifs Breiðfjörð í Fossvogskapellu. Við erum smám saman að vakna til meðvitundar um umhverfi okkar, finna vellíðan og stolt þegar vel tekst til. Finna að umhverfið getur veitt birtu og yl inn í gráma hversdagsleikans og auðgað tilveruna. Listskreytingasjóður ríkisins, sem starfar samkvæmt lögum frá 1982, hefur nú þegar haft jákvæð áhrif í þessa átt. Hönnun mannvirkis og list- skreytingar geta þannig haldist í hend- ur frá upphafi. Myndlistarhugtakið hefur á seinni árum fengið mun víð- 34 2.

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.